MamaMia

þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Góðan dag.

Spáiði aðeins í þessu, það er 8 stiga hiti úti, þetta er náttúrulega bara algjört bull. Já, ég er sem sagt komin heim aftur úr þessari mögnuðu bústaðaferð. Við vorum með rokið í fanginu nánast alla leiðina suður á föstudaginn, og umferðin maður, ég var nánast að verða blind af öllum þessum ljósum. Þegar komið var upp í Húsafell, eftir að hafa villst í húsaþyrpingunni og fá hjálp til að rata að bústaðnum með því að vera sótt og villast svo aftur...þá fengum við þær óvæntu fréttir að frændi Ellu Möggu og gamall vinur minn og skólabróðir ætlaði einnig að koma með kærustuna og dóttur sína. Það var því drifið í að hita upp í grillinu og potturinn undirbúin, þrátt fyrir rokið og fyrsta stig rigningarinnar. Svo komu Benni og Co. og það var alveg óskaplega gaman að sjá þau, en við Benni höfum ekki hist síðan að dóttir hans var rétt um 1 árs, en hún er að fara í skóla í haust. Það var gaman að ræða um gamlar minningar og alltaf gott að vita að maður hafi reynst vinur í raun og haft jákvæð áhrif. Grillið var frábært en það var farið að bæta í vindinn og rigningarstig tvö á leiðinni. Við létum það ekki á okkur fá og fram eftir nóttu var allt milli himins og jarðar rætt, pólitík, húsnæðismál og svo um miðja nótt var farið í pottinn í úrhellisrigningu og roki. Gaman að því...
Á laugardagsfyrripart var skaplegra veður en það stóð ekki lengi, heldur bætti verulega í og í verstu hryðjunum nötraði bústaðurinn og skalf. Þá tók við rigningarstig þrjú!! Ég fór í að elda Chineese um kvöldið, svaka gott, og svo var fylgst með Júróvísion.
Þar sem ég þykist hafa dágott vit á tónlist þá ætla ég aðeins að tuða um þessa keppni hér á mínu bloggi. Það var mjög gaman að það skyldi vera haldin aftur svona keppni, hún er skemmtileg búbót við íslenskt tónlistarlíf og á fullan rétt á sér. Það sögðu þó margir að um leið og það fréttist að Birgitta Haukdal ætti að syngja eitt laganna, að hún myndi þá vinna, bara að því að hún er hún. Því er ég svosum sammála að mörgu leyti, en þó ég sé síður en svo aðdáandi hennar, þá segi ég að lagið sem hún söng átti skilið að vinna. Og þá koma rök mín fyrir því, fyrir ykkur vini mína sem eruð verulega hissa á þessum yfirlýsingum mínum. Þannig er að Júróvísion-keppnin er ekki eins og margar aðrar sönglagakeppnir. Henni fylgir ákveðinn standard og það er ekki hægt að senda inn hvaða lag sem er. Lagið þarf fyrst og fremst að vera grípandi og auðvelt að læra það, það eru 50%. Svo eru hin 50% útlitið, og það hefur Birgitta. Hversu ömurlegt sem það virðist, þá er þetta sannleikurinn, því nú er símakostning alfarið og bróðurpartur evrópu mun kjósa eftir útliti flytjenda, þetta er aum staðreynd. Því finnst mér lagið „Segðu mér allt“ fullkomlega rétta lagið, því það er grípandi, maður kann viðlagið eftir að hafa heyrt það einu sinni, og Birgitta er sæt stelpa. Mér fannst líka lag Einars, hljómborðsleikara Í svörtum fötum, sem þau sungu Regína Ósk og bróðir Einars, mjög gott lag. Málið er hins vegar það að þau eru um 200 kíló saman og það er því miður bara ekki að virka. Þetta er að sjálfsögðu illa sagt af mér, mér ferst (ekki er ég 90-60-90), en þetta er enn ein auma staðreyndin um útlit og áhrif þess á fyrstu skoðanir fólks um aðra einstaklinga sem það sér, hittir og/eða kynnist í fyrsta skipti. Hefði þetta hins vegar verið sönglagakeppni einungis til að vera keppni hér heima, þá hefði ég alls ekki valið Segðu mér allt. Þá hefði ég hugað að t.d. fyrra lagi Kalla Olgeirs (fyrsta lagið í keppninni) og laginu sem færeyska söngkonan söng með englarödd sinni.
Hitt sem mig langar aðeins að tala um er framkoma hirðfífls Íslands, Gísla Marteins. Ég hef lengi haldið því fram að þetta sé algjört fífl og leiðindaskarfur, og styrktist enn betur í þessari skoðun minni eftir Júróvisíon. Í fyrsta lagi eru þessi ANDSKOTANS fimmaurabrandarar hans gjörsamlega orðnir langþreyttir en það sem toppaði allt var framkoma hans í garð Hreims. Hreimur er einn af þeim sem eru ekki endilega í uppáhaldi hjá mér, en þegar allt fór í klessu þarna með teypið, þá vorkenndi ég honum hræðilega, því hann var að syngja og væntanlega hefur söngurinn á teypinu ekki átt að vera með. En þegar Gísli segir svona eftir að vera búin að teygja lopann fyrir tæknimennina, hvort hann sé ekki tilbúinn í að hreyfa varirnar aftur, var gjörsamlega óviðeigandi og dónalegt. Mér fannst Hreimur standa sig eins og hetja fyrir það eitt að geta klárað að syngja lagið og muna allan texta. Ég hefði orðið svo reið að ég hefði arkað að Gísla og handrotað fíflið. Svo baðst hann ekki einu sinni afsökunar, þrátt fyrir það að hafa áreiðanlega fengið orð í eyrað fíflið. Ég veit ekki hvað ég á að halda, er hann virkilega svona mikill dóni, eða hjálpaði áfengi eitthvað hér til, hleypti fram duldum dónaskap Gísla Marteins. Ég er yfir mig hneyksluð....
Jæja segjum þetta gott um Júróvisíon og bara gott í bili, varð að fara að pilla mér í tíma.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home