MamaMia

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Guðmundur kemur í kvöld.... oh my god hvað ég hlakka til.... Að vísu fer Jósa í kvöld líka, en svona er það.. sumarið er búið!!!

Er annars ekki í bloggstuði.. heyrið bara í mér seinna ;o)

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Guðmundur hringdi á sunnudagskvöldið.. ég var reyndar ekki með meðvitund, en náði því samt að hann kemur sennilega heim á morgun eða hinn.. JIBBÝ.. þá er þessum grasekkju-lifnaði mínum senn lokið. Þetta er líka sennilega síðasta sumarið sem Guðmundur fer á sjó... ja alla vega í bili. Þannig að næsta sumar fæ ég að upplifa heilt sumar með Guðmundi... That´s a nice thought ;o)

Það er mjög gaman í skólanum og nóg að gera. Á föstudaginn er umhverfisdagur í skólanum og 5. bekkur og upp úr fara í göngu upp að Hraunsvatni í Öxnadal. Við kennaranemarnir förum að sjálfsögðu með, og nú eiga bara allir að krossleggja fingurna og vona að veðurspáin rætist ekki!! Mér skilst nebbnillega að það eigi að kólna og mögulega rigna :(

sunnudagur, ágúst 24, 2003

Sjanna nanna na.. ævintýrin enn gersast
Eftir að hafa borðað alveg yndislegustu nautalaund sem ég hef á ævinni bragðað, nýjar kartöflur og wicket salat beint úr garðinum, var ákveðið að láta undan þrýstingi og hefja undirbúning að því að fara í Sjallann á Brimkló!!! Við dömurnar skelltum okkur svo í bæinn fyrir miðnætti og hittum Villa bróður á Kaffi Karólínu, og svo skemmtilega vildi til að Jósa þekkti fleiri þar heldur en ég.. og ég er héðan og hún að sunnan!! Gaman að því... Þarna voru sem sagt gamlir Laugvetningar (Jósa gekk sem sagt í Menntaskólann að Laugarvatni) og vinnufélagar á Eddunni. Eftir nokkra hringi á rúntinum ákváðum við svo að fara inn í Sjallann og finna fleira staffalið af Eddunni. Strax í andyrinu svo moment kvöldsins hjá mér, ég var spurð um skilríki, hehehehe og ég varð svo glöð og hló svo mikið að gaurinn varð geðveikt vandræðalegur og sagði að ég þyrfti ekkert að ná í debbann út í bíl ;o) Svo skelltum við okkur auðvitað fljótlega á gólfið með þessu snilldarfólki sem þarna var saman komið til að skemmta sér á Brimkló.. og það var svo skemmtilegt að vera í Sjallanum þegar meðal-aldurinn hækkaði um ein 15-20 ár. Hreinasta snilld... Svo mætti auðvitað Laugvetningurinn og vinnufélagar hans í Sjallann og þá tóku við dansspor og daður dauðans.. Jósa á heavy séns og ég svo ánægð með það, því gaurinn er SVONA sætur!!! Hey, svo fékk ég meira að segja að vita að ég væri ennþá pínu sæt... lenti á krúttlegasta séns ever.. en drengurinn er líka FÆDDUR 1981!!! HAHAHAHAHA..... Til að hjálpa Jósu áleiðis með sénsinn bauð ég þessum guttum í eftirpartý í sveitinni... þá var gítarinn gripinn og rauluð nokkur lög.. og slef og slumm stundir Jósu komust vel á veg, tíhí.... gaman að því... Í alla staði frábært kvöld.

