MamaMia

laugardagur, júlí 19, 2003

FRÁBÆRT ROAD-TRIP Við skemmtum okkur allar ljómandi vel í gær, enda ekki hægt annað í svona góðum félagsskap og snilldarveðri. Förinni var heitið til Siglufjarðar þar sem Auður og Þórdís hafa ekki farið þangað síðan þær voru börn. Við keyrðum því út eftir, í gegnum Ólafsfjörð, tókum samt Svarfaðardalshringinn fyrst, en hann hef ég ekki farið eftir að ég fékk bílpróf, mjög gaman ;o) Keyrðum yfir Lágheiðina niður í Fljótin. By the way, Þórdís veit núna af hverju Lágheiðin var einu sinni rallíbraut, hehehe!!! Það var frábært að koma niður í Fljótin og sjá veðurdýrðina og margir bændur í heyskap og gott á flestum túnum sýndist mér! Já ég veit, ég verð alltaf svolítill bóndi í mér, tíhí! Við ákváðum svo að snæða samlokur, kanelsnúða og djús í laut einni nokkru áður en komið er að Strákagöngunum, með sjóinn og Fljótin í útsýn. Mér til mikillar ánægju þá eru krækiberin bara að verða nokkuð þroskuð ;o)

Á Siglufirði var nokkuð stuð, þar sem ´53 árgangurinn var að koma saman til að skemmta sér. Veðurblíðan ótrúleg og við rúntuðum og röltum aðeins um. Við römbuðum inn í „búðina“, Siglósport... og því er skemmst frá að segja að þessi búð er alger snilld, þarna er allt! Barnaföt, unglingaföt, íþróttaföt og ekki má gleyma lottóinu!!! Og hvað gerðum við ekki... jújú, við keyptum okkur allar eitthvað!! Og erum þvílíkt ánægðar með það sem við keyptum!

Síðan keyrðum við hinum megin í fjörðinn til að finna okkur laut til að grilla. Það var ekki vandamál og grillið komið á fullt in no time... forrétturinn var kjúllaleggir, síðan kom laxinn og að lokum lambið, best á grillið!! Þvílík snilld og við að springa.

Við ætluðum alltaf í sund, enda ég nýbúin að kaupa bíkini í tilefni dagsins, og þeir sem mig þekkja vita nákvæmlega hvað það er mikið afrek hjá mér. En ég var búin að gleyma því að á Sigló er innilaug, og aðeins einn útipottur og þá datt nú eiginlega sjarmurinn af sundi upp fyrir. Úr því verður bætt seinna.

Eftir matinn héldum við áleiðis í Skagafjörðinn og þó tók málæðið við. Umræðurnar voru að sjálfsögðu alla vega 70% um kynlíf, en einnig var stoppað til að taka myndir af eyjunum og njóta blíðunnar. Stutt stopp var gert á Hofsósi, en vinur minn þar frekar upptekinn og því ekki lengi stoppað... hann vissi auðvitað ekkert að við værum að þvælast þarna um og ég vildi ekki trufla hann við vinnuna.

Stefnan því tekin heim og málæðið hélt áfram... snilld...

Þar sem við gátum ekki hætt að spjalla var farið á rúntinn eftir að við komum aftur til Akureyrar. Um miðnætti þó skutluðum við Auði heim, enda sú eina sem á mann heima í augnablikinu, tíhí!! Við Þórdís héldum áfram að spjalla og rúnta og það var mjög gott og gaman.

Það var þó komin tími á að fá smá testasterón í bílinn, og Gulli sem var tiltölulega nýkominn í bæinn, kom á rúntinn með okkur. Auðvitað var bullinu haldið áfram með fersku blóði.. mjög gaman ;o)

Ég átti fjós í morgun, og ætlaði því nú að fara að koma mér heim þarna rétt fyrir klukkan 2, skutlaði því Þórdísi heim, en við Gulli höfðum bara um svo margt að spjalla að ég skutlaði honum ekki heim fyrr en undir 3 og var því afar glæsileg í fjósverkunum í morgun!

Mikið er nú gaman að vera að eignast nýja vini ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home