MamaMia

laugardagur, ágúst 16, 2003

Hvað er betra svona í ágústmánuði, en nýuppteknar gulrætur með smá moldarbragði?! Ummh... nammi namm...

Það endaði bara í rólegheitum gærkveldið... glápt á imbann uppi í rúmi, þar sem bakið á mér tók upp á því að fara í baklás. Það er nú bara orðið þokkalegasta sjónvarpskvöld, föstudagskvöld, þættir eins og Bernie Mac og þarna hinn... oh með hjónunum þarna... já Hidden Hills. Ég gat alla vega hlegið slatta. Svo var það King of Queens.. fyndinn.. og svo gerði ég sumum það að horfa á Titus... OK ég viðurkenni það... þetta er helvíti fyndinn þáttur!!! Og hana nú og hafðu það!!!

Það er alveg snilldarveður úti, logn, hlýtt og sólarglæta af og til.. og hvað geri ég... jú jú, er að drepast í bakinu og er í tölvunni.. meikar sens, ekki satt!! Nei nú fer ég út, þetta gengur ekki...

Heyrumst....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home