MamaMia

þriðjudagur, júlí 15, 2003

Tíminn líður trúðu mér, taktu maður var á því... eða eitthvað svoleiðis söng maður einhvern tímann með kór Menntaskólans...

Síðustu helgi var heljarinnar veisluhald hér á bæ. Á fimmtudagskvöldið var ættingjum boðið til kaffisamsætis. Tilefnið var auðvitað 25 ára afmæli Guðmundar og í raun 50 ára afmæli okkar beggja ;o) Við fengum margar fallegar og góðar gjafir og veislan skemmtileg með ýmsu góðgæti. Á föstudagskvöldið héldum við svo 50 ára afmælispartý fyrir vini og kunningja. Við vorum voða glöð yfir mætingunni og gestir okkar mjög glaðir með veitingarnar, en við Guðmundur grilluðum ofan í liðið, naut og lamb a´la Bjarkey ;o) Það var mjög glatt á hjalla og fólk í svaka stuði og hér var drukkið, hlegið og djammað fram eftir nóttu. Ótrúlega skemmtilegt. Við fengum líka góðar og fallegar gjafir frá vinum okkar, en það verður að segjast að ein gjöf stendur óneitanlega upp úr. Takk fyrir okkur, Auður og Óskar, þið hittuð okkur beint í hjartastað ;o) Takk svo allir fyrir þær góðu kveðjur og gjafir sem við höfum fengið í tilefni afmæla okkar og takk fyrir frábæra skemmtun síðustu helgi.

TAKK ELSKURNAR!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home