MamaMia

fimmtudagur, maí 15, 2003

já ég veit að það er rosalega langt síðan að ég skrifaði.

Ég fór á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, kóra og einsöngvara á sunnudaginn var, og ég get sagt ykkur það, að ég var hreinlega með tárin í augnum allan tíman. Þetta var svo stórkostlegt, náttúrulega frábært verk eftir Verdi, og Guðmundur Óli stjórnaði þessu öllu af mestu snilld, kórarnir voru góðir, hljómsveitin var frábær og söngvararnir frábærir. Þessi erlenda mezzo-sopran var ótrúleg... hún gerði mig bara hrædda! Þvílíkt raddsvið, meira að segja pabbi leit einu sinni á Kristján til að athuga hvort það væri ekki hann að syngja en ekki hún, en það var hún!! Ótrúleg dýpt.Verkið er svo spennandi, maður er virkilega hræddur á köflum, svo er það líka sorglegt en einnig fléttast vonin þarna inn. Ég skemmti mér svo frábærlega vel að ég hefði farið aftur, ef tónleikarnir hefðu verið endurteknir, þvílík snilld ;o)

Svo fór ég í mitt fyrra próf á mánudaginn, og ég held að það hafi gengið... best að hafa ekki fleiri orð um það! En svo fer ég í seinna prófið núna á föstudaginn (morgun) og það er það sem er búið að koma mér í verulega vont skap. Ég kann ekki neitt og vil bara fara að komast út í sumarið! Ég nenni þessu ekki lengur.

Jósa er komin norður í sveitina sína út í Grýtubakkahreppi, rosa fjör og hún kom til okkar í mat í gær, ég grillaði nautafille, alveg hrikalega gott með gratíneruðum kartöflum, sannkölluð sunnudagssteik, en þar sem ekkert varð úr henni síðasta sunnudag þá ákváðum við bara að hafa það fínt fyrir Jósu ;o)

Jæja, ætli ég verði ekki að hundskast til að læra eitthvað svo ég falli nú ekki á þessu prófi, þ.e.a.s. ef ég verð ekki veik, búin að vera slöpp í 2 daga og mamma var í vikunni með alveg ógeðslega ælupesti, sennilega matareitrun, og ég borðaði þetta líka, bara minna, en..... ekki spennandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home