MamaMia

miðvikudagur, júlí 16, 2003

Jésss... er að fara í Road-Trip á föstudaginn. Við Auður og Þórdís ætlum að skella okkur á rúntinn og skreppa til Siglufjarðar og svona. Við ætlum að taka með okkur eitthvað góðgæti og grilla. Geggjað gaman...

Lá í sólinni í dag og svona... geri það sennilega líka á morgun ef dagurin á morgun verður jafn frábær og í dag. Við Villi erum sem sagt ein heima, og förum í fjós en ekki mikið meira af verkum fyrir okkur, smá málningarstúss kannski. Jésss...

Er ekki að fíla það að sofa aftur ein, Guðmundur fór sem sagt aftur út á sjó á mánudaginn :( Þá kemur reyndar nýja afmælisgjöfin mín sér að góðum notum, tíhí!

Ætli allar konur eigi sér gamla forboðna fantasíu, þ.e.a.s. um mann sem er fullorðinn og frátekinn? Ég skal segja ykkur það að mín gamla dúkkar alltaf upp með vissu millibili, var til dæmis mjög slæm hérna í júní og núna er hún að koma aftur. Þetta er dálítið skrítið, sérstaklega þar sem ég er víst orðin fullorðin kona!! Vegna þess að „tæknilega“ séð get ég fylgt fantasíunni eftir og það er mjög óþægilegt að vita það þarna innst inni í fylsgnum heilabúsins. Ekki það að ég myndi fyrir mitt litla líf „act on it“, en ég get ekki svarið fyrir það hvað ég myndi gera ef ákveðnar aðstæður kæmu upp!! Tæki fantasían yfirhöndina?????

P.S. Ég vil ekki vita svarið við þessu!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home