MamaMia

mánudagur, apríl 24, 2006

Heil og sæl öll...

ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara að blogga aftur?! Var að skoða bloggið hjá bróður mínum og áttaði mig á því að ég er bara alveg dottin út úr þessu bloggdæmi - les varla lengur blogg!

Það er sko komin nettur vor fílingur í mann núna, lóan komin og svona, gott veður og ég er bara farin að bíða eftir fríinum, ég verð að viðurkenna það.

Annars sat ég ráðstefnu síðusta laugardag á vegum háskólans á Akureyri; Að sá lífelfdu fræi. Þetta var mjög skemmtileg og góð ráðstefna og fyrsti fyrirlesarinn kom frá Bretlandi og var sá magnaðasti sem ég hef séð. Maðurinn talaði um mikilvægt og gott málefni í 45 mínútur, blaðlaust, hnökralaust og á einstaklega góðu máli. Svo var í boði að fara á hinar og þessar málstofur og hver gat valið sér þrjár. Sú sem vakti mesta athygli hjá mér var málstofa frá Norðlingaskóla, nýjasta skólanum í Reykjavíkurhreppi eins og þau sögðu. Margt í gangi þar sem maður getur tekið sér til fyrirmyndar og vonandi hefur framtíðaráhrif á þróun skólamála hér á landi.

Jæja, best að fara að vinna eitthvað. Hver veit nema að ég haldi þessu áfram!

Heil og sæl öll...

ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara að blogga aftur?! Var að skoða bloggið hjá bróður mínum og áttaði mig á því að ég er bara alveg dottin út úr þessu bloggdæmi - les varla lengur blogg!

Það er sko komin nettur vor fílingur í mann núna, lóan komin og svona, gott veður og ég er bara farin að bíða eftir fríinum, ég verð að viðurkenna það.

Annars sat ég ráðstefnu síðusta laugardag á vegum háskólans á Akureyri; Að sá lífelfdu fræi. Þetta var mjög skemmtileg og góð ráðstefna og fyrsti fyrirlesarinn kom frá Bretlandi og var sá magnaðasti sem ég hef séð. Maðurinn talaði um mikilvægt og gott málefni í 45 mínútur, blaðlaust, hnökralaust og á einstaklega góðu máli. Svo var í boði að fara á hinar og þessar málstofur og hver gat valið sér þrjár. Sú sem vakti mesta athygli hjá mér var málstofa frá Norðlingaskóla, nýjasta skólanum í Reykjavíkurhreppi eins og þau sögðu. Margt í gangi þar sem maður getur tekið sér til fyrirmyndar og vonandi hefur framtíðaráhrif á þróun skólamála hér á landi.

Jæja, best að fara að vinna eitthvað. Hver veit nema að ég haldi þessu áfram!

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Jamm... hef það bara ágætt þessa dagana og öll að koma til. Janúarmánuður var mér ekkert svo erfiður, eins og oft hefur verið. Ég held að það sé út af því að ég á lítinn gleðipinna núna sem keep´s me busy.. og svo held ég að það hafi líka hjálpað að við vorum fyrir norðan í kósíheitum fram að 9. janúar eða eitthvað svoleiðis, sem stytti mánuðinn verulega. Þetta er náttúrulega ekkert eðlilegt að einn mánuður innihaldi 5 helgar... lengdin á einum mánuði!!! Það sem hefur gert þennan mánuð svo óbærilegan í gegnum tíðina er jólasöknuðurinn, ég er svo mikið jólabarn og mikið fyrir jólaljósin og góða matinn að ég hreinlega tek því mjög illa þegar ljósin og skrautið er tekið niður. En að þessu sinni eins og ég segi, þá gekk þetta hratt fyrir sig, sem betur fer.

