MamaMia

laugardagur, ágúst 23, 2003

Jibbý jeij... er búin að eignast litla frænku.. hún kom í heiminn á fimmtudagskvöldið og er að mér skilst bara alsæl með það, rétt eins og foreldrarnir. Móðirin, hún Gurra frænka, er sko náskyld mér, feður okkar eru bræður, en þetta er einungis þriðja barnabarnabarn Stínu ömmu og Ingólfs afa. Þau eiga sko sex barnabörn, en bara tvö þeirra búin að eignast börn. Svona er það nú skemmtilegt, enda fólk að mennta sig og koma sér fyrir í lífinu og svona... margt að gera...
Litla snúllan mældist að mér skilst 13 1/2 mörk og rúmir 50 cm... alveg passleg að mínu mati ;o) Vertu velkomin litla frænka og til hamingju Gurra og Einar ;o) Kossar og knús til ykkar. Auðvitað fá amman og afinn, Lalli og Rut líka kossa og knús, til hamingju með fyrsta barnabarnið. Kristín mín, til hamingju líka... nú hefur þú það nýja hlutverk í lífinu að vera uppáhaldsfrænkan ;o)

Það er bara allt að gerast.. á morgun flýgur litli bróðir minn suður og fer seinni partinn með flugvél áleiðis til Noregs. Hann er að fara í mastersnám í tónlistarháskólanum í Oslo og búast má við því að hann verði búsettur í Noregi í einhver ár. Þetta er eitthvað sem maður hefur nú vitað í mörg ár, að Villi færi út í nám.. en það er sem sagt að gerast núna.. sko NÚNA.. og ég er bara ekki að fatta það!! En auðvitað er þetta bara mjög skemmtilegt og heilmikið ævintýri sem ég vona að bróðir minn muni njóta til hins ítrasta.

Svo er besta vinkona mín hérna fyrir norðan að fara suður í Lanbúnaðarháskólann á Hvanneyri, þannig að það verður líka skrítið að geta ekki bara hitt hana hvenær sem er. Ég segi að hún sé hetja, því eiginmaður hennar fer ekki með henni, hann er hér við nám í H.A. Ég veit að ég gæti þetta ekki, sjómannskonan, á þeim forsendum að ég verð bara að höndla það þegar kallinn minn er á sjó og að til hans kemst ég ekki, en að vera sitthvoru megin á landinu, eða þannig...nei... ég gæti það aldrei!

Svo er Þórdís Ósk líka flutt suður, er að fara í nám í Reykjavík... þannig að það eru allt í einu bara allir að fara eitthvað burt í nám!!!

En svona er nú það, lífið er sem betur fer margbreytilegt og kemur manni enn á óvart.. ég held að mér sé óhætt að segja að þetta sumar, sem senn er á enda, hafi verið alveg frábært, þrátt fyrir að Guðmundur hafi verið á sjó. Hann fékk þó góð frí og við gátum haldið upp á afmælin okkar og svona. En þetta sumar hefur einnig átt sínar óvæntu stundir, sem ég er að mörgu leyti enn að vinna úr, sem er mjög skemmtilegt og þroskandi. En eins og ég segi... yfir höfuð frábært sumar ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home