MamaMia

mánudagur, mars 31, 2003

Jæja það er mánudagur og ég og Elsa búnar að vera þvílíkt duglegar að læra, þannig að skólaleiðisyfirlýsing mín síðasta laugardag, þ.e. að leiðinn væri horfinn, virðist ætla að standa. Gaman að því!!!

Annars er ég að fara suður næstu helgi, að hlusta á einleikaratónleika Villa bróður. Ég hlakka auðvitað mikið til þess og var að hjálpa mömmu við að baka aðeins í gær til að hafa í veislunni eftir tónleikana.

Við skruppum svo úteftir eftir hádegi til að heilsa upp á tengdó. Það var mjög skrítið að mæta ekki Birnu og mjög tómlegt. Hennar er sárt saknað. Annars eru tengdaforeldrar mínir búnir að koma sér ágætlega fyrir og líður mjög vel í nýja húsinu. Við Guðmundur og systkyni hans erum líka óskaplega stolt af þeim þessa dagana, því þau eru bæði hætt að reykja og gengur það bara ágætlega.

Það var rosa gaman að fá Auði og Óskar í mat, við buðum þeim upp á grillað lambalæri, kartöflugratín og bakaða heila rauðlauka. Mér fannst þetta rosa gott og þau sögðu að þetta hefði verið gott, þannig að þetta virðist hafa virkað. Við horfðum svo á söngvakeppnina og skemmtum okkur vel, gátum hlegið yfir nokkrum og bölvað kynnunum, sem voru náttúrulega alveg glötuðust. Mér fannst strákarnir rúlla þessari keppni upp, og fannst að Stebbi frá Verkmenntaskólanum hefði átt að lenda í verðlaunasæti, ásamt stráknum frá Neskaupstað og svo þeim sem fengu annað og fjórða sæti, strákurinn með rauða hárið. Það hefur náttúrulega spilað inn í úrslitin að lagið sem stelpan sem vann var með nýja útsetningu á laginu sem skólabræður hennar gerðu, en samt... ekki fyrsta sæti, ha?! Svo átti sú sem var í þriðja sæti ekki erindi þangað, þrátt fyrir að hún væri með ágætis rödd, strákarnir voru bara betri að mínu mati.
Jæja best að fara að halda áfram að læra...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home