MamaMia

þriðjudagur, september 30, 2003

Jæja... þá er fyrsti dagur í kennslu liðinn, og ég er enn á lífi!! Þetta gekk bara að mínu mati mjög vel, við vorum flottar, skemmtilegar og góðar, hehehe... voða boost hérna... Það sem ég er mest hissa á er hvað ég var ekkert stressuð. Ég svaf vel í nótt og var bara róleg og allt í gúddí bara. Það var mjög gott.

Það er óhætt að segja að suðurferðin hafi orðin öðruvísi en plön gerðu ráð fyrir. Við hittum ekki alla þá sem við ætluðum að hitta og svona. Sko.. við byrjuðum auðvitað á því að fara til Ellu Möggu og Egils þegar við komum í bæinn, enda nýflutt inn og þau automatically fyrsta stopp þar sem þau voru að flytja í Mosó. Íbúðin er í alla staði glæsileg hjá þeim og ég segi bara enn og aftur til hamingju dúllur... vona bara að Perla greyið (kisan þeirra) fari að jafna sig á þessu öllu saman ;o) Við gistum svo hjá Örnu og co. og höfðum það auðvitað voða gott hjá þeim, og Ragnheiður Kara auðvitað sannur gimsteinn ;o) En það var svo laugardagurinn sem gjörbreytti öllum plönum!!! Við fórum inn í Fríðu frænku, og drukknuðum hreinlega í draslinu þar, en það varð til þess að okkur langaði að skoða fleiri antík búðir. Það endaði með því að við fórum inn í búð sem ég hef aldrei viljað fara inn í áður, af ótta við að komast ekki þaðan út aftur. Jéminn... þvílíkt falleg búð, Antík búðin þarna beint á móti Tryggingastofnun. Við Guðmundur urðum ástfangin, sér í lagi vegna þess að það var glæta í því vegna þess að það var 50% afsláttur af ÖLLUM skápum!! Við römbuðum þarna út aftur, orðlaus, og fórum því í að ná í liðsstyrk. Arna og Ragnheiður Kara komu með okkur aftur niður eftir og viti menn.. Arna peppaði okkur enn meira upp og tveir.. ekki einn, heldur tveir skápar teknir frá fyrir okkur... Svo var matarboð hjá Ellu Möggu og Agli, innflutnings- og afmælisboð. Við grilluðum kjúkling og það var mjög gott. Skáparnir voru í huga okkur nánast allt kvöldið og mig dreymdi ekkert annað alla nóttina. Á sunnudaginn var svo komin tími til að taka ákvörðun... og hún tekin í þá átt að við ákváðum að fara niður eftir að kaupa báða skápana :o)
Mér líður enn eins og ég hafi bara verið að dreyma þetta og þegar ég segi fólki frá þessu finnst mér eins og ég sé að ljúga í fólk.. að ég sé í raun og veru að skálda þetta allt saman upp og eigi ekki einn skáp frá 1880 og annan skenk frá 1910-1920!! Ég sennilega trúi þessu ekkert fyrr en þeir verða komnir hingað í hús. Þetta er the ultimate furniture dream!!
Ég hitti Jósu stuttlega á föstudagskvöldið og svo aftur á sunnudaginn. Íbúðin sem hún og Kolbrún "sambýliskona" hennar er alveg í anda Jósu og ég sá að þeim á eftir að líða mjög vel þarna.


Þannig að ... fyrir helgi verðum við tveimur skápum ríkari og ég ætla núna að fara að láta mig dreyma um húsið mitt ;o)

fimmtudagur, september 25, 2003

Jibbý.. við erum að fara suður..

Við ætlum að skreppa suður um helgina, til að hitta vini og vandamenn. Ég geri ráð fyrir því að fyrsta stopp verði í Mosfellsbænum, þar sem Ella Magga og Egill flytja sennilega inn í nýju íbúðina sína á morgun! Við verðum svo hjá Örnu, Hálfdán og Ragnheiði Köru, hlakka ekkert smá til að hitta þau. Svo hittir maður vonandi eitthvað af mínu skyldfólki líka, Gurru og fjölskyldu og kannski Lalla og Rut líka. Og svo auðvitað Jósu mína og vonandi Söru mína líka ;o) Kannski líka hann Nonna minn?! Ohh.. þetta verður örugglega voða gaman. Svo er aldrei að vita nema maður skelli sér í smá útúrdúr upp á Hvanneyri til að hitta Hvanneyringinn!!!

