MamaMia

sunnudagur, maí 25, 2003

Þetta hefur nú verið meiri helgin. Á föstudag mætti Jósa og eftir kvöldmjaltir fórum við stöllur á lokasýningu Freyvangsleikhússins á K.N. Það var mjög skemmtileg og góð sýning. Margir góðir punktar og þrælvel skrifað hjá Blandon. Við stöldruðum aðeins eftir sýningu og átum pizzu og gos með fólkinu í leikfélaginu. Gaman að því, en ég fór tiltölulega snemma að sofa því ég vissi að Pálmi yrði ekki verulega ferskur í fjósinu morguninn eftir þar sem hann er í leikfélaginu, þannig að ég varð að vera sú ferska!

Á laugardaginn fórum við stöllur í bæinn, í heimsókn til Ingu frænku Jósu, hitta fjölskyldu hennar og skoða nýja húsið þeirra. Stuttur Nettó-túr og því næst brunað heim og Jósa fór í að undirbúa matinn og eurovision-partýið á meðan ég fór í fjós. Það er nú varla frásögu færandi að við þurftum að kalla til dýralækni, en Pálmi gantaðist svo mikið með það að ég þyrfti að undirbúa mig, því dýralæknirinn væri svona fjallmyndarlegur og ungur maður. Hann sagðist einnig í leiðinni endilega ætla bögga mig eins mikið og hann gæti til að gera mig vandræðalega, en svo rann það upp fyrir honum að andskotinn.... dýralæknirinn gæti haldið að ég væri konan hans því ég hef aldrei hitt þennan mann. Svo kom blessaður maðurinn og ég voða cool á því og bjóst ekki við neinu, en snarroðnaði svo þegar ég barði manninn augum, því hann er svona asskoti myndarlegur, svo myndarlegur að ég var virkilega að spá í að renna heim eftir Jósu, hehehe ;o) En þar sem hann kom svo seint, þá komst ég ekki heim úr fjósi fyrr en á slaginu sjö, og þá renndu gestirnir akkúrat í hlað, Óskar, Gulli vinur hans og Þórdís Ósk. Það var ekki um annað að ræða drífa sig upp til að horfa á keppnina, og gestirnir þurftu bara að þola fjósalyktina... I LOVE IT !!

Keppnin var voða flott, Birgitta og co. stóðu sig ljómandi vel og þau náðu þeim árangri sem ég vonaði að þau næðu, topp tíu. Ég hef nú alveg fylgst með betri keppnum, en það var alveg hægt að hlæja, bæði að keppninni og hneykslan Gulla og Óskars á okkur stelpunum, hehehe....

En svo var nú tekin sú hópákvörðun að ég færi í sturtu og djamminu yrði nú haldið áfram. Við stelpurnar gerðum okkur til, og strákarnir skelltu sér í bæinn til að hella meira í sig og hitta félaga sína. Þegar við gellurnar vorum tilbúnar renndum við í bæinn heim til Óskars. Þar var hlegið ennþá meira, gert mikið grín, sér í lagi að Jósu greyinu. Jósa og einn vinur Óskars voru í hörku samningaviðræðum og brúðkaup senninlega bara í vændum!! Svo skelltu strákarnir sér í Sjallann. Við gellurnar fórum á rúntinn og síðan á Kaffi Amor. Þar var ekki mikið stuð, en Þórdís varð eftir því hún hitti gamla vinkonu sína, en við Jósa fórum á rúntinn. Um það leyti sem við vorum að fara heim, bjölluðu Óskar og Gulli í okkur, og það var bara ákveðið að fara inn í sveit að glápa á DVD, þar sem við Jósa erum nú einar heima ;o)

Þar tók við ennþá meiri hlátur, gert meira grín að Jósu og glápt á skemmtilegar myndir. Við skemmtum okkur það vel að við sáum enga ástæðu til þess að fara að sofa fyrr en seint um síðir, eða ekki fyrr um sex, hálfsjö um morguninn!! Það er nú langt síðan að maður vakti svona lengi og skemmti sér.