Svo fór Villi í morgun.. það var alls ekkert erfitt að kveðja hann.. maður er bara aðallega spenntur ;o)

laugardagur, ágúst 23, 2003

Jibbý jeij... er búin að eignast litla frænku.. hún kom í heiminn á fimmtudagskvöldið og er að mér skilst bara alsæl með það, rétt eins og foreldrarnir. Móðirin, hún Gurra frænka, er sko náskyld mér, feður okkar eru bræður, en þetta er einungis þriðja barnabarnabarn Stínu ömmu og Ingólfs afa. Þau eiga sko sex barnabörn, en bara tvö þeirra búin að eignast börn. Svona er það nú skemmtilegt, enda fólk að mennta sig og koma sér fyrir í lífinu og svona... margt að gera...
Litla snúllan mældist að mér skilst 13 1/2 mörk og rúmir 50 cm... alveg passleg að mínu mati ;o) Vertu velkomin litla frænka og til hamingju Gurra og Einar ;o) Kossar og knús til ykkar. Auðvitað fá amman og afinn, Lalli og Rut líka kossa og knús, til hamingju með fyrsta barnabarnið. Kristín mín, til hamingju líka... nú hefur þú það nýja hlutverk í lífinu að vera uppáhaldsfrænkan ;o)

Það er bara allt að gerast.. á morgun flýgur litli bróðir minn suður og fer seinni partinn með flugvél áleiðis til Noregs. Hann er að fara í mastersnám í tónlistarháskólanum í Oslo og búast má við því að hann verði búsettur í Noregi í einhver ár. Þetta er eitthvað sem maður hefur nú vitað í mörg ár, að Villi færi út í nám.. en það er sem sagt að gerast núna.. sko NÚNA.. og ég er bara ekki að fatta það!! En auðvitað er þetta bara mjög skemmtilegt og heilmikið ævintýri sem ég vona að bróðir minn muni njóta til hins ítrasta.

Svo er besta vinkona mín hérna fyrir norðan að fara suður í Lanbúnaðarháskólann á Hvanneyri, þannig að það verður líka skrítið að geta ekki bara hitt hana hvenær sem er. Ég segi að hún sé hetja, því eiginmaður hennar fer ekki með henni, hann er hér við nám í H.A. Ég veit að ég gæti þetta ekki, sjómannskonan, á þeim forsendum að ég verð bara að höndla það þegar kallinn minn er á sjó og að til hans kemst ég ekki, en að vera sitthvoru megin á landinu, eða þannig...nei... ég gæti það aldrei!

Svo er Þórdís Ósk líka flutt suður, er að fara í nám í Reykjavík... þannig að það eru allt í einu bara allir að fara eitthvað burt í nám!!!

En svona er nú það, lífið er sem betur fer margbreytilegt og kemur manni enn á óvart.. ég held að mér sé óhætt að segja að þetta sumar, sem senn er á enda, hafi verið alveg frábært, þrátt fyrir að Guðmundur hafi verið á sjó. Hann fékk þó góð frí og við gátum haldið upp á afmælin okkar og svona. En þetta sumar hefur einnig átt sínar óvæntu stundir, sem ég er að mörgu leyti enn að vinna úr, sem er mjög skemmtilegt og þroskandi. En eins og ég segi... yfir höfuð frábært sumar ;o)

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Jamm.. líður enn betur í dag, sér í lagi eftir smess-törn dagsins í gær og fá þannig að vita að allt er í Kei...

Allt að gerast uppi í skóla, skólasetningin á morgun og krakkarnir koma svo á mánudaginn. Gaman að því... ég er alveg í fílingnum, finnst bara alveg eins og að ég sé að fara að kenna, varð voða inspired eftir alla þessa fundi og finnst ég bara vera ein af staffinu í skólanum.. Það er mjög skemmtilegt.

Þelamörk í gær, auðvitað. Sótti Jósu í vinnuna og við fórum svo bara beint í sund. Mikið agalega er gott að vera þarna. Það var frekar fámennt, enda klukkan bara milli 5 og 6. En við týndumst algjörlega í athyglissýki okkar og fíflalátum fyrir alvarlegri pæju.. hún hefur sennilega verið eitthvað á sextugsaldri, með nýja kærastanum sínum og vini þeirra... við erum að tala um það að lessutilburðir okkar Jósu (vorum sko saman í svona dekkjablöðru, hreinlega ofan í brjóstunum á hvorri annarri) féllu algjörlega í skuggann fyrir bend-over æfingunum hennar sem hún tók þarna í vaðlauginni!!! Gellan var bara til í Doggy-stælinn right away!!! Herre Gud...

