MamaMia

mánudagur, febrúar 03, 2003

Er maður að verða húkkt eða??????
Sko.. já.. svo ég haldi áfram með Reykjavíkurferðina þá gisti ég hjá mágkonu minni og fjölskyldu hennar, Arna, Hálfdán og dóttir þeirra Ragnheiður Kara. Við erum að tala um það að ég hef ekki séð þau síðan í haust þegar þau komu til okkar í bústað í byrjun október. Samt sem áður að um kvöldið sem ég kom suður (þriðjudagskvöldið) til að henda töskunum inn, segja hæ og fá lykla, þá hoppaði litla skottið hún Ragga Kara beint í fangið á mér. Ef þetta bræðir mann ekki þá veit ég ekki hvað, dísús, þetta var alveg krúttlegast. Hún sagði samt ekki mikið, var að þykjast vera pínu feimin. En svo hitti ég hana ekki meira í ferðinni því maður var á ferðinni allan tíman og ég rétt sá Örnu og Dána aðeins meira. Það verður vonandi lengri viðdvöl næst og ekki jafn umfangsmikil.
En viljiði aðeins spá í þessu...Ragnheiður Kara verður 4 ára á þessu ári!!! Er þetta alveg eðlilegur hraði á tímanum eða?? Málið er nefninlega að við Guðmundur minn eigum svolítið í henni því við fluttum suður haustið sem hún fæddist og vorum hálfgerðir heimalingar hjá litlu fjölskyldunni, pössuðum hana og svona, og teljum því nokkrar prósentur til okkar. En ég er samt ekki alveg að fatta það að hún sé að verða 4 ára í sumar og að við Guðmundur séum búin að vera saman í rúm 5 ár....já 5 ár!! Rugl, bull og vitleysa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home