Jamm... ég er sem sagt orðin 25 ára gömul. Það var forvitnilegt að eyða deginum á ættarmóti með móður-föðurætt Guðmundar og fá svona 300 manna veislu bara vessgú!! En ég get alveg sagt ykkur það að þetta var alveg vandræðalegt, að láta þennan fjölda syngja fyrir sig afmælissönginn. Ég var orðin eldrauð í framan og leið svona svipað og þegar ég átti síðast afmæli þar sem það vildi til að ég var einhversstaðar í mannfögnuði, þ.e. þegar ég átti 11 ára afmæli minnir mig og var á fótboltanámskeiði í Árskógi og einn strákurinn, sem by the way var einn af sætustu strákunum á námskeiðinu, söng fyrir af og til ALLAN daginn til þess að gera mig vandræðalega!! En svo var það nú reyndar svolítið sætt af krökkunum að þau söfnuðu í púkk handa mér og gáfu mér í afmælisgjöf ;o)
Svo er það betri helmingurinn, hann á afmæli í dag, líka 25 ára. Til hamingju með það ástin mín ;o)
Við erum sem sagt samtals fimmtug og ætlum í tilefni þess að halda upp á það, fyrst Guðmundur er í landi og svona. Það verður kaffiveisla í kvöld fyrir famelíurnar og partý annað kvöld fyrir vinina. Mjög gaman ;o) Ætli þetta verði bara ekki áfram svona, við höldum bara upp á afmælin okkar á fimm ára fresti, héldum síðast upp á afmælin okkar fyrir fimm árum með heljarinnar grillparýi!!! Ég held það barasta...
Svo er það betri helmingurinn, hann á afmæli í dag, líka 25 ára. Til hamingju með það ástin mín ;o)
Við erum sem sagt samtals fimmtug og ætlum í tilefni þess að halda upp á það, fyrst Guðmundur er í landi og svona. Það verður kaffiveisla í kvöld fyrir famelíurnar og partý annað kvöld fyrir vinina. Mjög gaman ;o) Ætli þetta verði bara ekki áfram svona, við höldum bara upp á afmælin okkar á fimm ára fresti, héldum síðast upp á afmælin okkar fyrir fimm árum með heljarinnar grillparýi!!! Ég held það barasta...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home