MamaMia

mánudagur, mars 10, 2003

Jamm...
Var að lesa bloggið hennar Auðar vinkonu, og ég er bara hrifin. Þetta með að þurfa að finna sig, er að sjálfsögðu SVOOO mikilvægt, og ég er að velta því fyrir mér hvort ég sé alveg með allt mitt á hreinu. Ég þurfti að taka stórar ákvarðanir varðandi líf mitt, nám og starf, hérna fyrir tveimur árum, þegar við Guðmundur ákváðum að flytja aftur norður og fara ekki út í nám. Það var það stærsta námsákvörðunarskref sem ég hef tekið og ég sé það alveg núna að ég valdi rétt. Ég þurfti að viðurkenna að innra með mér býr afar gamaldags og íhaldssöm manneskja og það var gífurlega erfitt að viðurkenna, og enn í dag er ég dálítið feimin við að útskýra það fyrir fólki hvers vegna ég fór ekki út í meira söngnám, þar sem flestir töldu (telja!) að ég ætti að vera. Síðan þá hef ég verið að festa mig betur í sessi í þessu lífi okkar Guðmundar, og það vita það held ég allir sem mig þekkja eða kannast við mig að ég ætla að giftast Guðmundi og sjá að við erum ætluð hvort öðru. Það veit ég vel að er mín stærsta heppni í þessu lífi að hafa kynnst Guðmundi, því betri mann hefði ég ekki getað fundið. Hann kom inn í líf mitt á versta tíma, en sannaði fyrir mér og öðrum að tímasetningin var ekkert svo slæm, heldur hárnákvæm beinskeitt til þess að opna augu mín fyrir jákvæðum hliðum lífsins. Minn draumur er að geta átt gott og heilbrigt líf með honum og eignast með honum falleg börn og gott heimili hér í sveitinni, því ég tel það hafa verið stórkostleg forréttindi fyrir mig að alast upp í sveit, og það vil ég gefa börnunum mínum. Það er því minn stærsti draumur að eignast fjölskyldu og búa á fallegum stað þar sem ég sé mig og fjölskylduna dafna. Þar fyrir neðan koma svo allir mínir draumar um framtíðarstarf. Eins og er þá er ég í kennaradeild Háskólans á Akureyri. Mér líkar það nám mjög vel, það er nokkuð almennt, og mér sýnast margar atvinnuleiðir vera opnar eftir svona nám. Ég er þó hins vegar langt frá því búin að leggja sönginn á hilluna, og er nú í brúðkaupsvinnunni og því um líkt sem er mjög gaman, en ekki nógu krefjandi. Í framtíðinni óska ég þess að hér á norðurlandi muni rísa upp alhliða tónlistarhús, þar sem möguleikar væru á að setja upp óperur og önnur léttari söngverk. Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri, að vera á sviði og túlka einhverja persónu sönglega og leiklistarlega í fallegri óperu. Þetta vona ég að eigi eftir að liggja fyrir okkur söngfólkinu hér norðan heiða, því við erum mörg sem erum menntuð hér og viljum búa hér og vinna í okkar listum hér. Þetta er ekki draumur í óráði, því við sjáum það nú bara t.d. fyrir austan á Eiðum, þar hefur Keith Reed sett upp óperur nú í nokkur ár, hvað ætti að standa í vegi fyrir því að gera þetta hér??
Guð...ég trúi því varla að ég hafi skrifað þetta allt saman...ég ætla að drífa mig í að pósta þetta áður en ég hætti við..........EN SVONA ER ÉG, KÆRU VINIR ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home