Eftir endalausar símhringar í „morgun“ dröttuðumst við Jósa á lappir, en þá voru kapparnir vaknaðir og komnir í DVD-ið. Þá var tekið hraustlega til matar síns og hláturinn ekki skammt undan. Baunasendingar milli Jósu og Gulla orðnar alræmdar og greyið Jósa alveg að missa sig yfir þessum árásum og löngu hætt að geta hlegið að einhverju viti, þar sem Gulli og Óskar gerðu óspart grín að hlátrinum hennar. Við ákváðum að stinga nefjunum aðeins út og sleikja sólina úti á sólpalli, þvílíkt veður, blankalogn og sól. Þá var það DVD aftur!! Þetta var því algjör letidagur og við skutluðum drengjunum ekki í bæinn aftur fyrr en að ganga sex í dag ;o) Það er gaman að þessu. Gaman að eiga skemmtilega vini og þetta var bráðskemmtileg helgi ;o)

miðvikudagur, maí 21, 2003

Þá er þessum erfiða degi lokið. Í dag varð ég vitni að sorglegu og erfiðu hlið búskapsins .Ég ætla ekki að fara djúpt ofan í viðburði dagsins, annað en að segja það að í dag fundum við inni í kálfastíu eina mjög unga kvígu komna að burði, þ.e. hausinn kominn. Þetta var áfall, sér í lagi vegna þess að hún er ennþá kálfur sjálf og ætti alls ekki að vera með kálfi. Við komum henni á bás, og hófum atlögu að því að reyna að ná löngu látnum kálfinum. Við skulum bara segja að þetta hafi verið í einu orði sagt hræðilegt, við börðumst um í rúman klukkutíma (ég, Guðmundur, Pálmi og Steini) og notuðum aðferðir sem ég ætla ekki að lýsa hér. Og lyktin... ekki orð um það meir... Ljóstýran í þessum hroðalegu atburðum er að kvígan lifir enn, sem mér finnst kraftaverki líkast, miðað við allt sem hún gekk í gegnum, meira að segja stóð upp núna í kvöldmjöltunum og fékk sér örlítið að borða og drekka.

Skjótt skipast veður í lofti, og núna seinni partinn fengum við Guðmundur þær gleðifréttir að hann kemst á sjó á morgun, fer austur annað kvöld og heldur út á Noregsmið með sinni gömlu áhöfn á Guðmundi Ólafi. Ég verð þó ekki lengi ein í koti, þar sem ég sæki Jósu vinkonu á föstudaginn og við verðum hér, grasekkjan og piparjunkan (tíhí), í mestum makindum.

En ég er gjörsamlega búin að vera eftir þennan dag og býð ykkur góða nótt.***

þriðjudagur, maí 20, 2003

Jæja þá er sumarið komið, í þeim skilningi að ég er bryjuð að vinna. Er nýkomin inn úr fjósi, ilmandi og sveitt, helvíti fínt. Ekki verra að vera komin í almenninlega líkamlega vinnu og geta komið rassinum í lag, komið honum úr setuformi í kannski hraustlegra form, hehehehe.... Svo verð ég bústýra hér á bæ frá og með næstkomandi fimmtudegi og í eina viku ásamt Pálma frænda, þar sem foreldrar mínir ætla aldrei þessu vant að skella sér úr landi til að heimsækja ættingja og vini. Gaman að því.

Svo fer bara að líða að Eurovision mar... partý hér í sem minnsta skilningi þess orðs, þ.e. nokkrir vinir ætla að kíkja og borða eitthvað gott og HORFA og HLUSTA á keppnina. Þetta ætti að verða ágæt keppni held ég, búin að sjá nokkur lög og þau sem ég hef séð hafa verið ágæt, ekkert framúrskarandi.. en ágæt. Ég hlakka alla vega til, eins og alltaf fyrir þessa keppni. Verst að Villi bróðir verður ekki hér annað árið í röð til að horfa á keppnina með mér, það er frekar slæmt þar sem ég er eins og ófleygur fugl án hans við áhorf á keppninni, við þurfum að hrósa fólkinu saman og drulla yfir það saman, það er svo skemmtilegt... en svona er þetta, þegar fólk býr langt í burtu. Það verður þó ennþá lengra á milli okkar næsta vetur, þar sem hann verður úti í Noregi... oh my god!!

