MamaMia

mánudagur, ágúst 11, 2003

Jæja, það er víst komin mánudagur eftir skemmtilega og að mörgu leyti óvenjulega helgi.

Jósa kom norður ásamt fjölskyldu sinni á fimmtudaginn. Ég sá hana samt kannski ekki mikið þennan dag, enda allt á fullu í heyskap. Hins vegar plataði ég hana með mér í fjós um kvöldið, og vorum við bara þrjár gellurnar í verkunum, ég, Jósa og Aldís heimasæta... svaka fjör. Til að skola af sér fjósalyktina var ákveðið að skella sér í sund á Þelamörk og voru Auður og Gulli aftur plötuð með okkur (við þrjú fórum sko í sund á Þelamörk á þriðjudaginn!!)... Óskar póskar nennti ekki með okkur :( enda fær hann að svara fyrir þessa leti næstu misseri!! Þar var rennibrautin tekin með trukki, og sá Jósa mest megnis um það... Ákveðnir bræður (Gulli og litli bróðir hans) reyndu að heilla okkur gellururnar með slagsmálum, sem reyndar gekk ekkert voða vel, hehehe ;o) Við dömurnar, Auður, ég og Jósa skelltum okkur svo á kaffihús eftir sundið og þær Auður og Jósa í svona svaka áfengisfíling og fengu sér því eitthvað gott.... Áfengisfílingurinn fór ekki af þeim og stefnan því tekin á 10-11 til að redda límónum í svaðalegan drykk sem Auður mixar!! Í Gránu tók því við einskonar áfengis/videókvöld sem var bara fínt, svona á fimmtudegi!!!

Föstudagurinn var heyskapardagur... eða þannig... endaði í mígandi rigningu og ég fór því bara í bæinn með Jósu, mömmu hennar, mömmu minni og Aldísi heimasætu. Um kvöldið ætlaði ég að elda chineese chicken, og það tókst með ágætum. Jósa fór svo á rúntinn með foreldrum sínum út í Grýtubakkahrepp en þegar heim kom var dottið í vídeóið... The Wedding Planner!!!

Það rættist heldur betur úr laugardeginum, heyskapur af bestu gerð og 25 stiga hiti hér í Eyjafjarðarsveit ;o) SCHNILLD.... Tek það samt fram að það er hægara sagt en gert að hossast í traktor heilan dag með túrverki dauðans!!! Jósa skellti sér til Dalvíkur á Fiskidagshátíðina, m.a. til að sjá Söru vinkonu okkar og félaga hennar úr áhugaleikfélagi Hafnarfjarðar sýna Draum á Jónsmessunótt. Ég auðvitað komst ekki með :( Ég ráfaði því um Jósu-laus fram eftir kvöldi, sem endaði í vídeóglápi á Rock Star... mjög weird, en fyndið kvöld.. enda í félagsskap með rugludalli!!

Sunnudagurinn var dagur skapbrigða og þreytu!!0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home