MamaMia

miðvikudagur, september 03, 2003

Er uppi í skóla.. búin að fylgjast með þremur kennurum í morgun, og ég skal segja ykkur það, að ég hefði gjarnan viljað hafa dönskukennarann sem minn dönskukennara í barnaskóla. Hann er snillingur, talar bara dönsku í tímum, hægt og rólega svo að sem flestir nái að fylgja eftir. Hann er mjög skipulagður og viðbúinn öllu og svo er hann svo fyndinn. Ég pant verða svona áhugasamur og góður kennari.

Annars er ég í fýlu við Íslendinga!!! Ég er sem sagt búin að tína dagbókinni minni, hef sennilega týnt henni niður í skóla. Hún liggur þar sennilega einhversstaðar á glámbekk og fullt af fólki búið að athuga hver á bókina, en ENGINN hringir... hún er auðvitað vel merkt mér, með öllum nauðsynlegum upplýsingum, en enginn hringir. Það er eins og Eva sagði, sem er með mér hérna í vettvangsnáminu, það gerir sko engin neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir minns!! Damn it...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home