Svo útskrifast Sara vinkona mín um helgina, þykir hundleiðinlegt að ég komist ekki í partýið til hennar, en það er svona. Ég vona bara að hún skemmti sér jafn vel og ég gerði á útskriftinni minni, það var frábær dagur og ég vona að afmælishátíðin okkar 16. júní verði ekki síðri, alla vega ætla ég að skemmta mér vel, hehehe...

Þá er það eitt próf í lokin, mér fannst þetta nokkuð fyndið...
sex appeal
SEX APPEAL


(results contain pictures) What kind of ANIME BOOBS do you have?
brought to you by Quizilla

sunnudagur, maí 18, 2003

Við Guðmundur minn fórum í bíó í gærkveldi, og ég verð að segja ykkur frá upplifun minni. Við komum frekar seint, þannig að það var að verða fullur salurinn til að horfa á Matrix-Reloded. Við fengum því sæti frekar framalega, nánar tiltekið center í gelgjunni. Vitiði það að þetta var æði, maður gat hreinlega fundið lyktina af hormónaflæði unglinganna og ég fór hreinlega í vímu! Það rifjuðust upp gamlar bíóminningar, bíóferðir m.a. með Söru vinkonu og svona, og ég gat ekki annað en brosað út að eyrum, þetta var yndislegt... Kannski er strákurinn sem maður er skotin í, í bíó, og ef hann er í bíó, þá á maður örugglega eftir að deyja, því hann er svo sætur og... ó mæ god... hann sá mig og leit til mín... jéminn... ég dey... hann brosti til mín, ehhh... roðn roðn...

Svo hófst myndin, og ég skal segja ykkur það, að ég segi nákvæmlega það sama og ég sagði eftir að ég sá fyrri myndina= ÞVÍLÍK HUGMYNDAFRÆÐI... ég er dolfallin yfir þessum handritum og ég væri alveg til í að hitta þessa gutta sem skrifðuðu þau, bara til að spjalla við þá og reyna gera mér grein fyrir því t.d. hver þeirra sín á eigið líf sé. Ég myndi einnig vilja spjalla við þá með KK mér við hlið (Kristján Kristjánsson, heimspeking og kennara minn við H.A.) því það væri örugglega ótrúlega svalt að hlusta á samræður milli þessara manna...Enn og aftur, þvílík hugmyndafræði og þvílík mynd; ótrúlega spennandi, góður leikur og frábærar brellur. Einkunn 5 af 5 mögulegum!

Er búin að vera í tiltektarkasti í dag, með græjurnar í botni eins og alltaf þegar ég fer í svona stuð. Þær voru svo hátt stilltar að ég gerði mér ekki grein fyrir því að afi var komin í heimsókn, þannig að hann kom bara upp til að heilsa upp á mig. Við settumst niður í smá stund og spjölluðum saman. Hann afi minn er yndislegur maður og það er mjög gaman að tala við hann og hann vill alltaf allt fyrir mann gera. Svo gildir einnig um hana ömmu mína, hún er gæðakona og algjör snillingur að mínu mati og skefur ekki utan af hlutunum. Þau hafa alla tíð verið mér mjög náin, þar sem þau hafa alltaf búið á Akureyri eftir að ég fæddist og ég þekki þau því mjög vel, en þau eru foreldrar pabba. Ég geri mér vel grein fyrir því að líf mitt væri mun fátækara ef þeirra hefði ekki notið við. Ég á þeim mjög margt að þakka og ég sé að ég er mjög heppin, bara ef ég miða mig t.d. við hann Guðmund minn, hann á ekki svona gott samband við sína ömmu á Ólafsfirði, eða við afa sinn og ömmu í Kópavogi. Ég er mjög heppin, ég á mjög góða fjölskyldu.

laugardagur, maí 17, 2003

Ég sé að það er eitthvað fock í gangi á blogginu mínu, þið verðið að afsaka það, ég kann ekki að laga þetta, sorry!

