MamaMia

sunnudagur, ágúst 24, 2003

Sjanna nanna na.. ævintýrin enn gersast
Eftir að hafa borðað alveg yndislegustu nautalaund sem ég hef á ævinni bragðað, nýjar kartöflur og wicket salat beint úr garðinum, var ákveðið að láta undan þrýstingi og hefja undirbúning að því að fara í Sjallann á Brimkló!!! Við dömurnar skelltum okkur svo í bæinn fyrir miðnætti og hittum Villa bróður á Kaffi Karólínu, og svo skemmtilega vildi til að Jósa þekkti fleiri þar heldur en ég.. og ég er héðan og hún að sunnan!! Gaman að því... Þarna voru sem sagt gamlir Laugvetningar (Jósa gekk sem sagt í Menntaskólann að Laugarvatni) og vinnufélagar á Eddunni. Eftir nokkra hringi á rúntinum ákváðum við svo að fara inn í Sjallann og finna fleira staffalið af Eddunni. Strax í andyrinu svo moment kvöldsins hjá mér, ég var spurð um skilríki, hehehehe og ég varð svo glöð og hló svo mikið að gaurinn varð geðveikt vandræðalegur og sagði að ég þyrfti ekkert að ná í debbann út í bíl ;o) Svo skelltum við okkur auðvitað fljótlega á gólfið með þessu snilldarfólki sem þarna var saman komið til að skemmta sér á Brimkló.. og það var svo skemmtilegt að vera í Sjallanum þegar meðal-aldurinn hækkaði um ein 15-20 ár. Hreinasta snilld... Svo mætti auðvitað Laugvetningurinn og vinnufélagar hans í Sjallann og þá tóku við dansspor og daður dauðans.. Jósa á heavy séns og ég svo ánægð með það, því gaurinn er SVONA sætur!!! Hey, svo fékk ég meira að segja að vita að ég væri ennþá pínu sæt... lenti á krúttlegasta séns ever.. en drengurinn er líka FÆDDUR 1981!!! HAHAHAHAHA..... Til að hjálpa Jósu áleiðis með sénsinn bauð ég þessum guttum í eftirpartý í sveitinni... þá var gítarinn gripinn og rauluð nokkur lög.. og slef og slumm stundir Jósu komust vel á veg, tíhí.... gaman að því... Í alla staði frábært kvöld.

Svo fór Villi í morgun.. það var alls ekkert erfitt að kveðja hann.. maður er bara aðallega spenntur ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home