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Djöfull er ég búin að vera langt niðri þessa dagana... er byrjuð að elta leiðsagnarkennarann minn upp í Giljaskóla, sem er mjög gaman, en þegar ég er komin heim á daginn hellist yfir mig leiðinn. Ég er alls ekki hrifinn af þessu og hef því reynt að ná mér upp úr þessari lægð, sem er held ég að takast núna, alla vega hefur dagurinn í dag verið fínn, enn sem komið er alla vega!! Tel að ég hefði kannski ekki átt að blogga í fílunni þarna fyrir helgi, en það verður bara að hafa það, svona er ég og fólk hefur held ég alveg sætt sig við það. Svo er þetta kannski líka bara gott tæki til ákveðinnar útrásar og hjálpar manni við að skipuleggja hugsanir sínar. Ég held að ég verði bara að hugsa þetta þannig.

Mér er órótt þessa dagana... því er ekki að neita... veit ekki hvað ég get gert til að laga það, því þetta getur eiginlega ekki lagast fyrr en ég veit eitthvað meira, en ég vil ekki ýta á eftir fólki og er því ekki að forvitnast um það sem mig vantar að vita.. heldur reyni að bíða róleg eftir að mér verði sagðir hlutirnir... sem gengur sem sagt ekkert of vel, og því er ég svona óróleg. Þessi óróleiki hefur sem sagt ekki farið neitt of vel saman við lægðina sem ég er í, enda tengist það.. samblanda af þessu tvennu minnir einna helst á þá sjón að sjá rauðhærðar konur með bleikan varalit.. slíkt ætti auðvitað að vera bannað með lögum!!! Það er ekki hægt að vera rólegur og yfirvegaður við slíka sjón, frekar en að bíða óþreyjufullur eftir upplýsingum um það hvort lífið fái að halda áfram eins og maður vill eða ekki!

Talandi um að fá frelsun.. fékk hana í þessum skrifuðum orðum... var að fá sms sem bendir til þess að hlutirnir séu í lagi og fólk á lífi!!! Ég vil nota tækifærið og þakka tækninni fyrir þessa frelsun. Takk fyrir...

sunnudagur, ágúst 17, 2003

CWINDOWSDesktopFightclub.jpg
Fight Club!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

Jamm og jæja.. komin sunnudagur enn einu sinni... og ENGIN á msn, þannig að ég bara blogga í staðin!

Tónleikarnir í gær, og það var bara gaman.. öðruvísi tónverk en venjulega, en krakkarnir svo hressir og skemmtilegir og góðir spilarar. Gaman að hlusta á verk eftir íslenskt tónskáld og finnast það bara mjög gott verk!! Og annað... hvað er þetta með kontrabassaleikara?! How sexy can they get?! Annars voru það bara rólegheit í gærkvöldi... Ein af síðustu kvöldmáltíðum stórfjölskyldunnar; Villi kemur norður eftir þessa hringferð með Ísafold á föstudaginn, klárar að pakka og svo flýgur hann út til Noregs á sunnudeginum; sem sagt eftir VIKU!!! Bakið enn að stríða mér þannig að það var ekkert djammað í gær!!

Skutlaði svo Villa í bæinn áðan, þau eru að fara vestur núna, fara á Stykkishólm og verða með tónleika þar annað kvöld. Við Villi vorum einmitt að ræða það hvað það er langt síðan maður var þar síðast...síðast með Lúðrasveit Akureyrar á landsmóti lúðrasveita 1994, að okkur minnir!! Það eru næstum því 10 á síðan.. shit!