Var að þvælast inni á þjóðskránni áðan og skoða nöfn og svona. Þær eru sem sagt orðnar 5 dömurnar sem heita Járnbrá, sú yngsta fyrir utan skottuna mína er fædd 1985 og er víst frá Bakkafirði. Svo erum við 15 eða 16 (man ekki alveg hvort var) sem heitum Bjarkey. Svo vissi ég auðvitað af því að til er fyrirtæki sem heitir Bjarkey, það er heildsala held ég.. en ég vissi ekki hins vegar að til er fyrirtæki sem heitir Járnbrá.. er á leiðinni í að fara að komast að því hvað það fyrirtæki stendur fyrir c",)

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Uss hvað ég er eitthvað mygluð þessa vikuna. Ég held að ég verði að fara að taka lýsi eða eitthvað því ég er svo orkulaus og þreytt í höfðinu. Það er loksins búið að taka upp snjóinn hérna en þá kemur í staðinn rigning og rok þannig að ég hef nú ekki farið neitt út með Járnbrá í vagninum síðan síðustu helgi. Ekki gott mál því það eykur á orkuleysi mitt! Það er reyndar líka afskaplega erfitt að ná einhverju loftflæði í þessari íbúð sem við erum í og það skapast mest megnis út af því að hér er gamalt og frekar óvistvænt teppi á gólfinu, en það er samt skárra núna en var því við erum komin með loftviftu.

En nóg um það.. ég var að spá í að blogga um idolið en það er alltaf sama sagan með íslendinga.. þetta er bara "ég þekki þennan" keppni og ég nenni ekki að ergja mig frekar á þessu rugli.

Annars nýt ég þess út í ystu æsar að eiga svona litla og sæta fjölskyldu. Guðmundur er voða duglegur í skólanum og elskar stelpurnar sínar voða heitt og sýnir okkur það daglega. Við sýnum honum líka til baka hvað við dýrkum hann c",) Við erum svona að velta því fyrir okkur hvað við eigum að gera í húsnæðismálum nú í vor þegar við komum norður, því við munum ekki byrja að byggja fyrr en Guðmundur hefur klárað skólann, sem verður vorið 2006 ef allt gengur að óskum. Planið er sem sagt að koma norður í vor og Guðmundur vonast til að fá vinnu á staðnum sem hann er búinn að sækja um á, best að segja ekki frá því hvaða vinnustaður það er, don´t wanna jinx it!! Ég vonast svo til að fá kennslu í Hrafnagilsskóla en ég auðvitað veit ekki hvort að það gangi upp því staða kennara þar er mjög góð, enginn ómenntaður held ég. Ég mun auðvitað sækja um í fleiri skólum þegar stöður verða auglýstar í vor. Okkur langar samt helst í húsnæði inn í sveit og vonumst auðvitað til að fá húsnæði á vegum Hrafnagilsskóla en líkurnar eru frekar litlar. Svo bara þekki ég ekki leigumarkaðinn í sveitinni en það er best að fara að grennslast fyrir um það. Guðmundur ætlar svo að klára það sem hann á eftir í rafvirkjun næsta haust og "brautskráist" þá frá VMA um jólin og ætlar svo suður aftur eftir áramót til að taka sveinsprófið í rafeindavirkjun og brautskráist þá aftur frá Iðnskólanum vorið 2006!!! Hvernig við sem fjölskylda tökumst á við þessa síðustu önn í Iðnskólanum verður bara tíminn að leiða í ljós.

Jæja, það er þá best að fara að vafra aðeins um á netinu og sjá til...

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Það gengur eitthvað illa að koma þessari blessuðu tölvu okkar til að virka almenninlega og Guðmundur búinn að standa á haus í að reyna uppfæra hana og ég veit ekki hvað.

Við erum sem sagt komin suður aftur og allir bara nokkuð hressir. Ég hef sem sagt ekki getað gert mikið fyrir heimasíðuna hennar Járnbrár Karítasar og enn síður getað bloggað eitthvað, en nú stefnir allt í að tölvan sé að komast í almennilegt horf.

Ég fékk skemmtilega upphringingu á dögunum frá henni Elsu vinkonu, en þannig er að hún var að endurnýja gamla bón. Ég fattaði auðvitað ekkert um hvað hún var að tala, en þannig er að hún var búin að byðja mig um þetta fyrir löngu og nú er komið að þessu. Hún er sem sagt að fara að gifta sig, unnusti hennar bað hennar í byrjun desember og kom henni svona skemmtilega á óvart. Nú er hún svo byrjuð að plana stóra daginn og bað mig sem sagt um að syngja fyrir þau í athöfninni. Yndislegt, ekki satt?! Oh... ég er svo glöð fyrir hennar hönd. Til hamingju aftur Elsa mín.

