MamaMia

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Guðmundur hringdi á sunnudagskvöldið.. ég var reyndar ekki með meðvitund, en náði því samt að hann kemur sennilega heim á morgun eða hinn.. JIBBÝ.. þá er þessum grasekkju-lifnaði mínum senn lokið. Þetta er líka sennilega síðasta sumarið sem Guðmundur fer á sjó... ja alla vega í bili. Þannig að næsta sumar fæ ég að upplifa heilt sumar með Guðmundi... That´s a nice thought ;o)

Það er mjög gaman í skólanum og nóg að gera. Á föstudaginn er umhverfisdagur í skólanum og 5. bekkur og upp úr fara í göngu upp að Hraunsvatni í Öxnadal. Við kennaranemarnir förum að sjálfsögðu með, og nú eiga bara allir að krossleggja fingurna og vona að veðurspáin rætist ekki!! Mér skilst nebbnillega að það eigi að kólna og mögulega rigna :(

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home