MamaMia

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Ég er ástfangin.... ekki bara af Guðmundi, heldur er komin inn nýr maður í mitt líf. Hann er með fallegustu rödd sem ég hef heyrt á ævinni og afar ungur og fallegur maður. Þar af leiðir er ég komin með nýjan dagdraum, sem er þannig að ég fái einhvern tíman að syngja með þessum mikla hæfileikamanni.. yeah, totally in my dreams!! Nýja ástin mín heitir Josh Groban og er að mínu mati stærsta rísandi stjarnan í klassík/popp tónlistarheiminum.. þvílíkt yndi... heahhh...dæs...

Ég hef lengi ætlað að kaupa mér diskinn með honum (sá hann fyrst og heyrði í þáttunum Ally McBeal), og lét loks verða af því þegar ég ráfaði um á amazon í leit að tónlistinni úr þáttunum American Dreams sem sýndir eru á Stöð 2. Tónlistin í þeim þáttum er alveg frábær, segja mér söguna af mínu síðasta lífi, þannig að mig langaði til að komast yfir geisladisk unnin upp úr þáttunum. Hann fann ég og keypti, og sá þá disk úr American Idol á tilboði og keypti hann líka. Svo stimplaði ég inn nafn Grobans og keypti diskinn hans loksins ;o) Þessa þrjá diska var ég sem sagt að fá í dag og er búin að vera að hlusta á þá í bílnum í bænum. Diskurinn úr American Dreams er mjög fínn og Idol-diskurinn auðvitað eins og ég bjóst við, topp 11 í þættinum með lög á disknum. En ég verð að segja að diskurinn með Josh Groban slær öll met og ég segi bara Andrea Bocelli hvað???!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home