MamaMia

fimmtudagur, júlí 31, 2003

Brá mér í annað Kvikmyndahúsa bæjarins í gær með henni Auði vinkonu eftir að við fórum öll út að borða á Greifann, ég & Guðmundur, Auður & Óskar. Guðmundur fór með Elís bróður sínum á T3 en ég og Auður skelltum okkur á What a Girl Wants. Það var nú bara skemmtileg öskubuskumynd og Colin Firth... hamina hamina... need I say more.. það er sko engin furða að maðurinn skuli vera á Friends-listanum mínum!!

Djöfull er ég góð í að elda chicken mar... gerði einn assskoti góðan í kvöld..nammi namm.....

Svo er bara Versló framundan... vúbballa!!!!

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Jeij... Guðmundur og félagar eru að fara að leggja af stað frá Neskaupsstað, sem þýðir að hann verður komin heim svona um kvöldmatarleytið ;o)

sunnudagur, júlí 27, 2003

Jibbý... fékk góðar og óvæntar fréttir í gær ;o) Skipið sem Guðmundur er á kemur í land á þriðjudag, miðvikudag og stoppar í viku, þannig að Guðmundur verður í landi um Verslunarmannahelgina... jeij... me happy ;o)

laugardagur, júlí 26, 2003

Ég fór til Dalvíkur í gær, til að hitta hana Jósu mína. Gleði gleði... Hún er stödd þar því hún er á hringferð um landið með hóp af unglingum sem hún hefur verið að leikstýra. Þetta er djobb á vegum U.M.F.Í. og búið að vera mjög gaman hjá henni. Mikið rosalega var gaman að hitta hana og sjá krakkana, þau voru hress og skemmtileg. Við tókum auðvitað hring í Svarfaðardalinn, en hann var mjög snarpur þar sem ég var að verða of sein inn eftir aftur, verður vonandi endurtekin síðar í betra veðri og á lengri tíma... og þá kannski rent inn í Hól, tíhí!!

Svo voru þau að fara í flug vestur í dag, þannig að Jósa gat aðeins komið hingað inn eftir í hádegismat og slúður, mjög gaman.. hún gaf mér svo afmælisgjöfina mína, frábæra gamla bók um ástarlíf, vetttlinga sem hún prjónaði handa mér og kökubox með beljumynd!! En það er svona milli mín og Jósu.. ég safna beljudóti og hún gefur mér það, hehehe ;o)

Mér finnst að Jósa eigi að búa hérna fyrir norðan og ég get ekki beðið eftir því að það rætist, sem mun einhvern tímann verða af því henni líður svo vel hérna.

Svo er ég búin að fá formlegt leyfi til að djamma með Svarfdælingum og mökum þeirra um Versló... ég fékk inngöngupassa því ég er sveitagella ;o) Þetta á áreiðanlega eftir að vera heilmikið fjör og ég hlakka mikið til. Gaman gaman ;o)

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Jæja, hvað get ég sagt ykkur í dag? Jú... ég er óendanlega pirruð út í eina ákveðna manneskju, en get eiginlega ekki farið nánar út í það... veriði bara fegin... það hefði getað endað í meiriháttar tuði!!

Heyrði í Þórdísi Ósk áðan... hún er svona að reyna að plana Versló hjá sér. Við erum að spá í að gera eitthvað af okkur á laugardagskvöldið.. enda við ekki í brúðkaupi eins og sumir... djók.. ég er ekki geðsjúk.. bara pirruð.. og ALLS EKKI út af þessu ;o)

Ég skal bara segja ykkur það að vera í verkum eins og að mála (erum sem sagt búin með okkar hluta í að mála útihúsin) er alls ekki gott fyrir geðheilsuna vegna þess að þetta djobb reynir ekkert á heilann, og hugurinn fer því á flug. Eins og flestir vita er hugur minn nokkuð frjáls og því ekki alltaf gott fyrir hann að fá að njóta sín og leika lausum hala... því afleiðingarnar eru oft pirringur!

Urrr...

þriðjudagur, júlí 22, 2003


You Have the Power of Teleportation!


What's Your Magic Power?
brought to you by Quizilla

Stupid test.. ég er sko ekki óákveðin mannsekja

Ég er um það bil að fá magasár!!

Skelfing getur það verið erfitt að vera svona mentally insane !!!

Talaði við Jósu vel og lengi í gærkveldi til þess að reyna að dreyfa huganum eitthvað, það virkaði vel á meðan við töluðum saman en áhrifin farin fljótlega eftir að samtalinu lauk... shit...

