MamaMia

mánudagur, mars 24, 2003

Ohhhh, ég er svo tæknivædd. Er sem sagt komin með hotmail svo ég geti spjallað á msn og er í þessum skrifuðu orðum að spjalla við Maju í Austurríki, þetta er svo skemmtilegt. Er að bíða eftir að fleiri skrái sig inn og fleiri bætist við listann minn.

Annars er maður að átta sig á málunum, að skólinn sé bráðum að verða búin og það styttist í próf. Ég get eiginlega ekki beðið eftir sumrinu, svo ég geti farið í að gera allt það sem mig langar að fara að gera fyrir sjálfa mig og undirbúa frekar framtíð okkar Guðmundar, það er margt að skipuleggja. Það er svo skrítið með það hvað ég er andlaus núna, ég er hreinlega ekki að meika skólann né neitt annað, vill helst bara vera með sjálfri mér og ekki hugsa neitt, eða knúsast með Guðmundi og láta sér líða vel.

Annars kvaddi hún Birna greyið þennan heim aðfaranótt sunnudagsins, en Birna var heimilishundur tengdaforeldra minna í rúm 10 ár og hennar því verulega saknað. Það verður skrítið að fara í heimsókn út eftir og mæta ekki Birnu fyrst af öllum til að sniffa af manni og athuga hvort maður sé ekki með eitthvað gott handa henni.

Svo dreymdi mig hana Söru mína í nótt sem ég sakna svo mikið. Hún var svo glöð og falleg í draumnum og mér leið svo vel að sjá hana. Ég vona að ég geti hitt hana þegar ég fer suður næst.
Jæja, best að halda áfram að læra...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home