Jæja þá er þessi fockings próftíð búinn, en ég get ekki sagt að ég komi sátt undan henni, en það verður bara að hafa það, þýðir lítið að væla undan því... Það var náttúrulega próflokadjamm í gær, sem nemendafélögin stóðu fyrir. Ég mætti galvösk um klukkan níu niður í Víking þar sem aðrir höfðu setið að sumbli í tæpan klukkutíma, og ég kom svona seint þar sem það stoðar lítið fyrir mig að mæta á slaginu á svona geim, þó að Elsa vinkona hafði nú sagt að ég ætti nú að mæta á skikkalegum tíma, ég fengi þá bara Svala! Þaðan var svo farið með rútu inn í Kjarna, í meiri bjór og skot, en maður var nú tæplega klæddur fyrir útipartý, birr. Þaðan átti svo að fara með rútunni niður á Oddvita, og þar sem ég var á bílnum fór ég á undan, en snéri við til að gera Þórhildi bekkjasystur minni greiða, þ.e. keyra henni og manninum hennar heim, því hann var orðin svo drukkin að hún vildi koma honum heim. Ég bauðst til þess, með einu skilyrði þó; að hann ældi ekki í bílinn minn.... Þegar við vorum komin að Lindinni þá sem betur fer lét hann vita og ég snarstoppaði út í kant til að lofa manninum að æla!! Ég vissi það... þetta gerist alltof oft þegar ég ætla að vera næs og redda fólki að það er við það að æla í bílinn hjá mér... og ég er ekki slæmur ökumaður, ég sver!!! Alla vega, þetta er í síðasta sinn sem ég keyri svona rosalega ölvuðu fólki, það þýðir ekki lengur fyrir mig að vera næs, því ég nefninlega höndla ekki ælur... ég veit að þetta er hallærislegt, en ég hreinlega veit ekkert ógeðslegra, og ég er meira segja búin að gera þann samning við hann Guðmund minn, að hann sjái um þann pakka ef við eignumst börn, ég skuli sjá um allar þær slæmu kúkableiur sem mögulega eiga að eftir mæta manni, það er ekki málið, svo lengi sem ég fái að sleppa við ælurnar... ég nefninlega æli oft þá sjálf! OJJJJ!!! Svo fórum við niður á Dáta eftir að vera búnar að skutla manninum heim, og þar var ágætis fjör, kareoki-fílingur í gangi, hehehe nokkrar hjúkkur fóru á svið og svo Elli sprelli auðvitað, vildi endilega skella sér upp á svið og gera sig að fífli eins og hann orðaði það! Svo voru stöllurnar í mínum bekk að fara í Sjallan, en ég hafði frekar litla lyst á því og fór því bara heim að sofa ;o)

Í dag er ég búin að vera með hausverk dauðans, þar sem ég er svo rosalega viðkvæm fyrir sígarettureyk, og mun verri núna, þar sem ég umgengst ekki lengur reykingafólk að neinu ráði, því tengdaforeldrar mínir eru hættir að reykja og mjög fáir í kringum mig sem reykja. Ég staulaðist nú samt á lappir, dópaði mig og er búin að vera úti í garði með mömmu að gróðursetja gulrótarfræ, blómkálsplöntur og hvítkálsplöntur, og fleiri kálfræ og svona að stússast. Rosa dugleg, en það er ekkert djók að vera svona í hausnum, ég verð svo ringluð! Guðmundur fór eftir hádegið niður í bíó, nú fer að styttast í það að hann geti farið að taka prófið í sýningarstjóranum, það verður fínt þegar hann er komin með það. Annars er ég nú bara að spá í að fara að glápa á sjónvarpið eða lesa, mikið verður það nú skemmtilegt að geta farið að lesa eitthvað annað en skólabækur, ahhh...

