MamaMia

mánudagur, apríl 14, 2003

Þá er maður komin í páskafrí... síðasta kennslustundin í morgun, þar sem við vorum að kynna vefleiðangra okkar. Það var margt mjög flott og sniðugt að sjá hjá hinum bekkjarfélugum okkar. Ég og Elsa kláruðum svo verkefni núna í hádeginu sem við þurfum að vísu ekki að skila fyrr en eftir páska, en við vildum endilega ljúka því af og eiga þá eingungis eitt verkefni eftir á þessari önn. Ég kláraði svo síðustu dagbókina mína fyrir GSK 0452 og er því svo sannarlega komin í páskafrí. Jibbý...

Við fórum á kajak í gær, á Ólafsfjarðarvatni, í alveg stórkostlegu veðri, þvílíkur dagur. Það var alveg stórkostlegt og fínt að vera með smá strengi í dag eftir róðurinn, sýnir að maður er að taka á, hehehe...Svo var grillað og tekið hraustlega til matar síns. Ég held að Ragnheiður Kara (systur-dóttir Guðmundar) hafi borðað mest af okkur öllum!! Hún er voða montin yfir því að vera komin til ömmu og afa á undan mömmu og pabba, en þau koma ekki norður fyrr en á miðvikudagskvöldið. Það verður því svaka fjör út í Ólafsfirði um páskana. Svo kemur Villi bróðir auðvitað norður líka, hann kemur í sveitasæluna á miðvikudaginn. Þetta verða góðir og skemmtilegir páskar ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home