MamaMia

miðvikudagur, mars 19, 2003

Búin að vera með hausverk dauðans í ALLAN dag, vaknaði með hann og sennilega fer að sofa í kvöld, enn með hausverk...og já ég er búin að taka verkjatöflur.... og já ég hef líka nokkrum sinnum reynt að eyða hausverk með villtu kynlífi, en ÞVÍ MIÐUR þá virkar það ekki á mig og ég er mjög sár yfir því.
Fór á fund í dag með bekkjarfélögum mínum þar sem við vorum að reyna fyrstu útfærslur á verkefni okkar í áfanga sem heitir listir, hreyfing og félagsmál, og almáttugur... það var ekki auðvelt. Skiptinemarnir okkar komu með þá hugmynd að taka árstíðirnar (sem er þema okkar) og flétta inn í þær viðburði líðandi stundar, og byrja t.d. á hausti og flétta inn í það 11.september... sorry, en ég var ekki að fíla þessa hugmynd, þar sem við erum ekki Bandaríkjamenn og finnst þessi endalausa umfjöllun í fréttum um aðgerðir Bandaríkjamanna ömurleg. Það má vel vera að ég sé í afneitun, og vilji ekki sætta mig við það að hugsanlega sé að brjótast út stríð. En það sem fór með mig í dag, var þetta að við erum íslendingar og við getum ALDREI sett okkur í spor þessara þjóða sem deila og mér finnst það ömurlegt þegar fólk er að lepja upp allan andskotann sem Bandaríkjamenn eru að segja og gera. Mér finnst Bush ekki vera sá leiðtogi sem við eigum að taka til fyrirmyndar og er því MJÖG ósátt við það að á einhverjum fréttamannafundi út í Bandaríkjunum er Ísland talið upp ásamt öðrum þjóðum sem styðji Bandaríkin heils hugar í stefnu þeirra. Æi ég veit það ekki, þetta fer allt saman mjög illa í mig og mér finnst að fólk verði að átta sig á því að við verðum einvhern vegin að vera hlutlaus og standa utan við þetta, því við getum aldrei skilið þessar þjóðir.
Æi ég ætla að hætta þessu röfli og fara að horfa á Friends, ég er hunderfið núna....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home