Svo byrja ég svo að kenna í næstu viku, en ég ætla ekkert að segja ykkur frá því þar sem ég er í panic-attack yfir því og get ekki hugsað um þetta, hvað þá tjáð mig um þetta!!!

mánudagur, september 22, 2003

Það var svo gaman í gær, þrátt fyrir brjálað veður, því Gurra frænka og fjölskyldan hennar komu í gær og gistu hjá okkur... ekkert gaman að ferðast með pinkulitla dömu í svoleiðis veðri. Hún litla frænka mín er algjör rúsína og veit af því. Við spjölluðum heilmikið saman og erum sammála um það að hún er flottust í heimi. Svo var spjallað við eldhúsborðið um allt milli himins og jarðar, m.a. fengum við að vita það hvernig Gurra og Einar kynntust. Það var mjög skemmtilegt. Svo eru þau búin að trúlofa sig, og Gurra og Einar, enn og aftur til hamingju með það ;o)

Það er líka gaman að lenda í svona sms-fylleríum eins og ég kalla það. Var að smessast við tvo góða kunningja mína í gær og það var mjög skemmtilegt... annar þokkalegur rugludallur og hinn þessi einlægi sveitastrákur sem er svo krúttlegur að hann veit ekkert hvað hann á að gera við krúttlegheitin í sér ;o) Þannig að ég átti góðan og skemmtilegan sunnudag þrátt fyrir veður!!

sunnudagur, september 21, 2003

Meiri linkar vonandi

föstudagur, september 19, 2003

Er að reyna að setja inn linka, er ekki eitthvað komið núna?

Nenni ekki að læra, en það lítur út fyrir það að nánast öll helgin fari í það, damn it...

Annars hlakka ég nú svolítið til helgarinnar því það getur verið að ég fái að sjá litlu frænku mína í fyrsta skipti, þær mæðgur ætla kannski að fylgja fjölskylduföðurnum noður á Húsavík ;o)

Ég er hins vegar í stresskasti yfir náminu þessa dagana, æfingakennslan fer bráðum að byrja og ég er í svolitlum mínus yfir því... er ég nógu góð í þetta starf, er ég sá sérfræðingur í faginu sem H.A. er að reyna að útskrifa og þar fram eftir götunum..mun ég yfir höfuð hafa control á þessum krökkum???!!!

Einnig er hugur manns mikið hjá tengdafólki mínu fyrir sunnan... það er greinilegt að tryggð og háttvís framkoma er deyjandi þáttur í mörgum fyrirtækjum, það er nokkuð ljóst.

þriðjudagur, september 16, 2003

Jamm, ég held áfram að vera lélegur bloggari!! Sorry... en það er nú svona...

Síðustu helgi fórum við Guðmundur út í Ólafsfjörð strax eftir skóla á föstudag. Guðmundur og Elís voru að hjálpa pabba sínum við virkjunarframkvæmdir, að leggja rör. Ég hjálpaði svo til við það á laugardaginn, voða dugleg og þetta gekk allt ljómandi vel. Fórum svo inn eftir um kvöldið, en Guðmundur fór svo aftur út eftir á sunnudaginn. Ég ætlaði að reyna að læra á sunnudaginn en gerði svo ekki rassgat í bala, fór bara að taka til og þrífa og svoleiðis vitleysu!! Mér líka hefnist fyrir það, ég þarf þá að læra eins og vitleysingur alla vikuna, damn it.... Svo var matarboð hjá ömmu og afa, voða gott læri og við skelltum okkur svo í bíó þar á eftir, á American Pie, The Wedding... alger snilld, ég bara skil ekki hvernig er hægt að búa til svona seríumyndir sem eru svona endalaust fyndnar!

Annars er bara lítið að frétta, er ekki að meika það að þurfa að sitja á skólabekk í þessari viku og vinna verkefni, vil heldur njóta góða veðursins. Já svo er Villi bróðir farin að blogga, ég man ekki hvort ég var búin að segja frá því... það er gaman að geta fylgst svona með litla gerpinu. Ég vona líka að við getum heimsótt hann í lok október, er svona að byrja að plana það!!

þriðjudagur, september 09, 2003

Uss hvað ég hef verið lélegur bloggari undanfarið....