Það líður óðum að Verslunarmannhelgi. Ella Magga og Egill báðu okkur Guðmund um að koma með sér til Eyja... en ég hef hvorki efni á því né langar sérstaklega. Guðmundur verður líka ekki heima (á sjó) og ég efast um að seinni sláttur verði búinn þannig að ég verð að vinna slatta um Versló... Þannig að ef maður gerir eitthvað þá verður það með félögunum hér norðan heiða.

Er að spá í að leggja mig aðeins og vita hvort það hjálpar ekki!!!

Later...

mánudagur, júlí 21, 2003


Your Heart is Red


What Color is Your Heart?
brought to you by Quizilla

Well yeah.. I am in love...

Frábær helgi....Road-Trip á föstudaginn, leti á laugardaginn en óvænt fjör um kvöldið í svaðalegasta sms-partýji sem ég hef lent í, hehehe..... djöfull er gaman að bulla svona, það er hreinasta snilld og allt of langt síðan að ég hef bullað svona.

Ég var svo vakin um klukkan 4 á laugardagsnóttina og vinsamlegast beðin um að koma niður í bæ að sækja nýjasta vin minn, hann Gulla gæja!! Pissfullur eftir svaðalegt steggjafjör heimtaði hann að fá að gista í Gröf, og ég sem er dóttir móður minnar, gestgjafans mikla, gat nú aldeilis ekki neitað því. Það fór auðvitað þannig að við kjöftuðum þangað til að ég fór í fjós klukkan sjö!! Mikið gaman... Ég er afar ánægð að vera búin að eignast nýjan bullfélaga vegna þess að gömlu félagana hitti ég allt of sjaldan!

Gærdeginum var að miklu leyti eitt í eirðarleysi og skýjaborgir... enda er Draumalandið minn uppáhaldsstaður þessa dagana!! Hékk heima hjá Auði og Óskari í gærkvöldi, strítt geðveikt og var einnig sökuð um að vera geðveik , en það er nú önnur saga, hehehe. Fór svo heim um tíuleitið þar sem ég var nú eiginlega búin að lofa Villa bróður vídeóspólu. Við gláptum því á Sweet Home Alabama fram yfir miðnætti. Sú mynd er auðvitað very predictable, en mikið andskoti er gaurinn sem leikur Jake fallegur mar... damn... en ég fer ekki ofan af því að Reese Witherspoon eða hvað sem hún heitir er alveg eins og hundur í framan, rétt eins og kellingin sem var í 2-3 ár með þátt á laugardagskvöldum og stofnaði svo nýjan flokk hérna í vor rétt fyrir kosningar. Þær eru mjög líkar finnst mér, eiga greinilega hunda af sömu tegund. Ég er nefninlega sammála þeim spegúlöntum sem segja að margir hundaeigendur líkjast ótrúlega hundum sínum!!!

laugardagur, júlí 19, 2003

FRÁBÆRT ROAD-TRIP Við skemmtum okkur allar ljómandi vel í gær, enda ekki hægt annað í svona góðum félagsskap og snilldarveðri. Förinni var heitið til Siglufjarðar þar sem Auður og Þórdís hafa ekki farið þangað síðan þær voru börn. Við keyrðum því út eftir, í gegnum Ólafsfjörð, tókum samt Svarfaðardalshringinn fyrst, en hann hef ég ekki farið eftir að ég fékk bílpróf, mjög gaman ;o) Keyrðum yfir Lágheiðina niður í Fljótin. By the way, Þórdís veit núna af hverju Lágheiðin var einu sinni rallíbraut, hehehe!!! Það var frábært að koma niður í Fljótin og sjá veðurdýrðina og margir bændur í heyskap og gott á flestum túnum sýndist mér! Já ég veit, ég verð alltaf svolítill bóndi í mér, tíhí! Við ákváðum svo að snæða samlokur, kanelsnúða og djús í laut einni nokkru áður en komið er að Strákagöngunum, með sjóinn og Fljótin í útsýn. Mér til mikillar ánægju þá eru krækiberin bara að verða nokkuð þroskuð ;o)

Á Siglufirði var nokkuð stuð, þar sem ´53 árgangurinn var að koma saman til að skemmta sér. Veðurblíðan ótrúleg og við rúntuðum og röltum aðeins um. Við römbuðum inn í „búðina“, Siglósport... og því er skemmst frá að segja að þessi búð er alger snilld, þarna er allt! Barnaföt, unglingaföt, íþróttaföt og ekki má gleyma lottóinu!!! Og hvað gerðum við ekki... jújú, við keyptum okkur allar eitthvað!! Og erum þvílíkt ánægðar með það sem við keyptum!

