MamaMia

þriðjudagur, febrúar 04, 2003

Dísús hvað það er leiðinlegt að vera svona uppstoppaður af kvefi. Er enn með hita þannig að ég fór ekki í skólann og hangi því annað hvort fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna. Ég var að glápa á sjónvarpið hérna í morgun, á Opruh, þar sem var svona brúðkaupsþema. Það er greinilega í því sem öðru að Kaninn þarf alltaf að vera svo brjálæðislegur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Við erum að tala um að eitt draumabrúðkaupið snérist að miklu leyti um blómaskreytingar og við erum ekki að tala um eina og eina rós, heldur heilu kílóin af blómum innfluttum frá Hollandi. Þetta var svo mikið að þetta var engan vegin fallegt, heldur bara yfirþyrmandi. En svo var eitt ferlega fyndið. Það er svo mikið inn núna að gefa gestunum gjafir til að þakka þeim fyrir komuna, og söngkonan í sænsku hljómsveitinni...oh ég man ekki hvað hljómsveitin heitir (heili enn fullur af hori)...jæja allavega þá gifti hún sig ekki fyrir svo margt löngu og þau hjónin gáfu öllum kleinuhringi, fallega innpakkaða, svona til að narta í á leiðinni heim, mér fannst þetta frábær hugmynd.
Ok nú er ég hætt að geta andað, verð að fara að snýta mér og bjarga mér með nefspreyi.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home