MamaMia

sunnudagur, maí 18, 2003

Við Guðmundur minn fórum í bíó í gærkveldi, og ég verð að segja ykkur frá upplifun minni. Við komum frekar seint, þannig að það var að verða fullur salurinn til að horfa á Matrix-Reloded. Við fengum því sæti frekar framalega, nánar tiltekið center í gelgjunni. Vitiði það að þetta var æði, maður gat hreinlega fundið lyktina af hormónaflæði unglinganna og ég fór hreinlega í vímu! Það rifjuðust upp gamlar bíóminningar, bíóferðir m.a. með Söru vinkonu og svona, og ég gat ekki annað en brosað út að eyrum, þetta var yndislegt... Kannski er strákurinn sem maður er skotin í, í bíó, og ef hann er í bíó, þá á maður örugglega eftir að deyja, því hann er svo sætur og... ó mæ god... hann sá mig og leit til mín... jéminn... ég dey... hann brosti til mín, ehhh... roðn roðn...

Svo hófst myndin, og ég skal segja ykkur það, að ég segi nákvæmlega það sama og ég sagði eftir að ég sá fyrri myndina= ÞVÍLÍK HUGMYNDAFRÆÐI... ég er dolfallin yfir þessum handritum og ég væri alveg til í að hitta þessa gutta sem skrifðuðu þau, bara til að spjalla við þá og reyna gera mér grein fyrir því t.d. hver þeirra sín á eigið líf sé. Ég myndi einnig vilja spjalla við þá með KK mér við hlið (Kristján Kristjánsson, heimspeking og kennara minn við H.A.) því það væri örugglega ótrúlega svalt að hlusta á samræður milli þessara manna...Enn og aftur, þvílík hugmyndafræði og þvílík mynd; ótrúlega spennandi, góður leikur og frábærar brellur. Einkunn 5 af 5 mögulegum!

Er búin að vera í tiltektarkasti í dag, með græjurnar í botni eins og alltaf þegar ég fer í svona stuð. Þær voru svo hátt stilltar að ég gerði mér ekki grein fyrir því að afi var komin í heimsókn, þannig að hann kom bara upp til að heilsa upp á mig. Við settumst niður í smá stund og spjölluðum saman. Hann afi minn er yndislegur maður og það er mjög gaman að tala við hann og hann vill alltaf allt fyrir mann gera. Svo gildir einnig um hana ömmu mína, hún er gæðakona og algjör snillingur að mínu mati og skefur ekki utan af hlutunum. Þau hafa alla tíð verið mér mjög náin, þar sem þau hafa alltaf búið á Akureyri eftir að ég fæddist og ég þekki þau því mjög vel, en þau eru foreldrar pabba. Ég geri mér vel grein fyrir því að líf mitt væri mun fátækara ef þeirra hefði ekki notið við. Ég á þeim mjög margt að þakka og ég sé að ég er mjög heppin, bara ef ég miða mig t.d. við hann Guðmund minn, hann á ekki svona gott samband við sína ömmu á Ólafsfirði, eða við afa sinn og ömmu í Kópavogi. Ég er mjög heppin, ég á mjög góða fjölskyldu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home