MamaMia

laugardagur, apríl 19, 2003

Já, þá kemur að því að ég er persónuleg:
Aðfaranótt föstudagsins varð ákveðið brakethrough í sambandi okkar Guðmundar. Eins og allir vita sem mig þekkja þá drekk ég ekki áfengi og hef aldrei gert. Ég veit samt alveg hvernig þetta smakkast, en hef aldrei dottið í það og veit þar af leiðandi ekki hvað það er að finna á sér, hvað þá að vera drukkin. Ég hef hingað til ekki talið mig fanatíska á áfengi, en vissulega hefur áfengisneysla minna nánustu vina og kærasta ávallt haft einhver leiðinleg áhrif á mig. Ég hef svosum viðurkennt þetta fyrir Guðmundi, en sennilega aldrei almennilega útskýrt þessar tilfinningar, hvorki fyrir honum, öðrum né sjálfri mér! Í mörg ár hef ég oft (ekki alltaf) fengið þá tilfinningu að þegar kærasti minn eða náinn vinur minn hefur verið að drekka í mínum félagsskap, að það sé einhverskonar árás á mig, að ég sé ekki nógu skemmtileg og það þurfi aðra skemmtun í kringum okkur, sem er vímugjafi. Þegar þessi tilfinning hefur læðst upp skapar hún rými fyrir fílu og afbrýðissemi og hefur oft á tíðum komið mér í vont skap. Fyrir u.þ.b. 3 vikum eða svo, fór Guðmundur í rokna fílu við mig og ég vissi ekki alveg út af hverju, sér í lagi vegna þess að hann viðurkenndi ekki að hann væri í vondu skapi (karlmenn!). Ég hins vegar fæ „the silent treatment“ í rúma viku og reyni alla þá viku að komast að því hvað sé í gangi. Svo förum við suður til að hlusta á einleikaratónleika Villa. Föstudagskvöldið fer Guðmundur í keilu en skilar sér ekki heim fyrr en kl. fimm um morguninn, blindfullur, og mín orðin brjáluð. Málin rædd daginn eftir og ég fæ að vita af hverju hann hafi verið í fílu; ég hafði sært hann. Ég bað hann fyrirgefningar og fæ hana. Samt sem áður hefur frá því um þessa helgi verið svona weird tilfinning á milli okkar og hún ekki löguð fyrr í núna í fyrri nótt. Þá ræddum við betur málin og umræðan fer yfir í áfengisumræður og ég kemst að því að rótin að vandanum liggur þar. Ég fer sem sagt að útskýra fyrir honum hverjar mínar tilfinningar eru til áfengis og kem þar af leiðandi mínum málum á hreint varðandi þessi mál, sem ég hef í raun aldrei almennilega gert fyrr en núna, þ.e. ég hef eiginlega aldrei komið mínum skoðunum á hreint til þess að ég og aðrir nákomnir mér fái nákvæma tilfinningu fyrir því hvar ég stend. Ég varð náttúrulega fyrir vægu sjokki þar sem ég hef örugglega margoft sent svo röng og/eða mismunandi skilaboð út og þar af leiðandi verið ekki alltaf verið samkvæm sjálfri mér. Það er ekkert góð tilfinning, að fatta það. Svo kemur sprengjan... Guðmundur segir mér frá því að hann hafi þannig lagað ekkert á móti mínum skoðunum, en hins vegar sendi ég rosalega oft fíluskilaboðin út, sem ýti bara á það að hann drekki meira...ég var gjörsamlega orðlaus...og fattaði hvað ég er búin að vera heimsk.. að sjálfsögðu gildir öfug sálfræði í heimi fullorðna rétt eins og í heimi barna og ég búin að skapa þessi vandamál oft í gegnum tíðina sjálf, en ekki þeir í kringum mig sem ég hef viljað kenna um!!! :o(
En Guðmundi leið mun betur að vera loksins búinn að segja mér þetta og ég fór smám saman að gera mér grein fyrir þessu öllu saman og ákvað um leið að fara að gera eitthvað í mínum málum. Ég verð að hætta að senda út þessi leiðinda skilaboð og fara haga mér eins og manneskja, en ekki eins og fimm ára frekjudós. Ég hef komið skoðunum mínum á hreint og nú ættu allir að geta séð hvar ég stend. Ég hef ákveðið að vera algjörlega meðvituð um eigin tilfinningar þegar við förum að djamma og annað og útrýma þessum fílutilfinningum áður en þær komast upp á yfirborðið...
Þá er að mínu mati enn eitt þroskaþrepið að baki ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home