MamaMia

miðvikudagur, apríl 09, 2003

Þögninni tókst ekki ætlunarverk sitt, heldur sigraði ég hana með samræðum. Þær gengu hægt og óstöðulega í fyrstu en svo komst ég á flug. Ýmiss atriði voru rædd og stefnan tekin á að koma sér upp úr fílunni, beggja vegna....

Já, þá er það nánar frá tónleikunum. Þetta voru hreint út sagt frábærir tónleikar. Villi valdi góð og fjölbreytt verk til að spila og fékk gott fólk til að spila með sér. Villi spilaði frábærlega, var í þrusu stuði og ekkert stressaður. Maður naut þess út í ystu æsar að hlusta, en ég var ekki ein af þeim sem lokaði augunum og hlustaði, ég bara gat ekki haft augun af bróður mínum. Ég er svo stolt af honum að ég er að springa. Honum gengur allt í haginn og fer næsta haust í meira nám í Osló. Það verður aldeilis fjör.

jamm, segjum þetta gott í bili, fer að fara í tíma bráðlega...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home