Jæja þá er þessi fockings próftíð búinn, en ég get ekki sagt að ég komi sátt undan henni, en það verður bara að hafa það, þýðir lítið að væla undan því...
Það var náttúrulega próflokadjamm í gær, sem nemendafélögin stóðu fyrir. Ég mætti galvösk um klukkan níu niður í Víking þar sem aðrir höfðu setið að sumbli í tæpan klukkutíma, og ég kom svona seint þar sem það stoðar lítið fyrir mig að mæta á slaginu á svona geim, þó að Elsa vinkona hafði nú sagt að ég ætti nú að mæta á skikkalegum tíma, ég fengi þá bara Svala! Þaðan var svo farið með rútu inn í Kjarna, í meiri bjór og skot, en maður var nú tæplega klæddur fyrir útipartý, birr. Þaðan átti svo að fara með rútunni niður á Oddvita, og þar sem ég var á bílnum fór ég á undan, en snéri við til að gera Þórhildi bekkjasystur minni greiða, þ.e. keyra henni og manninum hennar heim, því hann var orðin svo drukkin að hún vildi koma honum heim. Ég bauðst til þess, með einu skilyrði þó; að hann ældi ekki í bílinn minn.... Þegar við vorum komin að Lindinni þá sem betur fer lét hann vita og ég snarstoppaði út í kant til að lofa manninum að æla!! Ég vissi það... þetta gerist alltof oft þegar ég ætla að vera næs og redda fólki að það er við það að æla í bílinn hjá mér... og ég er ekki slæmur ökumaður, ég sver!!! Alla vega, þetta er í síðasta sinn sem ég keyri svona rosalega ölvuðu fólki, það þýðir ekki lengur fyrir mig að vera næs, því ég nefninlega höndla ekki ælur... ég veit að þetta er hallærislegt, en ég hreinlega veit ekkert ógeðslegra, og ég er meira segja búin að gera þann samning við hann Guðmund minn, að hann sjái um þann pakka ef við eignumst börn, ég skuli sjá um allar þær slæmu kúkableiur sem mögulega eiga að eftir mæta manni, það er ekki málið, svo lengi sem ég fái að sleppa við ælurnar... ég nefninlega æli oft þá sjálf! OJJJJ!!!
Svo fórum við niður á Dáta eftir að vera búnar að skutla manninum heim, og þar var ágætis fjör, kareoki-fílingur í gangi, hehehe nokkrar hjúkkur fóru á svið og svo Elli sprelli auðvitað, vildi endilega skella sér upp á svið og gera sig að fífli eins og hann orðaði það! Svo voru stöllurnar í mínum bekk að fara í Sjallan, en ég hafði frekar litla lyst á því og fór því bara heim að sofa ;o)

Í dag er ég búin að vera með hausverk dauðans, þar sem ég er svo rosalega viðkvæm fyrir sígarettureyk, og mun verri núna, þar sem ég umgengst ekki lengur reykingafólk að neinu ráði, því tengdaforeldrar mínir eru hættir að reykja og mjög fáir í kringum mig sem reykja. Ég staulaðist nú samt á lappir, dópaði mig og er búin að vera úti í garði með mömmu að gróðursetja gulrótarfræ, blómkálsplöntur og hvítkálsplöntur, og fleiri kálfræ og svona að stússast. Rosa dugleg, en það er ekkert djók að vera svona í hausnum, ég verð svo ringluð! Guðmundur fór eftir hádegið niður í bíó, nú fer að styttast í það að hann geti farið að taka prófið í sýningarstjóranum, það verður fínt þegar hann er komin með það. Annars er ég nú bara að spá í að fara að glápa á sjónvarpið eða lesa, mikið verður það nú skemmtilegt að geta farið að lesa eitthvað annað en skólabækur, ahhh...
en er það ekki eitt próf í lokin?!
entrancing
You have an entrancing kiss~ the kind that leaves
your partner bedazzled and maybe even feeling
he/she is dreaming. Quite effective; the kiss
that never lessens and always blows your
partner away like the first time.


What kind of kiss are you?
brought to you by Quizilla

föstudagur, maí 16, 2003

Er þetta ekki sætast í heimi eða?!

