MamaMia

laugardagur, mars 29, 2003

Kominn enn einn laugardagurinn, en hann er búinn að vera frábær. Á einum degi hefur skólaleiða mínum verið svipt í burtu og skipt út fyrir sköpunargleði, hrifningu og gleði. Við vorum sem sagt að ljúka einum áfanganum í skólanum í dag sem heitir listir,hreyfing og félagsmál og við höfum í þeim áfanga verið að nálgast listformið út frá m.a. myndlist, hreyfingu og tónlist. Þetta er búinn að vera frábær áfangi og lauk í dag með sameiginlegri sýningu okkar í bekknum. Sýningin tókst með afbrigðum vel og allir svo inn í sköpunarferlinu og að gera sitt albesta. Enda sýndi það sig, sýningin tókst frábærlega og við fengum hæstu einkunn fyrir. Ég er svo glöð og ánægð að nú hef ég fíleflst (eða eitthvað svoleiðis) í því að fara með jákvæðu hugarfari í vinnuna við þau verkefni sem eftir eru af þessari önn.
Svo er það söngvakeppni framhaldsskólanna, hlakka mjög mikið til að fylgjast með henni. Verð með matarboð, Auður og Óskar ætla að koma í mat og horfa svo á keppnina með okkur. Svona keppnir finnst mér svo skemmtilegar og hef fylgst með þeim í mörg ár. Ég vona bara að allir hafi það gott það sem eftir er að deginum, ég ætla allavega að skemmta mér vel ;o)
See´ya

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home