MamaMia

mánudagur, febrúar 03, 2003

Jæja, þá er maður að reyna að setja sig inn í þetta blogg dæmi, en það er hægara sagt en gert þegar heilinn er fullur af hori!!! Það er svona að vera ramba til Reykjavíkur eins og blábjáni. En reyndar var nú bara nokkuð gaman. Ég fór og marga vini mína, fór m.a. á þriðjudagskvöldið með Jósu vinkonu á leiksýningu Nemendaleikhússins, á verkið Tattú og svo bauð hún mér í mat í mötuneyti skólans í hádeginu á fimmtudaginn (Jósa vinkona er sko á 2.ári í leiklistarskólanum) og það var mjög skemmtilegt að hitta marga af tilvonandi leikhetjum þjóðarinnar. Svo hitti ég Söru vinkonu, við Jósa skruppum í heimsókn til hennar í Hafnarfjörðinn á miðvikudagskvöldið og það var æðislegt að vera aftur svona 3 saman, það er langt síðan síðast. Sara er einmitt í áhugaleikfélagi Hafnarfjarðar sem er að sýna leikritið Salka miðill, eða mig minnir að það heiti það, rosa fjör. Svo hitti ég Ellu Möggu og við fórum að sinna einu áhugamáli okkar, sem er að heimsækja svona búðir eins og Raftækjaverslun Íslands, Ikea og svoleiðis... en Ella og unnusti hennar Egill eru að fara að flytja í sína fyrstu íbúð (þá fystu sem þau kaupa) næsta haust og eru því núna á fullu að reyna að innrétta hana í samráði við verktakana. En hápunktur ferðarinnar var að sjálfsögðu að fara að hlusta á bróður sinn spila einleiksverk með Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hann ásamt 2 öðrum nemendum úr Tónlistarskóla Reykjavíkur og 1 úr Listaháskóla Íslands spiluðu síðastliðið fimmtudagskvöld sín einleiksverk með Sinfóníunni. Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt kvöld og krakkarnir stóðu sig eins og hetjur, enda ekki við örðu að búast eftir alla þessa vinnu sem þau hafa lagt í að verða svona góð eins og þau eru. Ég náttúrulega grenjaði fyrstu mínúturnar sem Villi bróðir spilaði, alveg að springa úr stolti, en tók mig svo saman í andlitinu og naut hverrar mínútu. Þvílíkt og annað eins, þessir krakkar eru alveg ótrúlega færir spilarar og það var hrein unun að hlusta á þau. Jæja, ætli ég verði ekki að fara að snýta mér, er gjörsamlega að kafna!!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home