Annars er bara allt fínt að frétta af okkur. Það var auðvitað Idol-partý hérna síðustu helgi og Arna mágkona og fjölskyldan hennar kom ásamt Jónínu vinkonu hennar og dóttur hennar. Mér fannst keppnin bara góð og fannst Jónsi alveg frábær gestadómari fyrir utan dóma hans um Ylfu, er alls ekki að fatta hvað menn sjá við hana, finnst röddin hennar ekkert spes, bara eins og rödd hins normal íslendings um verslunarmannahelgi... það vantar bara gítarinn framan á hana. Ég þoli svo ekki eyjagelluna, finnst hún hræðileg og hélt að hún færi núna og var því hissa á því hve fór. Ekki það að sú kona heilli mig eitthvað, en hún getur þó sungið, sem Ylfa og Eyjagellan geta ekki. Annars fer það bara enn í pirrurnar á mér hvað dómararnir hafa mikil áhrif á keppnina og vita það og stýra henni eins og þau geta. Fyrst þau vilja ráða því hverjir komast áfram og hverjir ekki þá eiga þeir bara að hafa 50% vægi á móti almenningi og ekki vera með þessa stæla; "Þetta var ekki gott hjá þér en ég veit að þú getur betur og ég vil sjá þig áfram". Þær eru þarna 3 sem mér finnst áberandi bestar, þær Hildur Vala, Margrét Lára og Aðalheiður (gæsahúð dauðans þegar hún söng Dimmar rósir....) en svo var ég alveg sammála Jónsa um að Helgi Þór á eftir að ná langt því hann er duglegur þó að hann hafi ekki endilega bestu röddina. Svo hefur Davíð auðvitað fallega rödd en ég er bara ekki viss um mótífin hans, hvort hann sé einlægt til í að verða næsta idol?! Lísa frænka er líka hörkugóð, en hún þarf bara að trúa aðeins meira á sig og ekki leyfa stressinu að rjúka svona upp. Brynja hefur svo auðvitað allan pakkann, en hún má ekki fremja fleiri "sjálfsmorð" og velja svona krefjandi lög með svona gellu... maður bara syngur ekki svona lög með gellum eins og Celine Dion og Witney Houston án þess að hafa 120% trú á sjálfan sig. Hlakka til að sjá hvað gerist næst.

fimmtudagur, desember 30, 2004

Ég náttúrulega gleymdi að segja frá því að ég er byrjuð við að fikta í heimasíðugerð fyrir Járnbrá Karítas inni á barnaland.is en eins og ég sagði þá er ég að fikta og mun örugglega margt breyta síðunni!!! En þar sem bloggerinn er í einhverju fokki verð ég að skrifa inn linkinn, get ekki sett hann inn!!! allavega... www.barnaland.is/barn/22767

Já, þetta hafa svo sannarlega verið yndisleg jól. Við Guðmundur vorum heima í Gröf með stelpuna á aðfangadag og það var alveg ótrúlega yndislegt. Skottan fékk þvílíku pakkana og í þeim voru meðal annars kjóll frá París, en Villi og Oddný keyptu hann þar á ferð sinni þar í haust. Hún fékk líka fleiri falleg föt og einnig dót í baðið og bangsa. Svo var nú komið að stóra deginum, en á annan í jólum var skírn í Kaupangskirkju. Ég var nú alveg að farast úr stressi kvöldinu áður því ekki leit nú veðrið vel út og óttinn um að tengdafjölskyldan kæmist ekki og skírnarkjólinn alveg í hámarki. Ég var svo engu skárri í stressinu í hádeginu á skírnardaginn þar sem ófært var út eftir og náðist ekki að ryðja þangað fyrr en rétt fyrir hádegi. Ég verð nú bara að viðurkenna að ég hef sjaldan orðið svona stressuð og finnst alveg fáránlegt núna eftir á að hafa látið stressið fara svona með mig!! En að skírninni sjálfri, presturinn hann Hannes Blandon var alveg frábær og náði að róa mig fljótt niður. Stelpan var svo auðvitað yndisleg og spjallaði bara við Blandoninn um það leyti sem hann var að skíra hana. Hún fékk svo nöfnin Járnbrá Karítas og vissulega urðu sumir hissa og jafnvel sjokkeraðir c",) Allt gekk vel og Járnbrá sofnaði svo bara í seinni hluta messunnar. Veislan var svo heima í Gröf og heppnaðist alveg frábærlega, enda hvað annað hægt þegar Sigurlaug húsmóðir í Gröf er annars vegar og hjálparhellan hún Ella.... Þetta var í einu orði alveg yndislegur dagur og oft sem tárin voru ekki langt undan, sérstaklega þegar mamma söng fyrir ömmustelpuna sína.

