MamaMia

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Djöfull er ég búin að vera langt niðri þessa dagana... er byrjuð að elta leiðsagnarkennarann minn upp í Giljaskóla, sem er mjög gaman, en þegar ég er komin heim á daginn hellist yfir mig leiðinn. Ég er alls ekki hrifinn af þessu og hef því reynt að ná mér upp úr þessari lægð, sem er held ég að takast núna, alla vega hefur dagurinn í dag verið fínn, enn sem komið er alla vega!! Tel að ég hefði kannski ekki átt að blogga í fílunni þarna fyrir helgi, en það verður bara að hafa það, svona er ég og fólk hefur held ég alveg sætt sig við það. Svo er þetta kannski líka bara gott tæki til ákveðinnar útrásar og hjálpar manni við að skipuleggja hugsanir sínar. Ég held að ég verði bara að hugsa þetta þannig.

Mér er órótt þessa dagana... því er ekki að neita... veit ekki hvað ég get gert til að laga það, því þetta getur eiginlega ekki lagast fyrr en ég veit eitthvað meira, en ég vil ekki ýta á eftir fólki og er því ekki að forvitnast um það sem mig vantar að vita.. heldur reyni að bíða róleg eftir að mér verði sagðir hlutirnir... sem gengur sem sagt ekkert of vel, og því er ég svona óróleg. Þessi óróleiki hefur sem sagt ekki farið neitt of vel saman við lægðina sem ég er í, enda tengist það.. samblanda af þessu tvennu minnir einna helst á þá sjón að sjá rauðhærðar konur með bleikan varalit.. slíkt ætti auðvitað að vera bannað með lögum!!! Það er ekki hægt að vera rólegur og yfirvegaður við slíka sjón, frekar en að bíða óþreyjufullur eftir upplýsingum um það hvort lífið fái að halda áfram eins og maður vill eða ekki!

Talandi um að fá frelsun.. fékk hana í þessum skrifuðum orðum... var að fá sms sem bendir til þess að hlutirnir séu í lagi og fólk á lífi!!! Ég vil nota tækifærið og þakka tækninni fyrir þessa frelsun. Takk fyrir...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home