Síðan keyrðum við hinum megin í fjörðinn til að finna okkur laut til að grilla. Það var ekki vandamál og grillið komið á fullt in no time... forrétturinn var kjúllaleggir, síðan kom laxinn og að lokum lambið, best á grillið!! Þvílík snilld og við að springa.

Við ætluðum alltaf í sund, enda ég nýbúin að kaupa bíkini í tilefni dagsins, og þeir sem mig þekkja vita nákvæmlega hvað það er mikið afrek hjá mér. En ég var búin að gleyma því að á Sigló er innilaug, og aðeins einn útipottur og þá datt nú eiginlega sjarmurinn af sundi upp fyrir. Úr því verður bætt seinna.

Eftir matinn héldum við áleiðis í Skagafjörðinn og þó tók málæðið við. Umræðurnar voru að sjálfsögðu alla vega 70% um kynlíf, en einnig var stoppað til að taka myndir af eyjunum og njóta blíðunnar. Stutt stopp var gert á Hofsósi, en vinur minn þar frekar upptekinn og því ekki lengi stoppað... hann vissi auðvitað ekkert að við værum að þvælast þarna um og ég vildi ekki trufla hann við vinnuna.

Stefnan því tekin heim og málæðið hélt áfram... snilld...

Þar sem við gátum ekki hætt að spjalla var farið á rúntinn eftir að við komum aftur til Akureyrar. Um miðnætti þó skutluðum við Auði heim, enda sú eina sem á mann heima í augnablikinu, tíhí!! Við Þórdís héldum áfram að spjalla og rúnta og það var mjög gott og gaman.

Það var þó komin tími á að fá smá testasterón í bílinn, og Gulli sem var tiltölulega nýkominn í bæinn, kom á rúntinn með okkur. Auðvitað var bullinu haldið áfram með fersku blóði.. mjög gaman ;o)

Ég átti fjós í morgun, og ætlaði því nú að fara að koma mér heim þarna rétt fyrir klukkan 2, skutlaði því Þórdísi heim, en við Gulli höfðum bara um svo margt að spjalla að ég skutlaði honum ekki heim fyrr en undir 3 og var því afar glæsileg í fjósverkunum í morgun!

Mikið er nú gaman að vera að eignast nýja vini ;o)

miðvikudagur, júlí 16, 2003

Jæja, ég ætla að fara að glápa á sjónvarpið, Crossing Jordan... ágætis þættir svosum! Heyrumst síðar....

tomboy
Tomboy


What's your sexual appeal?
brought to you by Quizilla


Ha ha ha ha.... fyndið hvað þessi próf eru nú stundum nálægt því... allir sem þekktu mig í grunnskóla eru pottþétt sammála því að ég var strákastelpa/Tomboy og er enn að mörgu leyti!!!

Jésss... er að fara í Road-Trip á föstudaginn. Við Auður og Þórdís ætlum að skella okkur á rúntinn og skreppa til Siglufjarðar og svona. Við ætlum að taka með okkur eitthvað góðgæti og grilla. Geggjað gaman...

Lá í sólinni í dag og svona... geri það sennilega líka á morgun ef dagurin á morgun verður jafn frábær og í dag. Við Villi erum sem sagt ein heima, og förum í fjós en ekki mikið meira af verkum fyrir okkur, smá málningarstúss kannski. Jésss...

Er ekki að fíla það að sofa aftur ein, Guðmundur fór sem sagt aftur út á sjó á mánudaginn :( Þá kemur reyndar nýja afmælisgjöfin mín sér að góðum notum, tíhí!

Ætli allar konur eigi sér gamla forboðna fantasíu, þ.e.a.s. um mann sem er fullorðinn og frátekinn? Ég skal segja ykkur það að mín gamla dúkkar alltaf upp með vissu millibili, var til dæmis mjög slæm hérna í júní og núna er hún að koma aftur. Þetta er dálítið skrítið, sérstaklega þar sem ég er víst orðin fullorðin kona!! Vegna þess að „tæknilega“ séð get ég fylgt fantasíunni eftir og það er mjög óþægilegt að vita það þarna innst inni í fylsgnum heilabúsins. Ekki það að ég myndi fyrir mitt litla líf „act on it“, en ég get ekki svarið fyrir það hvað ég myndi gera ef ákveðnar aðstæður kæmu upp!! Tæki fantasían yfirhöndina?????

P.S. Ég vil ekki vita svarið við þessu!

