MamaMia

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Mér finnst það ekki skemmtilegt þegar fólk veldur mér vonbrigðum, og það gerist sem betur fer sjaldan, að mér finnist fólk bregðast mér. En þegar það gerist þá er það alveg óskaplega mikill bömmer. Nú segja sumir í huganum; en fólk er fífl og það verður að koma fram við það verandi með það á hreinu. Ég veit það, en ég er bara ekki að tala um almenning, ég er að tala um fólkið næst mér í lífinu... fólkið sem ég treysti og trúi. Ég er ávallt viðbúin að taka á móti alls konar straumum og stefnum þegar ég ræði við fólk sem ég þekki ekki neitt. Hins vegar þegar ég ræði við fólkið í kringum mig, þá hef ég að sjálfsögðu ákveðna mynd af þeim í huga sem þeir hafa sýnt mér að sé sú mynd af þeim sem þeir vilja að ég þekki. Það er þá sem ég verð vonsvikin, þegar fólk fer út úr myndinni og hegðar sér á einhvern hátt öðruvísi en búast má við af þeim. Sumir tala um að fólk sé þá out of character og jafnvel ósjálfrátt, en mín skoðun er sú að fólk er þá alls ekki ósjálfrátt, heldur fer það yfir línuna (þið vitið strikið sem ákvarðar hvað þú mátt ganga langt í samskiptum við einhvern) og gerir það þá alveg meðvitað, en heldur bara að það sé í góðu, af því að þetta er nú bara hann Jón, eða hún Stína...Það er þetta sem mér finnst gremjulegt og í raun finnst mér þá verið að gera lítið úr fyrri samskiptum þessara tveggja persóna, þar sem fyrri samskipti eru vanvirt með því að ganga meðvitað of langt. Þetta getur svo hæglega smitað út frá sér... þ.e. fyrst að ég gerði þetta við hann Jón, þá hlýtur það nú að vera í lagi að gera þetta við hana Stínu. Eða þá að þetta fréttist með mig og Jón, og fólkið í kringum mann sér að það þarf að breyta myndinni af minni persónu hjá sér, og þar af leiðandi verður það oft vonsvikið. Eins og ég er núna í þessa dagana.

Til að létta lundina fórum við Jósa í sund í gær... að sjálfsögðu út í Þelamörk, enda opið lengi og voða gott að vera þar. Það var þó ekki laust við það, að þrátt fyrir að Jósu tækist að gera sjálfa sig fullkomlega að fífli og drepa mig næstum því úr hlátri, að manni fannst eitthvað vanta... enda síðustu ferðir í Þelamörk fjölmennari ;o) OK, ég verð að segja ykkur hvað Jósu tókst að gera... sko, þeir sem þekkja hana eða eru svona að kynnast henni í gegnum mig, þeir kynnast því mjög fljótt hvað hún er orðheppin og óheppin!! OK, Jósa var sem sagt upp á svona flot-dæmi einhverju og ég varð náttúrulega að stríða henni, synti undir og velti henni ;o) Það heppnaðist vel og þegar ég kom svo upp úr vatninu til að hlæja, þá kemur hún um leið upp úr, og segir þessa ódauðlegu setningu: „Og þarna fóru bara brjóstin út um allt“. Það sem gerir þessa setningu ódauðlega er að bara ég tók eftir því að brjóstin voru komin út um allt, en karlmaðurinn sem var þarna 2 metrum frá okkur tók að sjálfsögðu eftir þessu þegar hún sagði þetta, og hann ranghvolfdi augunum og roðnaði og blánaði.. þetta var sjúklega fyndið, og Jósa auðvitað alveg vandræðaleg, og vandræðalegust auðvitað þegar ég sagði henni að kallgreyið hefði ekki tekið eftir þessu nema af því að hún sagði þetta, hehehehehehhehe..........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home