Heyrði svo í Guðmundi í gær, bullaði vel og lengi í honum ;o) Þeir munu landa í Sortland í norður Noregi á morgun. Þá er bara einn túr eftir og þeir bræður koma svo heim og beint í skólann. Jibbý... vonandi verður svo haustið ljúft og milt svo maður geti eitthvað siglt að ráði... farið kannski með kajakana eitthvert skemmtilegt. Svo getur maður þá líka vonandi boðið fleirum að prófa og gera fleiri veika, svo maður fari nú að fá einhverja með sér í þetta sport!!! Hehehehehe....

laugardagur, ágúst 16, 2003

Hvað er betra svona í ágústmánuði, en nýuppteknar gulrætur með smá moldarbragði?! Ummh... nammi namm...

Það endaði bara í rólegheitum gærkveldið... glápt á imbann uppi í rúmi, þar sem bakið á mér tók upp á því að fara í baklás. Það er nú bara orðið þokkalegasta sjónvarpskvöld, föstudagskvöld, þættir eins og Bernie Mac og þarna hinn... oh með hjónunum þarna... já Hidden Hills. Ég gat alla vega hlegið slatta. Svo var það King of Queens.. fyndinn.. og svo gerði ég sumum það að horfa á Titus... OK ég viðurkenni það... þetta er helvíti fyndinn þáttur!!! Og hana nú og hafðu það!!!

Það er alveg snilldarveður úti, logn, hlýtt og sólarglæta af og til.. og hvað geri ég... jú jú, er að drepast í bakinu og er í tölvunni.. meikar sens, ekki satt!! Nei nú fer ég út, þetta gengur ekki...

Heyrumst....

föstudagur, ágúst 15, 2003

Er mætt allt of snemma í skólann, en það er svona þegar við hjónin (ég & Jósa) vinnum svona ekki alveg á sama tíma, og búum í sveitinni, þá verður maður að láta sig hafa það að vakna aðeins fyrr til að samnýta bílinn...

Við hjónin skelltum okkur á heavy tónleika í gær... heitir fimmtudagar í Deiglunni... Það var djass með meiru.. Siggi Flosa og félagar með feikna gott prógramm sem hitti svona geggjað vel í mark.. djöfull voru þeir góðir mar... Við vorum í svaðalegum fíling og hrisstum okkur og skókum eins og við ættum lífið að leysa... ég hef nefninlega ALDREI getað skilið hvernig hægt er að hlusta á djass alveg gjörsamlega hreyfingalaus. ÞAÐ ER BARA EKKI HÆGT!!! En þarna voru nokkrar hræður sem hreinlega hreyfðust ekki....?!

Föstudagur í dag... gæti farið svo að það yrði fjör hjá okkur hjónunum í kvöld, því Auður og Óskar ætla að kíkja til okkar í kvöld, kannski Þórdís Ósk líka, veit ekki?! Kannski að ég kaupi eitthvað inn á eftir, hmmm.... Svo kemur Villi bróðir norður, en hann og félagar hans í nýstofnaðri kammersveit, Ísafold kammersveit, ætla að spila inn í Laugaborg á morgun klukkan fjögur. Gaman gaman ;o) Það þarf svo víst að fara að hjálpa honum að pakka... hann ferðast með kammersveitinni um landið, kemur svo rétt heim og klárar að pakka og svo er hann bara fluttur út!! Oh my God.... þetta á eftir að verða weird, litli bróðir manns ekki lengur á Íslandi!

