MamaMia

laugardagur, júlí 26, 2003

Ég fór til Dalvíkur í gær, til að hitta hana Jósu mína. Gleði gleði... Hún er stödd þar því hún er á hringferð um landið með hóp af unglingum sem hún hefur verið að leikstýra. Þetta er djobb á vegum U.M.F.Í. og búið að vera mjög gaman hjá henni. Mikið rosalega var gaman að hitta hana og sjá krakkana, þau voru hress og skemmtileg. Við tókum auðvitað hring í Svarfaðardalinn, en hann var mjög snarpur þar sem ég var að verða of sein inn eftir aftur, verður vonandi endurtekin síðar í betra veðri og á lengri tíma... og þá kannski rent inn í Hól, tíhí!!

Svo voru þau að fara í flug vestur í dag, þannig að Jósa gat aðeins komið hingað inn eftir í hádegismat og slúður, mjög gaman.. hún gaf mér svo afmælisgjöfina mína, frábæra gamla bók um ástarlíf, vetttlinga sem hún prjónaði handa mér og kökubox með beljumynd!! En það er svona milli mín og Jósu.. ég safna beljudóti og hún gefur mér það, hehehe ;o)

Mér finnst að Jósa eigi að búa hérna fyrir norðan og ég get ekki beðið eftir því að það rætist, sem mun einhvern tímann verða af því henni líður svo vel hérna.

Svo er ég búin að fá formlegt leyfi til að djamma með Svarfdælingum og mökum þeirra um Versló... ég fékk inngöngupassa því ég er sveitagella ;o) Þetta á áreiðanlega eftir að vera heilmikið fjör og ég hlakka mikið til. Gaman gaman ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home