Það er óhætt að segja að suðurferðin hafi orðin öðruvísi en plön gerðu ráð fyrir. Við hittum ekki alla þá sem við ætluðum að hitta og svona. Sko.. við byrjuðum auðvitað á því að fara til Ellu Möggu og Egils þegar við komum í bæinn, enda nýflutt inn og þau automatically fyrsta stopp þar sem þau voru að flytja í Mosó. Íbúðin er í alla staði glæsileg hjá þeim og ég segi bara enn og aftur til hamingju dúllur... vona bara að Perla greyið (kisan þeirra) fari að jafna sig á þessu öllu saman ;o) Við gistum svo hjá Örnu og co. og höfðum það auðvitað voða gott hjá þeim, og Ragnheiður Kara auðvitað sannur gimsteinn ;o) En það var svo laugardagurinn sem gjörbreytti öllum plönum!!! Við fórum inn í Fríðu frænku, og drukknuðum hreinlega í draslinu þar, en það varð til þess að okkur langaði að skoða fleiri antík búðir. Það endaði með því að við fórum inn í búð sem ég hef aldrei viljað fara inn í áður, af ótta við að komast ekki þaðan út aftur. Jéminn... þvílíkt falleg búð, Antík búðin þarna beint á móti Tryggingastofnun. Við Guðmundur urðum ástfangin, sér í lagi vegna þess að það var glæta í því vegna þess að það var 50% afsláttur af ÖLLUM skápum!! Við römbuðum þarna út aftur, orðlaus, og fórum því í að ná í liðsstyrk. Arna og Ragnheiður Kara komu með okkur aftur niður eftir og viti menn.. Arna peppaði okkur enn meira upp og tveir.. ekki einn, heldur tveir skápar teknir frá fyrir okkur... Svo var matarboð hjá Ellu Möggu og Agli, innflutnings- og afmælisboð. Við grilluðum kjúkling og það var mjög gott. Skáparnir voru í huga okkur nánast allt kvöldið og mig dreymdi ekkert annað alla nóttina. Á sunnudaginn var svo komin tími til að taka ákvörðun... og hún tekin í þá átt að við ákváðum að fara niður eftir að kaupa báða skápana :o)
Mér líður enn eins og ég hafi bara verið að dreyma þetta og þegar ég segi fólki frá þessu finnst mér eins og ég sé að ljúga í fólk.. að ég sé í raun og veru að skálda þetta allt saman upp og eigi ekki einn skáp frá 1880 og annan skenk frá 1910-1920!! Ég sennilega trúi þessu ekkert fyrr en þeir verða komnir hingað í hús. Þetta er the ultimate furniture dream!!
Ég hitti Jósu stuttlega á föstudagskvöldið og svo aftur á sunnudaginn. Íbúðin sem hún og Kolbrún "sambýliskona" hennar er alveg í anda Jósu og ég sá að þeim á eftir að líða mjög vel þarna.
Þannig að ... fyrir helgi verðum við tveimur skápum ríkari og ég ætla núna að fara að láta mig dreyma um húsið mitt ;o)