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Mér finnst það ekki skemmtilegt þegar fólk veldur mér vonbrigðum, og það gerist sem betur fer sjaldan, að mér finnist fólk bregðast mér. En þegar það gerist þá er það alveg óskaplega mikill bömmer. Nú segja sumir í huganum; en fólk er fífl og það verður að koma fram við það verandi með það á hreinu. Ég veit það, en ég er bara ekki að tala um almenning, ég er að tala um fólkið næst mér í lífinu... fólkið sem ég treysti og trúi. Ég er ávallt viðbúin að taka á móti alls konar straumum og stefnum þegar ég ræði við fólk sem ég þekki ekki neitt. Hins vegar þegar ég ræði við fólkið í kringum mig, þá hef ég að sjálfsögðu ákveðna mynd af þeim í huga sem þeir hafa sýnt mér að sé sú mynd af þeim sem þeir vilja að ég þekki. Það er þá sem ég verð vonsvikin, þegar fólk fer út úr myndinni og hegðar sér á einhvern hátt öðruvísi en búast má við af þeim. Sumir tala um að fólk sé þá out of character og jafnvel ósjálfrátt, en mín skoðun er sú að fólk er þá alls ekki ósjálfrátt, heldur fer það yfir línuna (þið vitið strikið sem ákvarðar hvað þú mátt ganga langt í samskiptum við einhvern) og gerir það þá alveg meðvitað, en heldur bara að það sé í góðu, af því að þetta er nú bara hann Jón, eða hún Stína...Það er þetta sem mér finnst gremjulegt og í raun finnst mér þá verið að gera lítið úr fyrri samskiptum þessara tveggja persóna, þar sem fyrri samskipti eru vanvirt með því að ganga meðvitað of langt. Þetta getur svo hæglega smitað út frá sér... þ.e. fyrst að ég gerði þetta við hann Jón, þá hlýtur það nú að vera í lagi að gera þetta við hana Stínu. Eða þá að þetta fréttist með mig og Jón, og fólkið í kringum mann sér að það þarf að breyta myndinni af minni persónu hjá sér, og þar af leiðandi verður það oft vonsvikið. Eins og ég er núna í þessa dagana.

Til að létta lundina fórum við Jósa í sund í gær... að sjálfsögðu út í Þelamörk, enda opið lengi og voða gott að vera þar. Það var þó ekki laust við það, að þrátt fyrir að Jósu tækist að gera sjálfa sig fullkomlega að fífli og drepa mig næstum því úr hlátri, að manni fannst eitthvað vanta... enda síðustu ferðir í Þelamörk fjölmennari ;o) OK, ég verð að segja ykkur hvað Jósu tókst að gera... sko, þeir sem þekkja hana eða eru svona að kynnast henni í gegnum mig, þeir kynnast því mjög fljótt hvað hún er orðheppin og óheppin!! OK, Jósa var sem sagt upp á svona flot-dæmi einhverju og ég varð náttúrulega að stríða henni, synti undir og velti henni ;o) Það heppnaðist vel og þegar ég kom svo upp úr vatninu til að hlæja, þá kemur hún um leið upp úr, og segir þessa ódauðlegu setningu: „Og þarna fóru bara brjóstin út um allt“. Það sem gerir þessa setningu ódauðlega er að bara ég tók eftir því að brjóstin voru komin út um allt, en karlmaðurinn sem var þarna 2 metrum frá okkur tók að sjálfsögðu eftir þessu þegar hún sagði þetta, og hann ranghvolfdi augunum og roðnaði og blánaði.. þetta var sjúklega fyndið, og Jósa auðvitað alveg vandræðaleg, og vandræðalegust auðvitað þegar ég sagði henni að kallgreyið hefði ekki tekið eftir þessu nema af því að hún sagði þetta, hehehehehehhehe..........

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Ég er ástfangin.... ekki bara af Guðmundi, heldur er komin inn nýr maður í mitt líf. Hann er með fallegustu rödd sem ég hef heyrt á ævinni og afar ungur og fallegur maður. Þar af leiðir er ég komin með nýjan dagdraum, sem er þannig að ég fái einhvern tíman að syngja með þessum mikla hæfileikamanni.. yeah, totally in my dreams!! Nýja ástin mín heitir Josh Groban og er að mínu mati stærsta rísandi stjarnan í klassík/popp tónlistarheiminum.. þvílíkt yndi... heahhh...dæs...