Við erum í Ólafsfirði núna og verðum fram yfir áramót, verst bara hvað veðurspá er leiðinleg. Hins vegar er það ekki allt, heldur að vera með fjölskyldunni og það er alveg frábært, enda nóg fyrir afa og ömmu að gera, með barnabörnin sín 3, Járnbrá Karítas, Þórð Hólm og Ragnheiði Köru. Við óskum öllum vinum og vandamönnum gleðilegs árs og friðar á nýju ári 2005.

fimmtudagur, desember 16, 2004

Gvöð hvað ég á sæta og duglega stelpu. Hún var í 3 mánaða skoðun í morgun og þurfti að fá sína fyrstu sprautu. Hún var í svaka stuði, hjalaði bara og hjalaði við lækninn og kipptist aðeins við þegar stungan kom en ekkert meir, ekki eitt píbb, ekki bofs.... Ég var ekkert smá stolt af henni krúttu minni.

Mér heyrist á sumum að þeir séu orðnir þreyttir á að bíða eftir skírninni, þ.e. að fá að vita nafnið á stelpunni, en kommon, þetta kemur allt saman með kalda vatninu. Hins vegar er ég afar sorgmædd yfir því hvað fáir af mínum vinum geta komist í skírnina. Svo virðist sem að mínar elstu og bestu vinkonur, Sara og Jósa, geti ekki komist og ég er mjög leið yfir því... fjandans vinna, því jólin eru svo óhagstæð vinnulega séð. Af hverju er ekki bara öllu lokað fram að 4ða í jólum eða svo, þetta er ómannúðlegt að láta fólk hanga svona í vinnunni í staðin fyrir að vera heima með fjölskyldunni sinni.

sunnudagur, desember 05, 2004

Ég er hamingjusöm

og ég get sagt það í votta viðurvist. Við erum komin norður, komum á föstudagskvöldið og ferðin norður gekk bara ágætlega. Stelpan svaf sem betur fer mest alla leiðina en lét okkur svosum alveg heyra það að hún var ekkert súper ánægð með að vera föst í einhverjum bílstól fyrstu kílómetrana og af og til á leiðinni, en svona er það bara, hún verður bara að vera örugg í bílnum og ósátt stundum!!! En aftur að hamingjunni... ég upplifði hamingju-móment í dag þegar við Guðmundur vorum að föndra við að setja jólaseríur á húsið, stelpan sofandi úti í vagni, ilm lagði frá smákökubakstri úr eldhúsinu í bland við yndislega sveitailminn og veðrið og kyrrðin alger sæla. Ég dró djúpt inn andann og sagði við Guðmund að ég elskaði hann og dóttur og okkar og að ég væri innilega hamingjusöm. Ég hef ekki oft sagt það upphátt að ég sé hamingjusöm þó að ég hafi yfirleitt verið það síðast liðin ár. Hefur sennilega þótt það of væmið eða eitthvað...

Jólakortin er svo að segja tilbúin, bara eftir að prenta þau út... ég er mjög ánægð með þau. Jólaseríum fjölgar hér í gluggum dag frá degi og mamma tekur hamskiptum í eldhúsinu í bakstrinum. Við erum svo að skipuleggja skírnina þess á milli og gengur bara vel. Lífið er gott.