MamaMia

fimmtudagur, apríl 10, 2003

Nákvæmlega Auður mín, og það er einmitt þess vegna sem í dáist svona að þér, því ég er ekki ennþá komin á þetta plan ;o) Og það er svo fyndið það sem þú segir þarna um tilgang lífsins, að þetta er nokkuð það sama og hann pabbi sagði einu sinni við mig þegar ég var einhvern tímann að væla yfir einhverju „back then“ á gelgjunni... að lífið er til þess að lifa því; og gera það og læra sem við þurfum að gera og læra, til þess að fá að lifa lífinu.
Þess vegna segi ég það, að þeir vinir sem maður eignast hér í þessu lífi og reynast sannir og traustir, það eru þeir sem hjálpa manni og vísa manni veginn. Jafnframt er ég til staðar fyrir þessa sömu vini mína til þess að hjálpa þeim og elska þá. Þeir og foreldrarnir eru leiðarvísar okkar, eða reyna alla vega að vera það. Því er ég svo þakklát fyrir það að eiga svona góða vini eins og ég á, og hef verið að reyna að temja mér þá góðu heimsspeki/lífsspeki að segja þeim það hvað þeir eru mér mikils virði og hve mikið mér þyki vænt um þá. Þakka ykkur fyrir, mínir kæru vinir, þið eruð mér svo mikið. Nú þegar ég sé að ég hef ekki misst kæra vinkonu eftir mikilvæga ákvörðun sem ég tók um samband okkar hér fyrr á árinu, þá er mér það ljóst að þeir góðu vinir sem ég hef í lífi mínu, eru sannir, trúa mér og treysta og vita að ég ber einungis þeirra og okkar hag fyrir brjósti. Það er ótrúlega góð tilfinning, skal ég segja ykkur ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home