MamaMia

miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Komið þið sæl..
Ég er búin að vera að hugsa aðeins um það sem hún Auður mín var að skrifa um á síðunni sinni, um að hún óski eftir því aðeinhver hlusti á hugmyndir sýnar og hvetji sig áfram, þá helst einn ákveðinn einstaklingur. Þá fór ég að hugsa um mig, hvort ég hefi einhvern til að hlusta á mig og mínar hugmyndir. Já, ég hef fólk í kringum mig til þess. Ég á mann sem er svo yndislegur að nenna að hlusta á mig og hann gefur mér komment á það sem hann telur sig geta kommentað á. En það er ekki alltaf hægt að biðja hann um að hlusta því sumt getur hann ekki sett sig inn í, eins og mörg svona stelpumál, og þá á ég góðar vinkonur sem eru til í að ljá mér eyra. Málið er hins vegar það að stundum eru þeir sem við viljum að hlusti á okkur með ákveðin málefni, hafa ekki alltaf tíma, áhuga eða annað sem hindrar þá í að vera þessir góðu hlustendur sem við „ætlumst til “ að þeir séu!! Þetta getur pirrað mann óendanlega mikið og maður skilur ekki af hverju þetta er svona. En ég er þá bara farin að reyna að gera gott úr þessu og leyta til annarra sem kannski gefa manni ekki þau svör sem mann vantar, en þeir reyna þó alla vega. Það kemur manni þá alla vega eitthvað áleiðis, og maður verður þá bara sjálfur að reyna að fylla inn í eyðurnar, þangað til að sá sem við vildum að hlustaði hefur tíma eða eitthvað svoeliðis. Jæja, þetta var pæling dagsins...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home