MamaMia

föstudagur, júní 27, 2003

HIhgh (sagt með Ross fílíng!)
Ég ætlaði að blogga í kvöld um ættarmótið síðustu helgi, en ég er of niðurdregin til þess. Ég er ein heima, mamma, pabbi og nýja heimasætan (frænka mín frá Svíþjóð) fóru í matarboð til Dalvíkur og Villi fór í matarboð út í Gásir. Ég fór í bæinn til að kaupa mér pizzu og leigja videó og akkúrat þegar ég var að bíða eftir pizzunni hringir Guðmundur í mig af sjónum, í gegnum gervihnöttinn. Það var yndislegt að heyra í honum. Þeir eru sem sagt símasambandslausir og ég hef því ekki heyrt í honum frá því á sautjándanum. En það er alltaf þannig að þegar þeir eru svona mikið úr símasambandi og ég heyri loksins í honum eftir langt hlé, að þá verð ég alltaf voða stúrinn á eftir. Mér finnst það ekkert skemmtilegt...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home