MamaMia

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Jæja, hvað get ég sagt ykkur í dag? Jú... ég er óendanlega pirruð út í eina ákveðna manneskju, en get eiginlega ekki farið nánar út í það... veriði bara fegin... það hefði getað endað í meiriháttar tuði!!

Heyrði í Þórdísi Ósk áðan... hún er svona að reyna að plana Versló hjá sér. Við erum að spá í að gera eitthvað af okkur á laugardagskvöldið.. enda við ekki í brúðkaupi eins og sumir... djók.. ég er ekki geðsjúk.. bara pirruð.. og ALLS EKKI út af þessu ;o)

Ég skal bara segja ykkur það að vera í verkum eins og að mála (erum sem sagt búin með okkar hluta í að mála útihúsin) er alls ekki gott fyrir geðheilsuna vegna þess að þetta djobb reynir ekkert á heilann, og hugurinn fer því á flug. Eins og flestir vita er hugur minn nokkuð frjáls og því ekki alltaf gott fyrir hann að fá að njóta sín og leika lausum hala... því afleiðingarnar eru oft pirringur!

Urrr...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home