Ég hef lengi ætlað að kaupa mér diskinn með honum (sá hann fyrst og heyrði í þáttunum Ally McBeal), og lét loks verða af því þegar ég ráfaði um á amazon í leit að tónlistinni úr þáttunum American Dreams sem sýndir eru á Stöð 2. Tónlistin í þeim þáttum er alveg frábær, segja mér söguna af mínu síðasta lífi, þannig að mig langaði til að komast yfir geisladisk unnin upp úr þáttunum. Hann fann ég og keypti, og sá þá disk úr American Idol á tilboði og keypti hann líka. Svo stimplaði ég inn nafn Grobans og keypti diskinn hans loksins ;o) Þessa þrjá diska var ég sem sagt að fá í dag og er búin að vera að hlusta á þá í bílnum í bænum. Diskurinn úr American Dreams er mjög fínn og Idol-diskurinn auðvitað eins og ég bjóst við, topp 11 í þættinum með lög á disknum. En ég verð að segja að diskurinn með Josh Groban slær öll met og ég segi bara Andrea Bocelli hvað???!!!

mánudagur, ágúst 11, 2003

Ooooohhhhh.... ég er að fá hausverk, damn it.........

Your: Mysterious eyes. All in the title. Your independant secretive and myseterious. You appear cold and distant, but hey, at least no one messes with you.
Your: Mysterious eyes. All in the title. Your
independant secretive and myseterious. You
appear cold and distant, but hey, at leats no
one messes with you.


What type of eyes do you have?
brought to you by Quizilla

Jæja, það er víst komin mánudagur eftir skemmtilega og að mörgu leyti óvenjulega helgi.

Jósa kom norður ásamt fjölskyldu sinni á fimmtudaginn. Ég sá hana samt kannski ekki mikið þennan dag, enda allt á fullu í heyskap. Hins vegar plataði ég hana með mér í fjós um kvöldið, og vorum við bara þrjár gellurnar í verkunum, ég, Jósa og Aldís heimasæta... svaka fjör. Til að skola af sér fjósalyktina var ákveðið að skella sér í sund á Þelamörk og voru Auður og Gulli aftur plötuð með okkur (við þrjú fórum sko í sund á Þelamörk á þriðjudaginn!!)... Óskar póskar nennti ekki með okkur :( enda fær hann að svara fyrir þessa leti næstu misseri!! Þar var rennibrautin tekin með trukki, og sá Jósa mest megnis um það... Ákveðnir bræður (Gulli og litli bróðir hans) reyndu að heilla okkur gellururnar með slagsmálum, sem reyndar gekk ekkert voða vel, hehehe ;o) Við dömurnar, Auður, ég og Jósa skelltum okkur svo á kaffihús eftir sundið og þær Auður og Jósa í svona svaka áfengisfíling og fengu sér því eitthvað gott.... Áfengisfílingurinn fór ekki af þeim og stefnan því tekin á 10-11 til að redda límónum í svaðalegan drykk sem Auður mixar!! Í Gránu tók því við einskonar áfengis/videókvöld sem var bara fínt, svona á fimmtudegi!!!

Föstudagurinn var heyskapardagur... eða þannig... endaði í mígandi rigningu og ég fór því bara í bæinn með Jósu, mömmu hennar, mömmu minni og Aldísi heimasætu. Um kvöldið ætlaði ég að elda chineese chicken, og það tókst með ágætum. Jósa fór svo á rúntinn með foreldrum sínum út í Grýtubakkahrepp en þegar heim kom var dottið í vídeóið... The Wedding Planner!!!

Það rættist heldur betur úr laugardeginum, heyskapur af bestu gerð og 25 stiga hiti hér í Eyjafjarðarsveit ;o) SCHNILLD.... Tek það samt fram að það er hægara sagt en gert að hossast í traktor heilan dag með túrverki dauðans!!! Jósa skellti sér til Dalvíkur á Fiskidagshátíðina, m.a. til að sjá Söru vinkonu okkar og félaga hennar úr áhugaleikfélagi Hafnarfjarðar sýna Draum á Jónsmessunótt. Ég auðvitað komst ekki með :( Ég ráfaði því um Jósu-laus fram eftir kvöldi, sem endaði í vídeóglápi á Rock Star... mjög weird, en fyndið kvöld.. enda í félagsskap með rugludalli!!

