MamaMia

miðvikudagur, apríl 09, 2003

Ég verð að segja að ég dáist að vinkonu minni henni Auði. Hún tekur þetta blogg sitt það alvarlega að hún skrifar á bloggið nánast eins og í dagbók og er því að skrifa um hluti sem standa henni nær. Ég veit að ég gæti þetta... yeah right... ég er sko dauðhrædd við að segja mínum nánustu vinum frá þeim stóru en kannski hversdagslegu viðburðum sem eiga sér stað í mínu lífi, hvað þá að blogga um það á veraldarvefnum. En þannig er ég nú bara. Ég er svo hrædd um að ef ég segi of mörgum frá plönum mínum að þá gerist hlutirnir og eftirvæntingin orðin gríðarleg. Já svona er ég skrítin...

En það má Guð vita að ég hlakka mikið til þess að skólinn klárist og ég geti farið að vinna og dúlla mér í því sem mig langar að gera, m.a. að stússast hérna úti í garði og sanka að mér upplýsingum um margt skemmtilegt sem ég get hugsað mér að fara að gera að áhugamálum mínum. Ég stefni m.a. að því að stofna matarklúbb núna með vorinu ;o) Ég held að þetta verði rosa gott sumar, og mig langar til þess að ferðast eitthvað og fara mikið á kajak. Auðvitað langar mig líka e-ð út, væri t.d. geggjað til í að fara með Auði og Óskari eitthvert út.... langar að upplifa það að ferðast í litlum hóp vina...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home