Þá er þessum erfiða degi lokið. Í dag varð ég vitni að sorglegu og erfiðu hlið búskapsins .Ég ætla ekki að fara djúpt ofan í viðburði dagsins, annað en að segja það að í dag fundum við inni í kálfastíu eina mjög unga kvígu komna að burði, þ.e. hausinn kominn. Þetta var áfall, sér í lagi vegna þess að hún er ennþá kálfur sjálf og ætti alls ekki að vera með kálfi. Við komum henni á bás, og hófum atlögu að því að reyna að ná löngu látnum kálfinum. Við skulum bara segja að þetta hafi verið í einu orði sagt hræðilegt, við börðumst um í rúman klukkutíma (ég, Guðmundur, Pálmi og Steini) og notuðum aðferðir sem ég ætla ekki að lýsa hér. Og lyktin... ekki orð um það meir... Ljóstýran í þessum hroðalegu atburðum er að kvígan lifir enn, sem mér finnst kraftaverki líkast, miðað við allt sem hún gekk í gegnum, meira að segja stóð upp núna í kvöldmjöltunum og fékk sér örlítið að borða og drekka.
Skjótt skipast veður í lofti, og núna seinni partinn fengum við Guðmundur þær gleðifréttir að hann kemst á sjó á morgun, fer austur annað kvöld og heldur út á Noregsmið með sinni gömlu áhöfn á Guðmundi Ólafi. Ég verð þó ekki lengi ein í koti, þar sem ég sæki Jósu vinkonu á föstudaginn og við verðum hér, grasekkjan og piparjunkan (tíhí), í mestum makindum.
En ég er gjörsamlega búin að vera eftir þennan dag og býð ykkur góða nótt.***
Skjótt skipast veður í lofti, og núna seinni partinn fengum við Guðmundur þær gleðifréttir að hann kemst á sjó á morgun, fer austur annað kvöld og heldur út á Noregsmið með sinni gömlu áhöfn á Guðmundi Ólafi. Ég verð þó ekki lengi ein í koti, þar sem ég sæki Jósu vinkonu á föstudaginn og við verðum hér, grasekkjan og piparjunkan (tíhí), í mestum makindum.
En ég er gjörsamlega búin að vera eftir þennan dag og býð ykkur góða nótt.***
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home