MamaMia

fimmtudagur, apríl 03, 2003

Ég get sagt ykkur það að ég hef aldrei verið jafn lengi fyrir fram tölvuskjáinn án þess að taka hvíld eins og í gær... ég sat fyrir framan tölvuna í skólanum frá klukkan átta um morguninn til rúmlega þrjú í gær!!! Ég komst jafnframt að því að ég get aldrei orðið skrifstofugella því ég var gjörsamlega að drepast í bakinu í gærkveldi eftir þetta rugl. Ég hætti náttúrulega að finna fyrir rassinum á mér fyrir hádegi, en það er svona... Við Elsa vorum sem sagt að klára verkefni þarna klukkan tíu en svo fór ég að vinna í heimasíðunni og blaðra við fullt af fólki á msn, þ.á.m. Mæju vinkonu úti í Austurríki. Hún ákvað það þarna í samtölum okkar að skella sér í óperuna um kvöldið á La Traviata, enda væri það ódýrara en að fara í bíó..halló er ekki í lagi, ég bara öfunda hana pínulítið... já bara PÍNU!!!

Gaman að því, gaman að því...

Við fjölskyldan erum svo að fara suður á morgun til að hlusta á Villa bróður á einleikaratónleikum hans og svo er smá veisla á eftir, voða gaman. En nú bið ég bara að heilsa ykkur því ég er að spá í að láta fara vel um mig frammi í sófa og glápa á sjónvarpið eða eitthvað...See´ya ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home