Sunnudagurinn var dagur skapbrigða og þreytu!!



fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Að vel athuguðu máli hef ég komist að því að ég er ekki eins og fólk er flest. Þetta vissi ég susum, og hef vitað lengi.... en það er eitthvað svo augljóst þessa dagana, og bara í sumar! Það fer nefninlega ótrúlega mikið í pirrurnar á mér hvað fólk getur verið forvitið um hluti sem það hreinlega kemur ekki við, en finnst greinilega í góðu lagi að forvitnast yfir og dæma svo út frá því, án þess svo mikið sem hlusta á það sem maður er að segja í alvörunni.....

Versló gengin yfir... fínt djamm að mörgu leyti, stundum líka overwhelminglie weird og stundum hreinlega samviskulaus! Það var gaman að hitta Ellu Möggu og Egil og fínt að djamma aðeins með þeim. Fínt að djamma aðeins með Þórdísi Ósk líka, þó að það hafi verið aðeins minni tími í djamm en ég átti von á ;o)
Það var á köflum weird að hafa gestina hjá okkur... skrítnir straumar þar í gangi. Ég fékk svo að lokum að upplifa algjört samviskuleysi hjá ungri konu sem ég bar einu sinni mikla virðingu fyrir.... við skulum bara segja að hún hrapi hratt niður stigann!

Hápunktur helgarinnar var þó sunnudagurinn. Mini mótið var frábært og þegar mest var voru yfir 40 manns þarna, Svarfdælingar og Bárðdælingar og fleiri fylgifiskar eins og ég og Guðmundur. Þetta var alveg rosalega skemmtilegt og greinilegt að þarna hefur myndast skemmtilegur hópur og ég mæli eindregið með því að þetta verði árvisst mót...

Guðmundur er farin út aftur, fór austur á þriðjudagsmorguninn og þeir lögðu af stað út um miðnætti sama dag. Að öllu óbreyttu hitti ég hann ekki aftur fyrr en rétt fyrir mánaðarmótin ág./sept. Ég hlýt að lifa það af, enda nóg að gera, skólinn byrjar í NÆSTU VIKU og svo tekur vettvangsnámið við. Ég er búin að plata Jósu norður, er sennilega búin að redda henni vinnu á Hótel Eddu, þannig að hún verður hérna hjá mér fram að mánaðarmótum. SNILLD!!!

föstudagur, ágúst 01, 2003

Shit mar.... það er geðsjúkleg rigning úti!!!

Koksaði í dag eftir fjögurra daga þögn.... leið mun betur á eftir ;o) fékk það staðfest að ég er ekki ímyndunarveik!!

Versló gengin í garð með öllu sínu fólki og rigningu, jeij.... vona að veðrið skáni... nenni ekki að verða hundblaut eftir eina nótt í útilegu á sunnudagnóttina! Ella Magga og Egill hættu við að fara til Eyja og komu norður í staðin, hittum þau örugglega í kvöld, snilld....
Planað að Þórdís Ósk djammi með vor annað kvöld, og svo er það „Mini Svarfdælingamótið“ á sunnudaginn, sem okkur er boðið að vera með á, á þeim forsendum að við ólumst bæði upp í sveit!! ;o) SNILLD...

Svo verða gestir hér alla helgina, Rakel frænka og fjölskyldan hennar ætla að koma í kvöld... gaman gaman ;o) Þetta verður bara varla betra, er það?!

Eitt próf í lokin... hamina hamina.. þessi maður er að sjálfsögðu líka á Friends-listanum mínum.... ;-o

You sexy thing you.
You are Captain Jack Sparrow. Damn. You're a sexy
mother fucker and you know it. And if you don't
know it... Now you do.


What Johnny Depp Photo Are You?
brought to you by Quizilla