HASH(0x86f37d0)
I am an overly sleepy kitt-
**zZzZzZzZZZzZzzZzZzzZzZZzzZZZZzZZZZ...**


Which cute or possibly strange kitten are you?
brought to you by Quizilla

Jæja þá er þetta prófhelvíti að verða búið, er að fara í próf núna eftir hádegi, sem ég er alls ekki að nenna, sér í lagi þegar veðrið er svona frábært eins og núna; pollurinn alveg spegilsléttur og... skæl grenj.... ég þarf að fara í próf, stað þess gæti ég verið á kajak núna... djö maður!

En ég skal lofa ykkur því að ég hætti þessu væli um leið og þetta próf er búið, því þá tekur við sumar og sól... og góða skapið ;o)

Bið að heilsa ykkur í bili...

fimmtudagur, maí 15, 2003

Er þetta ekki bara svalt?!

storm
You are Storm!

You are very strong and very protective of those
you love. You are in tune with nature and are
very concerned with justice and humanity.
Unfortunately, certain apprehensions and fears
are very hard for you to overcome, and can
often inhibit you when most need to be strong.


Which X-Men character are you most like?
brought to you by Quizilla

já ég veit að það er rosalega langt síðan að ég skrifaði.

Ég fór á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, kóra og einsöngvara á sunnudaginn var, og ég get sagt ykkur það, að ég var hreinlega með tárin í augnum allan tíman. Þetta var svo stórkostlegt, náttúrulega frábært verk eftir Verdi, og Guðmundur Óli stjórnaði þessu öllu af mestu snilld, kórarnir voru góðir, hljómsveitin var frábær og söngvararnir frábærir. Þessi erlenda mezzo-sopran var ótrúleg... hún gerði mig bara hrædda! Þvílíkt raddsvið, meira að segja pabbi leit einu sinni á Kristján til að athuga hvort það væri ekki hann að syngja en ekki hún, en það var hún!! Ótrúleg dýpt.Verkið er svo spennandi, maður er virkilega hræddur á köflum, svo er það líka sorglegt en einnig fléttast vonin þarna inn. Ég skemmti mér svo frábærlega vel að ég hefði farið aftur, ef tónleikarnir hefðu verið endurteknir, þvílík snilld ;o)

Svo fór ég í mitt fyrra próf á mánudaginn, og ég held að það hafi gengið... best að hafa ekki fleiri orð um það! En svo fer ég í seinna prófið núna á föstudaginn (morgun) og það er það sem er búið að koma mér í verulega vont skap. Ég kann ekki neitt og vil bara fara að komast út í sumarið! Ég nenni þessu ekki lengur.

Jósa er komin norður í sveitina sína út í Grýtubakkahreppi, rosa fjör og hún kom til okkar í mat í gær, ég grillaði nautafille, alveg hrikalega gott með gratíneruðum kartöflum, sannkölluð sunnudagssteik, en þar sem ekkert varð úr henni síðasta sunnudag þá ákváðum við bara að hafa það fínt fyrir Jósu ;o)

Jæja, ætli ég verði ekki að hundskast til að læra eitthvað svo ég falli nú ekki á þessu prófi, þ.e.a.s. ef ég verð ekki veik, búin að vera slöpp í 2 daga og mamma var í vikunni með alveg ógeðslega ælupesti, sennilega matareitrun, og ég borðaði þetta líka, bara minna, en..... ekki spennandi.

sunnudagur, maí 11, 2003

Ég trúi þessu varla...ég sem var orðin svo bjartsýn á að stjórnin myndi falla...

Var í afmælis- og kosningapartýi hjá Auði í gærkvöldi og það var rosalega fínt. Við grilluðum alveg helling af góðum mat, hlógum og skemmtum okkur og horfum á spennandi kosningavöku eitthvað fram eftir kvöldi. Þetta voru ágætis útsendingar, maður bjóst við meiri skemmtiatriðum en þessum tölum rigndi látlaust inn. En þar sem það er stórt próf á morgun var ekki vakað langt fram á nótt. Við litum aðeins inn á „okkar skrifstofu“ áður en við fórum heim, enda komið ágætis fjör í bænum. Svo var maður nú bara sofnaður fyrir klukkan 2!

