MamaMia

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Að vel athuguðu máli hef ég komist að því að ég er ekki eins og fólk er flest. Þetta vissi ég susum, og hef vitað lengi.... en það er eitthvað svo augljóst þessa dagana, og bara í sumar! Það fer nefninlega ótrúlega mikið í pirrurnar á mér hvað fólk getur verið forvitið um hluti sem það hreinlega kemur ekki við, en finnst greinilega í góðu lagi að forvitnast yfir og dæma svo út frá því, án þess svo mikið sem hlusta á það sem maður er að segja í alvörunni.....

Versló gengin yfir... fínt djamm að mörgu leyti, stundum líka overwhelminglie weird og stundum hreinlega samviskulaus! Það var gaman að hitta Ellu Möggu og Egil og fínt að djamma aðeins með þeim. Fínt að djamma aðeins með Þórdísi Ósk líka, þó að það hafi verið aðeins minni tími í djamm en ég átti von á ;o)
Það var á köflum weird að hafa gestina hjá okkur... skrítnir straumar þar í gangi. Ég fékk svo að lokum að upplifa algjört samviskuleysi hjá ungri konu sem ég bar einu sinni mikla virðingu fyrir.... við skulum bara segja að hún hrapi hratt niður stigann!

Hápunktur helgarinnar var þó sunnudagurinn. Mini mótið var frábært og þegar mest var voru yfir 40 manns þarna, Svarfdælingar og Bárðdælingar og fleiri fylgifiskar eins og ég og Guðmundur. Þetta var alveg rosalega skemmtilegt og greinilegt að þarna hefur myndast skemmtilegur hópur og ég mæli eindregið með því að þetta verði árvisst mót...

Guðmundur er farin út aftur, fór austur á þriðjudagsmorguninn og þeir lögðu af stað út um miðnætti sama dag. Að öllu óbreyttu hitti ég hann ekki aftur fyrr en rétt fyrir mánaðarmótin ág./sept. Ég hlýt að lifa það af, enda nóg að gera, skólinn byrjar í NÆSTU VIKU og svo tekur vettvangsnámið við. Ég er búin að plata Jósu norður, er sennilega búin að redda henni vinnu á Hótel Eddu, þannig að hún verður hérna hjá mér fram að mánaðarmótum. SNILLD!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home