OK, við erum að tala um það að ég er að klikkast, þetta er brjálæðislega fyndið... Það er ekkert langt síðan að ég fór að fylgjast með þáttunum Boston Public á Skjá einum, og sá þá að gamalt idol mitt, hann Joey úr New Kids on the Block (já ég fílaði NKOTB, en það er nú allt önnur ella!!) er að leika í þáttunum. Ég kafnaði úr hlátri, en vá... hann er ennþá voða sætur, greyið. En ok, allt í læ með það.. svo er ég að horfa á þáttinn hérna í gærvköldi, og hver er þá mættur, nýr inn í þættina? Jú jú, nýji karakterinn, Dave Fields, en sá leikari var einn aðalleikari þáttanna Relativity sem ég dáði og dýrkaði hérna á late-gelgjunni... og oh my god... hann er ennþá fallegri en hann var, og þeim mun kynþokkafyllri, jeminn... slef-dollu takk

þriðjudagur, júlí 15, 2003

Tíminn líður trúðu mér, taktu maður var á því... eða eitthvað svoleiðis söng maður einhvern tímann með kór Menntaskólans...

Síðustu helgi var heljarinnar veisluhald hér á bæ. Á fimmtudagskvöldið var ættingjum boðið til kaffisamsætis. Tilefnið var auðvitað 25 ára afmæli Guðmundar og í raun 50 ára afmæli okkar beggja ;o) Við fengum margar fallegar og góðar gjafir og veislan skemmtileg með ýmsu góðgæti. Á föstudagskvöldið héldum við svo 50 ára afmælispartý fyrir vini og kunningja. Við vorum voða glöð yfir mætingunni og gestir okkar mjög glaðir með veitingarnar, en við Guðmundur grilluðum ofan í liðið, naut og lamb a´la Bjarkey ;o) Það var mjög glatt á hjalla og fólk í svaka stuði og hér var drukkið, hlegið og djammað fram eftir nóttu. Ótrúlega skemmtilegt. Við fengum líka góðar og fallegar gjafir frá vinum okkar, en það verður að segjast að ein gjöf stendur óneitanlega upp úr. Takk fyrir okkur, Auður og Óskar, þið hittuð okkur beint í hjartastað ;o) Takk svo allir fyrir þær góðu kveðjur og gjafir sem við höfum fengið í tilefni afmæla okkar og takk fyrir frábæra skemmtun síðustu helgi.

TAKK ELSKURNAR!!!

fimmtudagur, júlí 10, 2003

Jamm... ég er sem sagt orðin 25 ára gömul. Það var forvitnilegt að eyða deginum á ættarmóti með móður-föðurætt Guðmundar og fá svona 300 manna veislu bara vessgú!! En ég get alveg sagt ykkur það að þetta var alveg vandræðalegt, að láta þennan fjölda syngja fyrir sig afmælissönginn. Ég var orðin eldrauð í framan og leið svona svipað og þegar ég átti síðast afmæli þar sem það vildi til að ég var einhversstaðar í mannfögnuði, þ.e. þegar ég átti 11 ára afmæli minnir mig og var á fótboltanámskeiði í Árskógi og einn strákurinn, sem by the way var einn af sætustu strákunum á námskeiðinu, söng fyrir af og til ALLAN daginn til þess að gera mig vandræðalega!! En svo var það nú reyndar svolítið sætt af krökkunum að þau söfnuðu í púkk handa mér og gáfu mér í afmælisgjöf ;o)

Svo er það betri helmingurinn, hann á afmæli í dag, líka 25 ára. Til hamingju með það ástin mín ;o)

Við erum sem sagt samtals fimmtug og ætlum í tilefni þess að halda upp á það, fyrst Guðmundur er í landi og svona. Það verður kaffiveisla í kvöld fyrir famelíurnar og partý annað kvöld fyrir vinina. Mjög gaman ;o) Ætli þetta verði bara ekki áfram svona, við höldum bara upp á afmælin okkar á fimm ára fresti, héldum síðast upp á afmælin okkar fyrir fimm árum með heljarinnar grillparýi!!! Ég held það barasta...

föstudagur, júlí 04, 2003

Horses are weird
You're a horse!
Very smart, noble and friendly.
Although you can be quite the elitist. Once you
know people it's hard for you to let go, and
you do what you can to help them.


What farm animal are you?
brought to you by Quizilla

Er ekki málið að fara í smá panic attack núna... ÉG VERÐ 25 ÁRA Á MORGUN!!!!!!!!!!!!!

