MamaMia

laugardagur, apríl 12, 2003

Jæja það er sannarlega allt að gerast hérna í sveitinni. Við Guðmundur vorum að sækja kajakana okkar út í geymslu, vonumst til þess að geta róið á morgun út í firði. Við hittum hann Sólon minn þar á vappi (Sólon er kötturinn minn, sem er konungur ríkis síns í fjósinu). Hann var svona svaka hress og til í að leika sér með okkur. Svo hittum við tvær kanínur, sem ég veit ekkert hvaðan koma en giska á að fólkið eigi þær sem búa í gamla húsinu hérna í Gröf og leyfi þeim bara að ganga lausum. Þær voru á fullu að reita gras úti á túni í hreiðursgerð, sem mér sýndist að eigi að vera undir kartöfluvélinni í verkfærageymslunni. Það held ég líka að sé bara fínn staður! Svo lengi sem þær athugi það að Sólon hefur afar ríkt eðli í sér og gæti hugsanlega snattast þarna inn til að ná sér í smá bita, hvort sem það er fugl, mús eða kanínuungi skiptir engu máli ;o)

Svo eru fermingarnar komnar á fullt, og við Guðmundur að fara í veislu í ættinni hans. Þannig að það er von á því að maður éti eitthvað í dag...hmmm.. svo lengi sem þetta er ekki kökuveisla, í þeim er nú fátt gott nema brauðterturnar og heitu réttirnir, hehehe...

Bið annars bara að heilsa ykkur í þessari yndislegu blíðu og óska ykkur góðrar helgar, adios ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home