MamaMia

þriðjudagur, maí 20, 2003

Jæja þá er sumarið komið, í þeim skilningi að ég er bryjuð að vinna. Er nýkomin inn úr fjósi, ilmandi og sveitt, helvíti fínt. Ekki verra að vera komin í almenninlega líkamlega vinnu og geta komið rassinum í lag, komið honum úr setuformi í kannski hraustlegra form, hehehehe.... Svo verð ég bústýra hér á bæ frá og með næstkomandi fimmtudegi og í eina viku ásamt Pálma frænda, þar sem foreldrar mínir ætla aldrei þessu vant að skella sér úr landi til að heimsækja ættingja og vini. Gaman að því.

Svo fer bara að líða að Eurovision mar... partý hér í sem minnsta skilningi þess orðs, þ.e. nokkrir vinir ætla að kíkja og borða eitthvað gott og HORFA og HLUSTA á keppnina. Þetta ætti að verða ágæt keppni held ég, búin að sjá nokkur lög og þau sem ég hef séð hafa verið ágæt, ekkert framúrskarandi.. en ágæt. Ég hlakka alla vega til, eins og alltaf fyrir þessa keppni. Verst að Villi bróðir verður ekki hér annað árið í röð til að horfa á keppnina með mér, það er frekar slæmt þar sem ég er eins og ófleygur fugl án hans við áhorf á keppninni, við þurfum að hrósa fólkinu saman og drulla yfir það saman, það er svo skemmtilegt... en svona er þetta, þegar fólk býr langt í burtu. Það verður þó ennþá lengra á milli okkar næsta vetur, þar sem hann verður úti í Noregi... oh my god!!

Svo útskrifast Sara vinkona mín um helgina, þykir hundleiðinlegt að ég komist ekki í partýið til hennar, en það er svona. Ég vona bara að hún skemmti sér jafn vel og ég gerði á útskriftinni minni, það var frábær dagur og ég vona að afmælishátíðin okkar 16. júní verði ekki síðri, alla vega ætla ég að skemmta mér vel, hehehe...

Þá er það eitt próf í lokin, mér fannst þetta nokkuð fyndið...
sex appeal
SEX APPEAL


(results contain pictures) What kind of ANIME BOOBS do you have?
brought to you by Quizilla

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home