Muniði þegar maður var lítill að þá fannst manni þeir sem voru 25 ára og eldri ógeðslega gamlir og ég var alveg viss um að ég yrði búin að gera ALLT þegar ég yrði 25 ára.... hef ég eitthvað gert?! uuhh.. æjæjæjhhhh...

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Ice!
ICE is your chinese symbol!


What Chinese Symbol Are You?
brought to you by Quizilla


Ég er að vinna í þessu, held að ég hafi nú mikið lagast undanfarin ár; er ekki jafn köld við fólk og dómhörð eins og ég var!! Er það ekki annars??!!

Já ég vil óska afmælisbörnum dagsins til hamingju með daginn. Til hamingju með daginn amma mín og til hamingju með daginn Þórdís Jóns (gamall géari!!). Hafið það sem allra best ;o)

Rosalega er ég sammála mörgu hjá henni Þóru, en hún var bekkjasystir mín í M.A., úr géinu góða, tíhí ;o)
Til dæmis:

Mig langar til útlanda. Fór síðast árið 2001 í kórferðalag, en langar óskaplega mikið að fara með honum Guðmundi mínum því við höfum aldrei farið út saman.

Ég ætlaði til útlanda í skóla, hætti við það vegna þess að ég sá sjálfa mig bara ekki fyrir mér erlendis. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér?

Ég bjó í Reykjavík, gaman að búa bara við tvö, en mikið rosalega saknaði ég (söknuðum við) fjölskyldunnar minnar (okkar) og sveitarinnar => tók því þá ákvörðum með betri helmingnum að flytja aftur norður og þakka nánast daglega fyrir þá brilliant ákvörðun.

Væri alveg til í að grennast um einhver kíló, en pant halda búbsonum, hehehe!!!

Ég er innilega gamaldags og finn það betur ár frá ári. Mig langar að giftast Guðmundi og eignast með honum börn. Ég myndi líka vilja það hlutverk að vera heimavinnandi húsmóðir í fullu starfi, alla vega meðan börnin væru ung. Ég veit að ég myndi leysa það starf vel að hendi því ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þetta er eitt af mikilvægustu störfunum og ber mikla virðingu fyrir þeim húsmæðrum og húsfeðrum sem hafa haft þetta að aðalstarfi.

Mig langar að vinna við eitthvað sem ég er góð í og þykir skemmtilegt. Ég vona að kennarastarfið eigi eftir að mæta væntingum mínum...

Ég væri til í að kunna mörg tungumál, eins og t.d. frönsku, spænsku, ítölsku, rússnesku og fleiri slavnesk mál og fleira og fleira....

Mér finnst svo frábært að vera ástfangin og vera elskuð til baka og óska öllum að fá að upplifa slíka sælu einvhern tíman á ævinni ;o)

Ég hlakka til að klára skólann, því þá get ég heilshugar farið að lesa mér til skemmtunar, sjónvarpið hefur tekið of mikinn sess bóka!

Ég væri til í að eiga mun meira af snyrtivörum en ég á, og væri til í að læra förðun... en vá hvað sá draumur er dýr!!! Hann verður að bíða betri tíma, því margir aðrir draumar ganga fyrir, eins og draumurinn um eigið íbúðarhús og heilbrigða fjölskyldu.

Ég óska þess að þessir draumar mínir, vonir og væntingar eigi eftir að rætast :o)

Við erum að tala um það er ég er í herfilega miklu pirrkasti, og ég er hreinlega ekki að skilja hvers vegna í ands.. maður getur verið í svona fúlu skapi þegar það er abselútlý ekkert nema gott í kringum mann og góðir hlutir að fara gerast. Eins og til dæmis það að Guðmundur og félagar hans um borð í Guðmundi Ólafi eru að fara að landa í Noregi og Guðmundur ætlar að koma heim í smá frí, til að við getum haldið upp á 25 ára afmælin okkar og farið á ættarmót í hans ætt núna á laugardaginn. Góður dagur maður, ég 25, ættarmót og svo er okkur boðið í brúðkaup líka 5.júlí. Gauji og Þóra (Guðjón Valur handboltakappi sem var einu sinni í K.A. hérna fyrir nokkrum árum, er sem sagt gamall félagi Guðmundar) ætla að gifta sig og verða með svaka veislu og bara ball á eftir... þannig að við Guðmundur auglýsum hér með eftir vísindamanni sem getur klónað menn, til að við getum verið á tveimur stöðum í einu!!!

Sko... hvað gerist ekki... með því að blogga pínu er skapið strax aðeins farið að léttast.. nú fer ég svo bara út og fer að leika mér með Sólon (kattarsnillingurinn minn) því hann er svo svalur!!