MamaMia

fimmtudagur, apríl 24, 2003

GLEÐILEGT SUMAR ELSKURNAR MÍNAR ;o)
Ég get svo svarið það... ég missti mig alveg í gær. Þegar ég kokm heim úr skólanum var mamma suður á lóð að stússast og við fórum svo í það að gróðursetja gulrótarfræjum í nýja beðið okkar. Þetta var svo frábært og mar var gjörsamlega að kafna úr hita, það var svo geðveikt veður. Svo fór ég í fjós í gærkvöldi, það var magnað. Ég missti mig alveg í stuðinu og grenjaði svo næstum því yfir kvöldmatnum að skólinn er ekki enn búinn og ég get ekki dúllast í garðinum þegar ég vil næstu vikur og ég er pirruð yfir því... því ég er svo komin í gírinn....

Annars komu Auður og Óskar í gær og við Auður spjölluðum aðeins saman, hún er ekki alveg að meika lífið núna... ég vona að ég hafi eitthvað getað hjálpað henni. Svo gripum við í spil og ég var í stuði, en gáði ekki nógu vel að mér og Óskari tókst að lauma sér til sigurs... beljan..

Jæja, Elsa er að reka á eftir mér... best að fara að læra ;o)
Heyrumst síðar...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home