MamaMia

miðvikudagur, maí 07, 2003

Mér hefur sjaldan fundist jafn skemmtilegt að lesa fyrir próf eins og núna, því þetta efni, siðfræðin, er svo spennandi og áhugavert efni. Ég er að lesa kafla og kafla úr bók kennara míns, Kristján Kristjánssonar heimspekings, og ég verð að segja að hún er þrælskemmtileg aflestrar. Í fyrsta lagi er viðfangsefni hennar áhugavert, og sérstök dæmi og sögur innan viðfangsefnisins einkar vel valdar og sniðugar. Efnið fær mann til að hugsa dýpra en venjulega og krefur mann athygli, sem mér finnst góður kostur bóka. Það sem gerir góða bók góða er innihaldið, hvernig það talar til manns og gerir kröfur til manns. Það má því segja að ég kvíði verulega fyrir því að fara að lesa fyrir seinna prófið, þar sem það er hin grútleiðinlega og innihaldslausa tölfræði sem ég tek seinna prófið í!!

Það sem þessi áfangi hefur einna helst sýnt mér og styrkt (eða fullmótað) fyrri skoðun mína, er það að við mannfólkið erum þrátt fyrir allt ótrúlega lík. Það má fyrirfinna mörg þau sömu siðferðilegu gildi í okkar íslenska (vestræna) og í samfélagi mannfólksins í Súdan. Við erum þessi tegund; maður, og þurfum að gera okkur grein fyrir því að við erum í rótinni öll eins, og enginn þörf sé fyrir að einhverjir hópar krunki sig saman í minni samfélög því þau falli ekki inn í samfélagið fyrir utan. Nær væri að við sættum okkur við fjölbreytileika mannlífsins og fögnuðum sammannlegum gildum okkar. Takk fyrir ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home