MamaMia

þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Jæja jæja, maður er engan vegin að standa sig í stykkinu, skrifar allt of sjaldan, eða hvað? Er ekki enn búin að setja neina „fítusa“ inn á, eins og tölvukarlarnir segja, en ég vona að það komi í síðasta lagi í næstu viku.
Ég var að fá svo skemmtilegar fréttir að ég er bara brosandi hringinn, því ein frænka mín er ófrísk. Mér finnst þetta svo frábært.
Já já, svo erum við Guðmundur að fara í bústað næstu helgi, vinafólk okkar bauð okkur með sér. Ég hlakka mikið til, svona í tilefni Valentínusardagsins og get ekki beðið eftir því að fara að grilla eitthvað gott. Hef ekkert grillað síðan einhvern tíman í haust, því grillið er með einhverjar dillur og lætur illa að stjórn!! Það verður svo einnig heldur betur spilað Catan, en ef maður er ekki húkkt á því spili ja þá veit ég ekki hvað.
Af öðru er nú lítið að frétta, við Guðmundur skruppum aðeins út eftir til tengdó, heimsóttum Arnar frænda Guðmundar og hans fjölskyldu í leiðinni. Tengdó eru ekki alveg að fatta það að eftir 2-3 vikur verða þau komin í sitt eigið íbúðarhús, en þau voru að kaupa sér nú í janúar. Það verður mikill léttir, því það hefur gengið á ýmsu varðandi leiguhúsnæðin síðan þau fluttu úr Burstabrekku niður í bæ fyrir nokkrum árum. Loksins geta þau komið sér og sínu almennilega fyrir og farið að slaka almennilega á.

En mikið djöfull er ég annars orðin dugleg, fer alveg 3-4 sinnum í viku út á Bjarg að lyfta og reyni að hreyfa mig eitthvað alla daga. Ég er orðin svo hörð við sjálfa mig og er alveg hætt að borða neitt eftir kvöldmat og virkilega íhuga hvað ég er að láta ofan í mig. Ég hætti að borða nammi á þrettándadanum og leyfi mér einungis einn bragðaref frá Brynju einu sinni í mánuði. Það gengur bara ljómandi vel. Mér er bara farið að líða strax miklu betur, með aðeins jákvæðara viðhorf gagnvart þessu öllu en oft áður og því gengur bara alveg ágætlega. Ahhh.... þetta var nú ágætt, aðeins og dýrka sjálfa sig, hehehe...
Jæja ætla segja þetta gott í bili, bið að heilsa ykkur ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home