MamaMia

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Við erum að tala um það er ég er í herfilega miklu pirrkasti, og ég er hreinlega ekki að skilja hvers vegna í ands.. maður getur verið í svona fúlu skapi þegar það er abselútlý ekkert nema gott í kringum mann og góðir hlutir að fara gerast. Eins og til dæmis það að Guðmundur og félagar hans um borð í Guðmundi Ólafi eru að fara að landa í Noregi og Guðmundur ætlar að koma heim í smá frí, til að við getum haldið upp á 25 ára afmælin okkar og farið á ættarmót í hans ætt núna á laugardaginn. Góður dagur maður, ég 25, ættarmót og svo er okkur boðið í brúðkaup líka 5.júlí. Gauji og Þóra (Guðjón Valur handboltakappi sem var einu sinni í K.A. hérna fyrir nokkrum árum, er sem sagt gamall félagi Guðmundar) ætla að gifta sig og verða með svaka veislu og bara ball á eftir... þannig að við Guðmundur auglýsum hér með eftir vísindamanni sem getur klónað menn, til að við getum verið á tveimur stöðum í einu!!!

Sko... hvað gerist ekki... með því að blogga pínu er skapið strax aðeins farið að léttast.. nú fer ég svo bara út og fer að leika mér með Sólon (kattarsnillingurinn minn) því hann er svo svalur!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home