MamaMia

miðvikudagur, júní 11, 2003

Jæja þetta virðist vera komið í lag!

Það er náttúrulega allt að gerast hér í sveitinni, kýrnar búnar að vera úti í viku og búið er að slá heimatúnin, það var gert í blíðunni í gær. Ég er annars bara á fullu að undirbúa mig fyrir langa og skemmtilega helgi, þar sem ég verð 5 ára stúdent 17.júní næstkomandi. Það verður bekkjarpartý hjá gamla bekknum mínum á föstudaginn og svaðaleg óvissuferð á laugardaginn. Sjálf afmælishátíðin verður svo á mánudagskvöldið. Ég var beðin um að vera skemmtiatriði míns árgangs, og er að æfa lag með Noruh Jones sem heitir One Flight Down, voða sætt og fallegt lag. Þannig að það er nóg að gera hjá mér.

Ég bíð hins vegar eftir því að heyra eitthvað í kallinum mínum, væri alveg til í að fara að heyra í honum... eftir síðustu fréttum að dæma voru þeir rétt hjá Svalbarðalögsögunni, sem sagt lengst út í norðurhafi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home