Allavega, þá var síðasta helgi alveg ágæt. Hitti Auði vinkonu á kaffihúsi á föstudaginn, sem var voða næs. Guðmundur fór út eftir á föstudaginn eftir skóla til að hjálpa pabba sínum. Ég fór því bara inn eftir á föstudaginn með ömmu og afa og við rumpuðum því af að taka upp kartöflurnar. Við vorum nú ekki lengi að því, og svo var bara fjósið á eftir. Það var þó ekki alveg þessi venjulegi fjóstími, þar sem ég hefði nú getað endað upp á slysó. Ég veit að ég er brussa og óheppin, en þetta er það næsta því sem ég hef komist í að fá heilahristing!!! Ég var sem sagt að bogra eitthvað yfir kálfafötunum inni í mjólkurhúsi, reis svo upp og dúndraði hausnum í mótor! Ég sá stjörnur, í alvörunni, og hélt að ég myndi detta niður, en... ég kláraði fjósverkin (ekki mikið eftir á þessum tímapunkti í verkunum) og fór frekar vönkuð heim. Það kom smá ógleðistilfinning en þetta reddaðist. Föstudagskvöldinu var svo eytt í sjónvarpsgláp uppi í rúmi. Daginn eftir vaknaði ég með auman haus, með huuuges kúlu á hausnum og geðveika strengi í fótunum eftir að bera alla kartöflupokana, en samt aðallega í vinstra lærinu, don´t ask me why!! Fór svo út í fjörð eftir kvöldmat, fékk far til Dallas (Dalvíkur) með Auði og Óskari. Var svo góð tengdadóttir að ég mætti með köku sem ég bakaði fyrr um daginn, og það vakti mikla lukku ;o)Á sunnudeginum fórum við Guðmundur svo í réttir inni í Svarfaðardal, með Auði og Óskari, svona rétt til þess að fá fílinginn. Þar var mjög margt fólk, auðvitað miklu fleira en rollurnar ;o) Gaman að því... Eftir réttir fórum við svo bara heim og þá fór þetta mánaðarlega að kikka inn og pizza og dvd fengið til að reyna að redda því. Er sem sagt búin að sjá Solaris, sökkar big time skal ég segja ykkur. Simone.... éehhh, ekkert spes. The Ring... ok, spooky og flott, en ég er viss um að orginalinn er betri! Ég á líka erfitt með að horfa á svona myndir sem skilja menn eftir með miklu fleiri spurningar en í upphafi myndar! En mér skilst nú að það sé framhald af þessu...

fimmtudagur, september 04, 2003

Hvað í ósköpunum á maður að gera þegar eitthvað er að en maður veit ekki hvað er að? Plús það að hinn helmingurinn af manni fattar ekki neitt?! Mér finnst þetta erftitt...

miðvikudagur, september 03, 2003

Er uppi í skóla.. búin að fylgjast með þremur kennurum í morgun, og ég skal segja ykkur það, að ég hefði gjarnan viljað hafa dönskukennarann sem minn dönskukennara í barnaskóla. Hann er snillingur, talar bara dönsku í tímum, hægt og rólega svo að sem flestir nái að fylgja eftir. Hann er mjög skipulagður og viðbúinn öllu og svo er hann svo fyndinn. Ég pant verða svona áhugasamur og góður kennari.

Annars er ég í fýlu við Íslendinga!!! Ég er sem sagt búin að tína dagbókinni minni, hef sennilega týnt henni niður í skóla. Hún liggur þar sennilega einhversstaðar á glámbekk og fullt af fólki búið að athuga hver á bókina, en ENGINN hringir... hún er auðvitað vel merkt mér, með öllum nauðsynlegum upplýsingum, en enginn hringir. Það er eins og Eva sagði, sem er með mér hérna í vettvangsnáminu, það gerir sko engin neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir minns!! Damn it...

þriðjudagur, september 02, 2003

Jæja... langt síðan síðast!! En ég hlýt að fá fyrirgefningu ykkar, er það ekki... Guðmundur kom heim á fimmtudagskvöldið og svona, tíhí..........

Annars er bara nóg að gera, við erum farnar að fylgjast með kennslu uppi í Giljaskóla, sem er mjög gaman. Ég á samt erfitt með að dæma kennara og kennsluhætti þeirra, finnst ég ekki hafa rétt til þess, þar sem ég er nú bara aumur nemi. Og svo það að það er svo stutt liðið á skólaárið og margir þessara kennara að fyrst núna að kynnast nýjum nemendum. Það hlýtur augljóslega að taka sinn tíma að koma á þeim reglum og aga sem eiga að viðgangast í viðkomandi stofu, eða bekk.

Úr sveitinni er auðvitað allt fínt að frétta, fæddar þrjár litlar kvígur núna á síðustu tveim vikum eða svo og nýtt kvótaár hafið. Búið að vera alveg brilliant veður, ólíft í illa ræstum stofum og bílum! Fyrstu haustlitirnir eru að ryðja sér til rúms og skólalyktin sveimar í loftinu. Það sem ég kalla skólalykt er ákveðin minning, ég á nefninlega margar minningar tengdar lykt. Skólalykt er blönduð af þeirri staðreynd að skólabílar sveitarinnar eru farnir að ganga þar sem skólinn er byrjaður, það er komin moldarlykt því það er byrjað að taka upp kartöflur víða á bæjum og svo koma breyttar vindáttir með öðruvísi angan af kúnum, sveitinni og sjónum!!!

Segjum þetta nóg af bulli í bili, ætla að fara að horfa á Friends ;o)