En eins og ég segi... ákveðin vonbrigði í gangi :-/

fimmtudagur, maí 08, 2003

Var ÓGEÐSLEGA dugleg í gær. Var að læra til að ganga þrjú, fór svo í búð og svo heim. Þar sem bíllinn minn lenti í smá óþrifnaðarslysi, sem ég fatta ekki ennþá og nenni ekki að útskýra því þetta var hvimleitt og asnalegt slys, þá fór ég í að þrífa slysið. Það breyttist svo í það æði að ég tók bílinn algjörlega í gegn og hann er nú „spikk and span“ að innan, og Guðmundur á svo bara eftir að þrífa hann að utan og þá er hann UXI minn búinn að fá vorhreingerninguna...

Ég ætla að reyna að vera jafn dugleg að læra í dag, reyndar þegar þetta er skrifað, korter í tíu, þá er ég ekki enn byrjuð.... en er búin að opna bókina hérna við hliðina á mér og þarf því núna einungis að hætta þessu blaðri og koma mér að verki!!!

Já að lokum... Auður, ég er verulega forvitin!!!! ;o)

miðvikudagur, maí 07, 2003

Mér hefur sjaldan fundist jafn skemmtilegt að lesa fyrir próf eins og núna, því þetta efni, siðfræðin, er svo spennandi og áhugavert efni. Ég er að lesa kafla og kafla úr bók kennara míns, Kristján Kristjánssonar heimspekings, og ég verð að segja að hún er þrælskemmtileg aflestrar. Í fyrsta lagi er viðfangsefni hennar áhugavert, og sérstök dæmi og sögur innan viðfangsefnisins einkar vel valdar og sniðugar. Efnið fær mann til að hugsa dýpra en venjulega og krefur mann athygli, sem mér finnst góður kostur bóka. Það sem gerir góða bók góða er innihaldið, hvernig það talar til manns og gerir kröfur til manns. Það má því segja að ég kvíði verulega fyrir því að fara að lesa fyrir seinna prófið, þar sem það er hin grútleiðinlega og innihaldslausa tölfræði sem ég tek seinna prófið í!!

Það sem þessi áfangi hefur einna helst sýnt mér og styrkt (eða fullmótað) fyrri skoðun mína, er það að við mannfólkið erum þrátt fyrir allt ótrúlega lík. Það má fyrirfinna mörg þau sömu siðferðilegu gildi í okkar íslenska (vestræna) og í samfélagi mannfólksins í Súdan. Við erum þessi tegund; maður, og þurfum að gera okkur grein fyrir því að við erum í rótinni öll eins, og enginn þörf sé fyrir að einhverjir hópar krunki sig saman í minni samfélög því þau falli ekki inn í samfélagið fyrir utan. Nær væri að við sættum okkur við fjölbreytileika mannlífsins og fögnuðum sammannlegum gildum okkar. Takk fyrir ;o)

sunnudagur, maí 04, 2003

Það er ekki leiðinlegt að eiga eitthvað sameiginlegt með þokkagyðjunni Cate Blanchett, þar sem maður er nú ÞOKKALEGUR Lord of the Rings fan, hehehehe

Ég er búin að vera rosa dugleg mar... búin að pikka inn ALLAR glósurnar mínar úr siðfræði í vetur og held barasta að ég hafi grætt helling á því. Þetta er þannig búið að koma manni í prófgírinn, þannig á morgun fer maður í að renna yfir þessar spurningar sem við fengum og reyna að bæta við þekkinguna, hehehe...

Bið að heilsa ykkur bili, ég veit að ég er búinn að vera lélegur bloggari undanfarið, en það er svona þegar skólinn er búinn og prófin taka við þá er maður í frekar litlu bloggstuði!!

laugardagur, maí 03, 2003

Hmmm... I wonder what that means!!


I am infinity

You may worship me,
but from afar

_

what number are you?

this quiz by orsa


Flootttt..... ;o)


You're Cate Blanchett....you can be a great person
and have the ability to do many things at once
you're loved by your friends and family...


What actress are you?
brought to you by Quizilla