MamaMia

föstudagur, júní 27, 2003

Var að fikta, ætli það komi inn?!

HIhgh (sagt með Ross fílíng!)
Ég ætlaði að blogga í kvöld um ættarmótið síðustu helgi, en ég er of niðurdregin til þess. Ég er ein heima, mamma, pabbi og nýja heimasætan (frænka mín frá Svíþjóð) fóru í matarboð til Dalvíkur og Villi fór í matarboð út í Gásir. Ég fór í bæinn til að kaupa mér pizzu og leigja videó og akkúrat þegar ég var að bíða eftir pizzunni hringir Guðmundur í mig af sjónum, í gegnum gervihnöttinn. Það var yndislegt að heyra í honum. Þeir eru sem sagt símasambandslausir og ég hef því ekki heyrt í honum frá því á sautjándanum. En það er alltaf þannig að þegar þeir eru svona mikið úr símasambandi og ég heyri loksins í honum eftir langt hlé, að þá verð ég alltaf voða stúrinn á eftir. Mér finnst það ekkert skemmtilegt...

miðvikudagur, júní 25, 2003

Það hefur auðvitað margt drifið á daga mína síðan síðast. Ætli ég byrji ekki á ævintýrahelginni sem ég átti 5 ára stúdentsafmæli.

Föstudaginn 13. júní var haldið bekkjarpartý heima hjá Auði, fyrir gamla bekkinn minn úr M.A., géið (g. bekkur). Það var bara ágætis mæting þar og seinna komu fleiri úr árgangnum. Það var mikið spjallað og undirbúningur hafin á survivor-óvissuferðinni daginn eftir. Það var farið í að klippa niður efni sem var appelsínugult, en það var keppnislitur okkar í géinu. Einnig gerðust menn ennþá djarfari og fengu Villi og Ásgeir sér appelsínugult naglalakk, sem vakti mikla lukku strax um kvöldið ;o) Þegar komið var vel fram yfir miðnætti var ákveðið að skella sér í bæinn, og enduðum við flest á Kaffi Karólínu. Við stöllur, ég, Auður og Þórdís, stöldruðum þó ekki lengi við þar sem við rákumst óvænt á skrítinn mann!! Í dóm bara með þetta!! (Nýr einkahúmor gésins sem við náðum að skapa okkur strax um kvöldið, hehehe) Við Auður skutluðum Þórdísi heim, en ákváðum að taka einn hring áður en við færum heim að sofa. Þessi hringur varð þó í allsherjar rúnt, og ég kom heim og fór beint í fjós!!! Já mikið rétt, ég kom ekki heim fyrr en rétt fyrir klukkan sjö um morguninn! Við Auður höfum oft lent á kjaftatörn, en ekkert í líkingu við þetta. Við ræddum um heima og geima, og auðvitað voru 75% umræðanna um kynlíf og því tengt, hehehe... mikið rosalega var þetta skemmtilegt og frábærar umræður.

Eftir að hafa sofið eitthvað var svo mæting klukkan fimm á M.A.-planinu til að fara í óvissuferð. Þar á túninu sunnan við vistina var farið í nokkra leiki og keppnin milli bekkja þar með hafin. Rútan keyrði svo af stað með okkur og stoppaði á þremur ólíkum stöðum þar sem áframhald var á keppnum. Ferðin endaði inni í Freyvangi, sem er félagsheimili gömlu sveitarinnar minnar, Öngulsstaðahrepps, nú aðallega húsnæði leikfélags sveitarinnar. Þar hélt keppnin áfram og svo fengum við grillmat frá Bautanum sem var bara fínn. Því er skemmst frá að segja að géið rústaði keppninni, og allir sem eru ósammála því, geta bara átt sig, hehehe ;o) Þetta var heilmikið fjör og gaman að hitta alla og spjalla og fíflast. Þess má geta að sett voru á svið alveg frábær leikrit, undir leikstjórn Villa bekkjarbróðurs. Algjör snilld...

Daginn eftir, sunnudaginn 15. júní fórum við nokkrar stelpur úr bekknum saman að leiði Lilju Kristínar bekkjarsystur okkar sem lést í fyrra. Það var gott að fara svona saman.

