MamaMia

sunnudagur, maí 11, 2003

Ég trúi þessu varla...ég sem var orðin svo bjartsýn á að stjórnin myndi falla...

Var í afmælis- og kosningapartýi hjá Auði í gærkvöldi og það var rosalega fínt. Við grilluðum alveg helling af góðum mat, hlógum og skemmtum okkur og horfum á spennandi kosningavöku eitthvað fram eftir kvöldi. Þetta voru ágætis útsendingar, maður bjóst við meiri skemmtiatriðum en þessum tölum rigndi látlaust inn. En þar sem það er stórt próf á morgun var ekki vakað langt fram á nótt. Við litum aðeins inn á „okkar skrifstofu“ áður en við fórum heim, enda komið ágætis fjör í bænum. Svo var maður nú bara sofnaður fyrir klukkan 2!

En eins og ég segi... ákveðin vonbrigði í gangi :-/

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home