Á mánudeginum var svo sjálf hátíðin í höllinni. Það var mæting klukkan sex í fordrykk (góður epla-cider Villi, hehe), og svo var það voða fínn matur frá Bautanum. Ég var með skemmtiatriði fyrir hönd árgangsins. Ég söng lagið One Flight Down með Noruh Jones og Villi bróðir spilaði undir fyrir mig. Það gekk mjög vel og ég held að fólk hafi bara haft gaman að þessu. En þegar ballið var um það bil að fara að byrja gerðist nokkuð óvænt... Ég var búin að vera væla utan í Auði á msn fyrr um daginn, að Guðmundur væri loksins komin í land á Neskaupsstað en ég kæmist ekki austur til hans út af hátíðinni. Auður vorkenndi mér auðvitað, og hneykslaðist svosum líka þegar ég neitaði fyrirspurn hennar um hvort það væri þá ekki bara dildóinn, á þeirri forsendu að ég á engann!! Ég talaði nokkrum sinnum við Guðmund yfir daginn, síðast um klukkan tíu um kvöldið, þar sem hann tjáði mér það að hann og nokkrir aðrir sætu bara inni á lokal-pöbbnum á Neskaupsstað og sötruðu bjór. Ég, samt hress í bragði, sagði að það væri samt náttúrulega miklu skemmtilegra ef hann væri á hátíðinni með mér. En svo byrjar ballið og ég er þarna að spjalla við fólkið á mínu borði þegar allt í einu er tekið utan um mig.. ég hugsaði með mér, hver er svona næs við mig og lít upp, og viti menn, er það ekki bara Guðmundur minn mættur, og ég fékk nett sjokk!! Hann hafði sem sagt verið búinn að plana þetta síðan um klukkan tvö um daginn, haft samband við Óskar (hennar Auðar), um að redda sér miða á ballið, og þeir svo platað mig alveg svakalega! Meira að segja var Villi bróðir komin inn í spilið þarna um kvöldið, hann sem getur ALDREI logið í mig, því ég sé það alltaf í andlitinu á honum... Ohhhh þetta var svo sætt og frábært. Svo komu auðvitað djókar eins og; Get a room.... Enga auðsjáanlega ást hér, hún er ekki velkomin, hehehe.... En auðvitað dvaldi Bjarkey ekki lengi á ballinu, fljótlega upp úr miðnætti fórum við hjúin heim, enda búið að vera frábær helgi og þetta orðið ágætt. Guðmundur fór svo aftur austur morguninn eftir. Tvö-eitt fyrir Guðmundi, hann er búin að koma mér svona á óvart tvisvar sinnum, og ég einu sinni. Ég fór austur á Seyðisfjörð veturinn sem við bryjuðum saman, fékk formlegt leyfi hjá skólameistara Tryggva (M.A.) til að fara austur í aftakaveðri til að hitta ástina mína.... ohhh kjút!

miðvikudagur, júní 11, 2003

Jæja þetta virðist vera komið í lag!

Það er náttúrulega allt að gerast hér í sveitinni, kýrnar búnar að vera úti í viku og búið er að slá heimatúnin, það var gert í blíðunni í gær. Ég er annars bara á fullu að undirbúa mig fyrir langa og skemmtilega helgi, þar sem ég verð 5 ára stúdent 17.júní næstkomandi. Það verður bekkjarpartý hjá gamla bekknum mínum á föstudaginn og svaðaleg óvissuferð á laugardaginn. Sjálf afmælishátíðin verður svo á mánudagskvöldið. Ég var beðin um að vera skemmtiatriði míns árgangs, og er að æfa lag með Noruh Jones sem heitir One Flight Down, voða sætt og fallegt lag. Þannig að það er nóg að gera hjá mér.

Ég bíð hins vegar eftir því að heyra eitthvað í kallinum mínum, væri alveg til í að fara að heyra í honum... eftir síðustu fréttum að dæma voru þeir rétt hjá Svalbarðalögsögunni, sem sagt lengst út í norðurhafi.

mánudagur, júní 09, 2003

Ég er búin að vera í fílu út í blogger-systemið... það hefur verið í fokki og ég bloggað og bloggað, þar á meðal um fjörið hjá okkur Jósu... en ekkert hefur komið inn. Þannig að ég hef verið í fílu.. þetta er tilraun til að athuga hvort þetta sé komið í lag!